föstudagur, mars 19, 2004

Jæja, fyrst það er nú orðið endanlegt að maður ílengist aðeins hérna í Eyjum, hvað er þá betra en að opna bloggsíðu og segja frá ÖLLU því sem er að gerast á þessum slóðum.
Við skulum svo bara sjá hvort mér takist að halda þessu úti í einhvern tíma, má vera að þetta lognist útaf smá saman og finnist sjálfdautt í einhverjum afkima Internetsins eftir nokkra mánuði (djúpt).

Smá kynning á Vestmannaeyjum fyrir þau ykkar sem eruð ekki alveg með á nótunum!

Vestmannaeyjar eru 15 eyjar (hugsiði ykkur) og stærst þeirra er einmitt Heimaey.
Heimaey er 13 ferkílómetrar að flatarmáli en það er einmitt gróflega reiknað um 0.0126213592233% af heildarflatarmáli Íslands samhvæmt tölum Hagstofunnar.
1. des 2003 bjuggu í Vestmannaeyjum 4349 manns. Þar af voru karlar um 2249 og konur 2100 þannig að sénsinn á því að ná sér í stelpu hérna er ekki sérlega góður þar sem það er um 1.12 peyji á móti hverri pæju.
Ef við förum nánar útí þessa sálma þá eru 211 peyjar á bilinu 20-26 ára en einungis 176 pæjur á sama aldri. Þetta gerir 1.2 peyja á móti hverri pæju!!! Verð búinn að koma þessu í línurit í næstu viku fyrir áhugasama.

ég vil koma á framfæri þakklæti til Hagstofunnar en síða hennar reyndist ómetanleg stoð við gerð þessa pistils.

nóg í bili
kveðja
Birkir Örn

Engin ummæli: