miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Ofmetnaður

Nú er komið að því að strákurinn er orðinn svo þreyttur á hangsinu og biðinni að hann er farinn að gera eitthvað!!!
Þetta er alltaf þannig að maður byrjar svona löng hangs-tímabil á því að taka til hendinni, útrétta, kaupa hluti sem manni sárlega vantar og önnur vitleysa. Svo kemur tímabil ofurleti og slens. Maður nennir engu, gerir ekkert og er að öllu leiti sjúklega leiðinlegur. Þriðja stigið er þegar maður kemst að því að þetta gengur enganvegin lengur og ákveður að gera eitthvað í málunum. Ég hef verið að komast á það stig smá saman síðustu dagana, sem betur fer. Það byrjaði allt á því að ég ákvað að selja bílinn minn. Gráðugur og nískur eins og ég er ákvað ég að nú skyldi kallinn græða á bílabissnessinum og fá gott verð fyrir bílinn. Ég auglýsti hann í fréttablaðinu á fráleitu verði og uppskar eftir því. Tveir gaurar (í orðsins fyllstu merkingu) hringdu og höfðu nákvæmlega sömu sppurningarnar:
GAUR: Hénna, eeee, hvað, hénna, hvað er hann með stóra vél?
ÉG: Hann er með hina ofursparneitnu 1300 vél vinur minn!
GAUR: Hénna, sko, eeem, hénna, hvernig er hann á litin?
ÉG: Hann er grænsanseraður, vinur
GAUR: Ok, hénna, ég sko, hénna ætla að spá í þetta, okbæ
ÉG: Blessi þig vinur.

Út frá þessu áliktaði ég að gaurum þætti ekki cool að aka um á sparneitnum bílum þrátt fyrir bensínverðið á þessum síðustu og verstu tímum og þá því síður ef bíllinn er grænsanseraður á lit.
Á endanum tókst mér að selja bílinn á svipuðu verði og ég keypti hann á, örlítið gengistap á honum en hva, ég er ríkur flugmaður á svimandi háum launum þannig að ég kvarta ekki. Næsta geðveikin sem ég er að tapa mér í þessa síðustu daga er að fara út að skokka. Snarbilaður eins og ég er þýðir ekkert að byrja ég á einhverri kellinga vegalengd þannig að ég dúndra mér beint í 6 km og stefni hraðbyr á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu (10km). Það hefur hinsvegar orðið örlítið bakslag í þeim áformum mínum því ég var búinn að steingleyma því að þegar maður gengur of langt í biluninni vilja harðsperrur oft minna mann á að hausinn á manni er ekki alveg í lagi. Sjáum til hvernig þetta fer allt, en þar til geng ég um eins og gamalmenni með brjósklos í báðum mjöðmum.

kv.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja kallinn já hangsi hangs getur verið frekar boríng. Nei það virðist ekki vera kúl að eiga 1300 bíl, skrítið miðað við fjöldann á götunni man... en soneridda, þúrt allavega laus viðann :) jæja farin að tala við þig face to face... hehe

Nafnlaus sagði...

Heyrðu ÉG ER EKKI SÁTT!! Af hverju fæ ég ekki link inn á mína MYNDASÍÐU HA... djö mismunun er þetta alltaf ha... dísess...

yours truly HD :D