fimmtudagur, september 30, 2004

Alvöru heimsbogari

Í dag var tekið á því. Ég fór á fjögur kaffihús og drakk kaffi/kakó á þeim öllum.
Dagurinn byrjaði eldsnemma þegar Jói Pálma aka Jói Málari sótti mig um eittleitið. Við skelltum okkur á Cafe Bleu í kringlunni. Eftir að hafa rætt lífsins gagn og nauðsinjar þar í dágóða stund var komið að því að Jói þurfti að "take care of buisness" eins og sagt er í bransanum. Það var eins og við manninn mælt, Bjarni Rafn Garðarsson aka Kafteinninn mætti á staðinn. Við sviftum okkur niðrá flugvöll þar sem Bjarni aka leðurklæddi fjármálarefsarinn hjá TF-EGD afgreiddi nokkur aðkallandi málefni eigendafélags TF-EGD. Þarnæst lá leiðinn niðrá völl þann er í austri stendur inná kaffibrennsluna. Eftir að hafa drukkið langt umfram RDS af nýmöluðu kaffi var stefnan tekin á Vegamót því Steinar stinni tók ekkert annað í mál en að hitta okkur þar. Á vegamótum þótti mér orðið ráðlegt að skella mér á kókó frekar en kaffi þar sem vélindabakflæði var farið að láta á sér kræla og kann það ekki góðri lukku að stýra. Eftir drjúga stund á vegamótum var klukkan orðin 18:30 og tími til kominn að færa sig um set. Hitti ég háaldraða foreldra mína á Laugarveginum og stefnan var tekin á Ítalíu til áts. Ítalía var full þannig að næsti staður sem reyndist vera Enricos var látinn nægja. Það reyndis vera hið besta val því rauðsprettan bragðaðist feiknar vel þar. Að lokum var slegið út með því að fara í leikhús á Þetta er allt að koma sem er bara mjög gott leikrit.

takk fyrir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá bara massa dagur... ja hérna þér leiðist ekki á landinu á meðan ha!

CRUSTY