mánudagur, mars 22, 2004

Bylting

Nú hefur slatti af vatni runnið til sjávar og þótt síðan sé aðeins nokkurra daga gömul hefur hún tekið stakkaskiptum.
Í fyrsta lagi þá er kominn teljari. Þegar ég segi teljari þá meina ég enginn venjulegur teljari, ónei.... kíkið á hann, það er hnöttur í efra vinstra horninu, smellið á hann og sjáið dýrðina.
Í öðru lagi þá er komnn linkur fyrir komment og trackback. Við vitum öll hvað kommentin gera en trackback er flóknara mál. Ég hélt að ég skildi það, las svo meira um það og komst að því að ég hafði ekki hugmynd um hvað það snýst. Forvitnir geta kíkt á þessa síðu og séð ljósið.
Að lokum er það orðið ljóst að mér hefur tekist að komast í ónáð hjá fyrrverandi vinnufélaga mínum fyrir það að hafa birt brandara í óleyfi og hefur hún tilkynnt mér það að hún ætli ekki að hafa samkvipti við mig fyrr en ég bið hana afsökunar. Nú þarf ég bara að finna mér orðabók og finna út um hvað þetta snýst.
kv.

Engin ummæli: