Nú er farið að snjóa í Eyjum og eins gott að vera á nagladekkjum svo maður fjúki ekki á næsta ljósastaur. En örvæntið ekki, Siggi stormur segir að vorið sé komin, hann sjái það á hitatölunum. Var það ekki hann sem spáði rauðum jólum?
Nú í gær barst mér tölvupóstur frá ónafngreindum aðila um að ég færi að skrifa um vissa hluti á bloggsíðunni minni. Ef ég vitna nú bara í þennan póst þá hljómar þetta einhvernvegin á þennan veg:
"Ég vil endilega að þú farir nú í það mál á þessari bloggsíðu þinni að byrja að
fara í gegnum það fólk sem þú umgengs á þessari eyju þinni."
Ég veit nú ekki alveg hvað honum gengur til með þessu en hitt veit ég að hann þekkir ágætlega flesta þá sem ég umgengst á "þessari eyju minni". Hann vill að ég taki fyrir einn aðila á dag og hótar því svo að "Ef ekkert gerist þá er ég hættur að lesa þessa bloggsíðu". Ég hef því ákveðið að verða við þessari áskorun og byrja á því að segja söguna af honum sjálfum. Hann vill reyndar að ég segi frá öðrum aðila en við skulum prófa þetta fyrst og sjá hvernig gengur.
Áður en sagan hefst er rétt að hafa vissa hluti á hreinu. Sagan er sönn að öllu leyti og ekkert er dregið undan. Til að hlífa vissum aðilum verða þeir kallaðir nöfnum úr fyrstu seríu 24 og verður aðal söguhetjan kölluð Jack Bauer.
Sagan hefst í Bæjaralandi sem er hérað hinna ríku og fallegu í Þýskalandi (sbr. sjúkrahúsið í Svartaskógi). Hetjan okkar, Bauer, frumburður móður sinnar (Kimberly Bauer) fæðist þar á haustmánuðum árið 1979. Móðirin er komin af kotbændum einhverstaðar norðan úr hafi en faðirinn gengur undir nafninu Baróninn af Eskibar, hans rétta nafn er þó Tony Almeida.
Bauer ungi sýndi það fljótt að hann var bráðvel greindur en þótti tala frekar mikið. Snemma gerðist hann mikill skáti án þess þó að ganga í skátahreyfinguna og aldrei brást það að hann hefði lögg af ofurlími á sér.
Eftir því sem árin liðu varð Bauer eldri. Árið 1998 varð það ljóst að peyjinn var orðinn 19 ára og rétt að fara að leita sér að vinnu. Hetjan landaði vinnu hjá póstdreyfingarrisanum Die Dautche Posten. Hann hóf ferilinn sem bréfberi en yfirmönnum hans varð fljótlega ljóst að afköst bréfberanna minnkuðu um 37% eftir að hann hóf störf. Ekki vegna þess að Bauer væri svo seinn til að læra heldur vegna þess að Bauer hafði svo mikið að segja að póstdreyfingarkonurnar eða der Briefträger komust ekki út í hverfin sín fyrr en um korter í þrjú. Með mikilli lægni tóks yfirmönnum hans að færa hann milli deilda og komu honum fyrir hjá David Palmer í útkeyrsludeild eða Die groβe fährbetrieb abteilung.
Jæja..................
Til að gera langa sögu stutta. Eftir að hafa unnið í drjúgan tíma í útkeyrslunni, eða Die groβe fährbetrieb abteilung ákvað Baurer að láta slag standa og skella sér í flugnám, eða Flucht Unterricht. Það gekk bara allt að óskum og í dag er hann á góðri leið með að verða þotuflugmaður, eða Düse Flugzeugführer hjá stóru flugfélagi eða Luftverkehrsgesellschaft.
En þann dag í dag verður Bauer sjaldan kjaftstopp eða sprachlos nema kanski ef hann ef gengið er fram af honum eða abstoßen.
Bauer óska ég alls hins besta og vona að hann haldi áfram að lesa síðuna mína eða mein Chronik.
Öllum hinum sem höfðu það af að lesa þessa vitleysu þakka ég áheyrnina.
Nú er ég annars á leiðinni í frí, það eru að koma mánaðarmót, debetkortinu á eftir að svíða í segulröndina eða der Magnetstreifen þegar ég hef lokið mér af!
að lokum vil ég þakka honum Leó fyrir góða þjónustu
kveðja
miðvikudagur, mars 31, 2004
sunnudagur, mars 28, 2004
Biðin er á enda!
Jæja, þá er komið að því, nú skal bloggað.
Það er ástæða fyrir því að ég hef verið svona óframtaksamur undanfarna daga. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég var í fríi í bænum í síðustu viku. Var þá ekki hringt í mig til að athuga hvort ég gæti flogið eina ferð til Eyja um kvöldið og fengið þá frí einum degi lengur. Það hélt ég nú, henti tannburstanum í bakpoka og rauk niðrá völl um kvöldið og flaug til eyja með peyja úr ÍBV sem töpuðu n.b. leiknum sem þeir voru að spila. Daginn eftir, þegar kom að því að taka morgunflug í bæinn til að komast í frelsið, var komin þoka!!!! Gott og vel, spáin lofaði samt góðu þannig að ég fór í flugvirkjaleik með Hannesi alvöru flugvirkja útí skýli. Til að gera langa sögu stutta þá batnaði veðrið ekki, versnaði ef eitthvað er og ég varð veðurtepptur í fríinu mínu, tölvulaus, með mest af fötunum mínum í borginni. Það var svo ekki fyrr en í gær að ég fékk dótið mitt hingað til Eyja og gat farið að lifa lífinu á ný.
Fyrir þau ykkar sem eruð að velta því fyrir ykkur hvað klukkan er hjá henni Rúni brúnu í Indónesíu þá hafið þið það hér
Svo ef þið komist ekki alltaf á netið þá er þessi þrælsniðug til að hafa í vasanum.
Nú er ég sama sem búinn að selja hlutinn minn í Geirfugli, á bara eftir að fá $$$ í hendurnar. Það er flugstjóri hjá Icelandair sem ætar að kaupa, svoldið fyndinn náungi. Ef þið hittið hann á förum vegi þá þekkið þið hann á því að hann lætur ykkur vita að hann sé flugSTJÓRI hjá ICELANDAIR. Hann segir ykkur líka frá því að hann sé ný kominn frá Boston, á leiðinni til Barcelona á morgun og svo tekur hann New York hinn daginn. Mikið á ferðinni kallinn.
Mér var sagður brandari um daginn, skil hann samt ekki, kannast ekki við þetta....
sp. Hvernig veistu að þú sért að tala við flugmann??????
sv. Hann segir þér frá því!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hvað er svona fyndið við þetta?
Að lokum langar mig til að benda ykkur á uppáhalds síðuna mína, síða sem ég get gleymt mér yfir tímunum saman, síða sem ég ætla að hafa sem fyrirmynd að minni síðu, síða sem mér finst að þið ættuð öll að skoða með opnum huga:
www.david-clark.com
kveðja
Það er ástæða fyrir því að ég hef verið svona óframtaksamur undanfarna daga. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég var í fríi í bænum í síðustu viku. Var þá ekki hringt í mig til að athuga hvort ég gæti flogið eina ferð til Eyja um kvöldið og fengið þá frí einum degi lengur. Það hélt ég nú, henti tannburstanum í bakpoka og rauk niðrá völl um kvöldið og flaug til eyja með peyja úr ÍBV sem töpuðu n.b. leiknum sem þeir voru að spila. Daginn eftir, þegar kom að því að taka morgunflug í bæinn til að komast í frelsið, var komin þoka!!!! Gott og vel, spáin lofaði samt góðu þannig að ég fór í flugvirkjaleik með Hannesi alvöru flugvirkja útí skýli. Til að gera langa sögu stutta þá batnaði veðrið ekki, versnaði ef eitthvað er og ég varð veðurtepptur í fríinu mínu, tölvulaus, með mest af fötunum mínum í borginni. Það var svo ekki fyrr en í gær að ég fékk dótið mitt hingað til Eyja og gat farið að lifa lífinu á ný.
Fyrir þau ykkar sem eruð að velta því fyrir ykkur hvað klukkan er hjá henni Rúni brúnu í Indónesíu þá hafið þið það hér
Svo ef þið komist ekki alltaf á netið þá er þessi þrælsniðug til að hafa í vasanum.
Nú er ég sama sem búinn að selja hlutinn minn í Geirfugli, á bara eftir að fá $$$ í hendurnar. Það er flugstjóri hjá Icelandair sem ætar að kaupa, svoldið fyndinn náungi. Ef þið hittið hann á förum vegi þá þekkið þið hann á því að hann lætur ykkur vita að hann sé flugSTJÓRI hjá ICELANDAIR. Hann segir ykkur líka frá því að hann sé ný kominn frá Boston, á leiðinni til Barcelona á morgun og svo tekur hann New York hinn daginn. Mikið á ferðinni kallinn.
Mér var sagður brandari um daginn, skil hann samt ekki, kannast ekki við þetta....
sp. Hvernig veistu að þú sért að tala við flugmann??????
sv. Hann segir þér frá því!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hvað er svona fyndið við þetta?
Að lokum langar mig til að benda ykkur á uppáhalds síðuna mína, síða sem ég get gleymt mér yfir tímunum saman, síða sem ég ætla að hafa sem fyrirmynd að minni síðu, síða sem mér finst að þið ættuð öll að skoða með opnum huga:
www.david-clark.com
kveðja
þriðjudagur, mars 23, 2004
Gáta dagsins og fleira
Ok, við skulum byrja þetta á því að hafa gátu:
Eins og tré er laufblaði þá er hús
A)Húsgögnum
B)Kvennmanni
C)Herbergi
D)Gólfteppi
Eftirfarandi aðilar hafa ekki rétt á að svara því þeir eru annaðhvort of greindir eða hafa séð/heyrt þessa gátu áður: Ómar, Lalli, allir sem hafa heyrt mig segja þessa gátu (gæti t.d. verið Snorri), allir sem hafa tekið sálfræðipróf hjá Flugfélagi Íslands og/eða Icelandair.
Svör ásamt rökstuðningi sendist inná komment linkinn fyrir neðan póstinn. Það er ekkert nema ánægja í vinning, njótið þess.
Næsta mál, nú ætla ég að afgreiða aðal tvær blogg klisjurnar sem ég hef orðið var við undanfarið:
Ótrúlegt hvað þetta er nákvæmt........... wwwá maður er bara gáttaður
og
create your own visited country map
or write about it on the open travel guide
Þá er það frá og við getum farið að snúa okkur að alvarlegri málum: Ég er í fríi í bænum fram á fimtudags morgun, tímapantanir í síma 555-5555
kv.
Eins og tré er laufblaði þá er hús
A)Húsgögnum
B)Kvennmanni
C)Herbergi
D)Gólfteppi
Eftirfarandi aðilar hafa ekki rétt á að svara því þeir eru annaðhvort of greindir eða hafa séð/heyrt þessa gátu áður: Ómar, Lalli, allir sem hafa heyrt mig segja þessa gátu (gæti t.d. verið Snorri), allir sem hafa tekið sálfræðipróf hjá Flugfélagi Íslands og/eða Icelandair.
Svör ásamt rökstuðningi sendist inná komment linkinn fyrir neðan póstinn. Það er ekkert nema ánægja í vinning, njótið þess.
Næsta mál, nú ætla ég að afgreiða aðal tvær blogg klisjurnar sem ég hef orðið var við undanfarið:
Ótrúlegt hvað þetta er nákvæmt........... wwwá maður er bara gáttaður
og
create your own visited country map
or write about it on the open travel guide
Þá er það frá og við getum farið að snúa okkur að alvarlegri málum: Ég er í fríi í bænum fram á fimtudags morgun, tímapantanir í síma 555-5555
kv.
mánudagur, mars 22, 2004
Bylting
Nú hefur slatti af vatni runnið til sjávar og þótt síðan sé aðeins nokkurra daga gömul hefur hún tekið stakkaskiptum.
Í fyrsta lagi þá er kominn teljari. Þegar ég segi teljari þá meina ég enginn venjulegur teljari, ónei.... kíkið á hann, það er hnöttur í efra vinstra horninu, smellið á hann og sjáið dýrðina.
Í öðru lagi þá er komnn linkur fyrir komment og trackback. Við vitum öll hvað kommentin gera en trackback er flóknara mál. Ég hélt að ég skildi það, las svo meira um það og komst að því að ég hafði ekki hugmynd um hvað það snýst. Forvitnir geta kíkt á þessa síðu og séð ljósið.
Að lokum er það orðið ljóst að mér hefur tekist að komast í ónáð hjá fyrrverandi vinnufélaga mínum fyrir það að hafa birt brandara í óleyfi og hefur hún tilkynnt mér það að hún ætli ekki að hafa samkvipti við mig fyrr en ég bið hana afsökunar. Nú þarf ég bara að finna mér orðabók og finna út um hvað þetta snýst.
kv.
Í fyrsta lagi þá er kominn teljari. Þegar ég segi teljari þá meina ég enginn venjulegur teljari, ónei.... kíkið á hann, það er hnöttur í efra vinstra horninu, smellið á hann og sjáið dýrðina.
Í öðru lagi þá er komnn linkur fyrir komment og trackback. Við vitum öll hvað kommentin gera en trackback er flóknara mál. Ég hélt að ég skildi það, las svo meira um það og komst að því að ég hafði ekki hugmynd um hvað það snýst. Forvitnir geta kíkt á þessa síðu og séð ljósið.
Að lokum er það orðið ljóst að mér hefur tekist að komast í ónáð hjá fyrrverandi vinnufélaga mínum fyrir það að hafa birt brandara í óleyfi og hefur hún tilkynnt mér það að hún ætli ekki að hafa samkvipti við mig fyrr en ég bið hana afsökunar. Nú þarf ég bara að finna mér orðabók og finna út um hvað þetta snýst.
kv.
Þetta fór þá bara vel eftir allt saman.... eða hvað?
Jæja, loksins hefur maður tíma til að tjá sig aðeins aftur, veit að þið eruð öll búin að bíða spennt eftir næsta bloggi, einkum og sér í lagi vegna þess að ég hef ekki enþá komið því í verk að segja neinum frá þessu. Læt það verða mitt fyrst verk að setja þetta inná MSN nafnið mitt þegar ég hef lokið mér af hér.
Hver vill Palmer dauðan? Af hverju vilja þeir að Bauer drepi hann? Er Victor Drazen genginn ef göflunum? Á Alex Drazen eftir að lifa þetta af? Er Mason svikahrappur eða bara alveg ótrúlega grunsamleg týpa?
Þessar spurningar hafa brunnið á mér undanfarnar tvær vikurnar. Ég hef verið að horfa á 24 á þessu tímabili og verið bókstaflega hooked. Í gærkvöld tókst mér loksins að klára fyrstu seríuna og trúið mér, það er bara töluvert þrekvirki. Svörin við þessum þessum áleitnu spurningum komu manni svona mis mikið á óvart en það sem mér líkaði sérstaklega við þetta allt saman er að það er ekki þessi týpíski fallegi endir þar sem allir ganga saman út í sólarlagið með bros á vör.
Nú er maður á leið í frí í bæinn og er stefnan tekin á að fá seríu tvö að láni og reyna að ljúka henni af þannig að það sé frá!
Ég hafði heyrt af því að þetta væri nánast eins og sjúkdómur, maður gæti ekki hætt fyrr en serían væri öll. Maður hló að því svona innra með sér en í dag geri ég mér grein fyrir því að þetta er ekkert grín! Ef þið komist í þetta, gerið ráðstafanir hvað varðar sósjal líf og þessháttar, bara að fólk viti að þið séuð á lífi þegar þið eruð sem dýpst sokkin! Ef þið komist í þetta og klárið pakkann, talið þá endinlega við mig, ég stefni á það að vera búinn að koma upp tólf spora kerfi, til að trappa fólk niður, á næstu vikum. Nánari upplýsingar verður að finna á www.eg_er_hadur_tuttugu_og_fjorum.is
Annars er helgin bara búin að vera nokkuð góð, flogið slatta (fyrir utan gærdaginn), þokkalegt veður (fyrir utan gærdaginn og föstudaginn) og síðast en ekki sýst þá er Hannes flugvirki búinn að koma "nýjum" og endurbættum Ými í umferð.
nóg í bili
kv.
Hver vill Palmer dauðan? Af hverju vilja þeir að Bauer drepi hann? Er Victor Drazen genginn ef göflunum? Á Alex Drazen eftir að lifa þetta af? Er Mason svikahrappur eða bara alveg ótrúlega grunsamleg týpa?
Þessar spurningar hafa brunnið á mér undanfarnar tvær vikurnar. Ég hef verið að horfa á 24 á þessu tímabili og verið bókstaflega hooked. Í gærkvöld tókst mér loksins að klára fyrstu seríuna og trúið mér, það er bara töluvert þrekvirki. Svörin við þessum þessum áleitnu spurningum komu manni svona mis mikið á óvart en það sem mér líkaði sérstaklega við þetta allt saman er að það er ekki þessi týpíski fallegi endir þar sem allir ganga saman út í sólarlagið með bros á vör.
Nú er maður á leið í frí í bæinn og er stefnan tekin á að fá seríu tvö að láni og reyna að ljúka henni af þannig að það sé frá!
Ég hafði heyrt af því að þetta væri nánast eins og sjúkdómur, maður gæti ekki hætt fyrr en serían væri öll. Maður hló að því svona innra með sér en í dag geri ég mér grein fyrir því að þetta er ekkert grín! Ef þið komist í þetta, gerið ráðstafanir hvað varðar sósjal líf og þessháttar, bara að fólk viti að þið séuð á lífi þegar þið eruð sem dýpst sokkin! Ef þið komist í þetta og klárið pakkann, talið þá endinlega við mig, ég stefni á það að vera búinn að koma upp tólf spora kerfi, til að trappa fólk niður, á næstu vikum. Nánari upplýsingar verður að finna á www.eg_er_hadur_tuttugu_og_fjorum.is
Annars er helgin bara búin að vera nokkuð góð, flogið slatta (fyrir utan gærdaginn), þokkalegt veður (fyrir utan gærdaginn og föstudaginn) og síðast en ekki sýst þá er Hannes flugvirki búinn að koma "nýjum" og endurbættum Ými í umferð.
nóg í bili
kv.
föstudagur, mars 19, 2004
Jæja, fyrst það er nú orðið endanlegt að maður ílengist aðeins hérna í Eyjum, hvað er þá betra en að opna bloggsíðu og segja frá ÖLLU því sem er að gerast á þessum slóðum.
Við skulum svo bara sjá hvort mér takist að halda þessu úti í einhvern tíma, má vera að þetta lognist útaf smá saman og finnist sjálfdautt í einhverjum afkima Internetsins eftir nokkra mánuði (djúpt).
Smá kynning á Vestmannaeyjum fyrir þau ykkar sem eruð ekki alveg með á nótunum!
Vestmannaeyjar eru 15 eyjar (hugsiði ykkur) og stærst þeirra er einmitt Heimaey.
Heimaey er 13 ferkílómetrar að flatarmáli en það er einmitt gróflega reiknað um 0.0126213592233% af heildarflatarmáli Íslands samhvæmt tölum Hagstofunnar.
1. des 2003 bjuggu í Vestmannaeyjum 4349 manns. Þar af voru karlar um 2249 og konur 2100 þannig að sénsinn á því að ná sér í stelpu hérna er ekki sérlega góður þar sem það er um 1.12 peyji á móti hverri pæju.
Ef við förum nánar útí þessa sálma þá eru 211 peyjar á bilinu 20-26 ára en einungis 176 pæjur á sama aldri. Þetta gerir 1.2 peyja á móti hverri pæju!!! Verð búinn að koma þessu í línurit í næstu viku fyrir áhugasama.
ég vil koma á framfæri þakklæti til Hagstofunnar en síða hennar reyndist ómetanleg stoð við gerð þessa pistils.
nóg í bili
kveðja
Birkir Örn
Við skulum svo bara sjá hvort mér takist að halda þessu úti í einhvern tíma, má vera að þetta lognist útaf smá saman og finnist sjálfdautt í einhverjum afkima Internetsins eftir nokkra mánuði (djúpt).
Smá kynning á Vestmannaeyjum fyrir þau ykkar sem eruð ekki alveg með á nótunum!
Vestmannaeyjar eru 15 eyjar (hugsiði ykkur) og stærst þeirra er einmitt Heimaey.
Heimaey er 13 ferkílómetrar að flatarmáli en það er einmitt gróflega reiknað um 0.0126213592233% af heildarflatarmáli Íslands samhvæmt tölum Hagstofunnar.
1. des 2003 bjuggu í Vestmannaeyjum 4349 manns. Þar af voru karlar um 2249 og konur 2100 þannig að sénsinn á því að ná sér í stelpu hérna er ekki sérlega góður þar sem það er um 1.12 peyji á móti hverri pæju.
Ef við förum nánar útí þessa sálma þá eru 211 peyjar á bilinu 20-26 ára en einungis 176 pæjur á sama aldri. Þetta gerir 1.2 peyja á móti hverri pæju!!! Verð búinn að koma þessu í línurit í næstu viku fyrir áhugasama.
ég vil koma á framfæri þakklæti til Hagstofunnar en síða hennar reyndist ómetanleg stoð við gerð þessa pistils.
nóg í bili
kveðja
Birkir Örn
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)