Nú hefur stórvinkona mín og fyrrum vinnufélagi Helga Páls stofnað til bloggsíðu á sínu nafni. Helga Páls er fyrrum vinnufélagi eins og komið hefur fram, frá Íslandspósti. Þar unnum við saman sem vaktstjórar en hlutverk okkar var að hafa hemil á óstýrlátum bílstjórum sem leika lausum hala um öngstræti borgarinnar í tugatali á degi hverjum. Hún starfar enn sem vaktstjóri og mætti segja bligðunarlaust að hún er hversdagshertja sem fær ekki það hrós sem hún á skilið.
Nóg af bullinu. Gott framtak Helga Páls, stattu þig stelpa, er reyndar svoldið ósáttur við að þú viljir ekki mæta í sólgleraugnateitið okkar Ómars (sjá bloggið hans Steina www.steini747.blogspot.com) en þér er fyrirgefið.
Síðan hennar helgupáls er www.blog.central.is/helgapels
kv
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þakka þér fyrir Birkir minn.
Mér þykir leitt að geta ekki mætt í sólgleraugna partíið ykkar en svona er þetta. Maður er að vinna og svo fer maður bara heim að pakka, tjaaaa eða bara góna á imbann.
En skemmtið ykkur vel strákar mínir, skelltu einum blautum á Ómar fyrir þig. Það verður einhver að koma þessu á framfæri fyrir þig.
Kv. Helga Pé
Ég skal mæta um leið og ég er búinn með ølið hér í Køben!
Dabbinn með kveðju...
Skrifa ummæli