laugardagur, október 30, 2004

"Fancy a solitary weekend in Oran" gæti Air Algerie auglýst til að selja pakkaferðir til wonderfull ORAN.
Lífið hérna snýst að mestu leiti um að fljúga og svo þegar maður fær frí þá er því raðað þannig upp að maður fær nokkra daga í röð og getur tekið þá í París. Hótelið er fínt með sundlaug, gym-i og hárnsnyrtistofu, nema bara að nú er Rammadan þannig að allt er lokað næsta hálfa mánuðinn.
Fór í fyrst flugið héðan í dag, blendnar tilfinningar. Hræðsla (hvar er ég, hvert er ég að fara, hvaðan er ég að koma???), skelfing (þeir sjá allir í gegnum mig, þeir vita að ég veit að þeir vita að ég veit ekki neitt), ofsgleði (jíha), sorg (syrgði gáfurnar sem ég taldi mig hafa en flugstjórinn sannaði fyrir mér að ég hefði ekki) og að lokum léttir (þegar ég komst að því að flugstóranum var ekki illa við mig og mér tókst að gera mannsæmandi lendingu).
En allt á þetta eftir að verða betra eftir því sem flugunum fjölgar og ég verð meiri töffari. Fyrir þá sem þekkja Stellu í orlofi þá er ég núna eins og aðstoðarflugmaðurinn sem ég man ekki hvað hét en stefni á að verða sjálfur Anton.

kv.

fimmtudagur, október 28, 2004

Hvernig á að stinga í samband í UK...

Je suis un pilot avec le 767

Hér er ég staddur í bullandi rómantík í borg rómantíkinnar......... einn!

Kíkti dowtown í dag, heimsótti Arafat félaga minn á spítalanum hérna í parís, kíkti á Eiffel turninn (fór ekki uppí hann, er of lofthræddur) skoðaði Louvre safnið stuttlega, fékk mér franskan McDonald og komst að því að það er bull sem sagt er um frakka og eldamensku.

Staðreind:
Frakkar eru kurteisir, skilja ensku vel og eru vel skiljanlegir á ensku.

Dæmi:
Ónefndur útlendingur: Does this coach go to termirminal one?
Ónefndur franskur bílsjtóri á complementary rútu hjá ónendu Holliday Inn hóteli á Charles De Gaulle flugvellinum: OK
Ónefndur útlendingur, skildi ekki alveg svarið: Does this coach go to TERMINAL ONE???
Ónefndur franskur bílstjóri sem ákveður að leggja áherslu á orð sín með því að kinka kolli: OK!

Ónefndur útlendingur að kaupa lestarmiða til París: Where does the train stop?
Ónefnd miðasölustúlka hjá frönsku ríkislestunum: The train.... IN PARIS!
..... Útlendingur....: Yes but where do I catch the train?
..... miðasölust.....: Here? Downstairs!
....Útl...: Ok is there a certain track?
...miðas...: Track 11 and 12... nextplees


Alltaf gott að geta sagt,
Je ne parle pas fransei

kv.

þriðjudagur, október 26, 2004

Her eru akvardanir teknar a hrada ljossins

Eg vaknadi i morgun vitandi thad ad eg vaeri ad fara til Tobago a fimtudag,
að eg mundi þruma mer í gott sólbað, liggja á bekk með bland og bús og bjórinn teyga úr líters
krús, grísaveisla, sangría og sjór, senjórítur, sjóskíði og bjór, nautaat og næturklúbbaferð, nektarsýningar af bestu gerð...... thid thekkid thetta.............
Svo kom thad a daginn ad Paris verdur mitt rekkjubol a morgun og Alsir tharaeftir. Haldid ykkur fast thvi innan skams mun eg birta nanari upplysingar fyrir tha fjolmorgu sem hyggjast hringja i mig i solina.

kv.

föstudagur, október 22, 2004

Tha er madur maettur aftur i bliduna i Crawley.

Flugid til Margarita og fra Tobago gekk svona lika dillandi danglandi vel. Litlir 10 timar ad komast nidreftir og 8 stykki uppeftir nuna i nott. Nadi ad leggjast nidur vid sundlaugarbakkann a Hilton paradisarhotelinu i orfaa klukkutima adur en eg thurfti ad fara ad taka mig til fyrir heimfor. Annad flug tharna nidreftir a fimtudag thar sem eg fae einn heilan dag i stopp og nokkud vist ad madur kiki a eitthvad spennandi eins og t.d. thetta .

kv.

mánudagur, október 18, 2004

Tha er eg langt kominn med ad skrifa aefisoguna mina, kominn upp i 438 bladsidur og thad merkilega er ad hun fjallar bara um fimm daga i lifi minu! Her kemur yfirlit.
Fimtudag, fae ad vita ad eg er ad fara ut til Gatwick thar sem eg a ad byrja ad fljuga og vera svo sendur seinna til Alsir. Eftir 11 tima ferdalag a fostudaginn kemst eg loksins a hotelid og tek thad fram ad thad voru engar tafir a neinu farartaeki sem eg notadist vid, thad tekur 11 tima ad komast fra Reeykjavik til Gatwick ef madur flygur i gegnum Stansted. Fae ad vita thad thegar eg kem ad eg eigi flug seinnipartinn daginni eftir. Stuttu sidar kemur babb i bat. Flokid mal en i stuttu mali komast their ad thvi ad vid megum ekki fljuga Atlanta velum sem eru skradar i UK. Thad thydir ad vid meigum bara fara i flugin a TF-skradum velum sem eru ad fljuga "long haul". Thad thydir ad fyrsta flugid mitt er a midvikudag en thad a ad reyna ad koma a namskeidi svo vid getum flogid UK skradum velum. Komast their ad thvi ad madurinn sem getur haldi namskeidid er hvergi finnanlegur og akvedid ad senda okkur til Alsir svo vid getum farid ad fljuga sem fyrst. I dag attum vid svo ad fljuga til Paris, fa visa fyrir Alsir og Gabon og fara svo afram til Alsir. Tha rekumst vid a manninn sem getur haldid namskeidi. Eftir miklar bollaleggingar, paelingar og vangaveltur er akvedid ad vid forum i boklegt namskeid med honum a morgun og svo thurfum vid vist ad fara i flugherminn lika eitt skipti. Thar med er Paris, Alsir og allt thad fokid ut um gluggan i bili og Gatwick aftur ordid ad raunveruleika. Thannig ad eins og stadan litur ut i dag tha fer eg i bokleg namskeid a morgun, fer i mitt fyrst flug (a islenskt skradri vel thvi eg ma fluga svoleidis tho hun se nakvaemlega eins og UK skr vel) a midvikudag fram a fimtudag, fer i flugherminn a laugardag og tha aettu allir vegir ad vera mer faerir..... eda hvad..... thad kemur i ljos.
Gridamigkidfjor

kv

föstudagur, október 15, 2004

Allt i thessu stakasta.........

GSM i UK 0045 7910 215242
Simi a hoteli +44 1293 529991 Herbergi 604

Snillingarnir komust ad thvi ad vid thirftum ad taka eitt en boklegt adur en vid megum fljuga G-skradum velum (velum skradum i UK). Thangad til thad gerist verda bara flug a TF-skradum velum (velum skradum a islandi) sem eru tvo flug til karabiska hafsins i thessum manudi. Mikil gledi og hamingja med thetta allt saman....................

fimmtudagur, október 14, 2004

Gleðiborgin Gatwick

Þá er það komið á hreint. Út í fyrramálið til Gatwick/Crawley. Þar byrjum við og verðum svo send í lok mánaðarins til Oran í Alsír.

miðvikudagur, október 13, 2004

Ekki eru öll hænsni fyrr en í hendi eru! (Samúel Örn Erlingsson í sjónvarpinu á landsleik Íslands og Svíþjóðar)

sunnudagur, október 10, 2004

Tha er madur buinn ad thaka lendingarnar loksins. Thad gekk allt bara vonum framar thratt fyrir 10 vikna laaaaaaaaaaaaaaaanga bid. Vid vorum sex stykki ad gera lendingar, tok okkur ca. 10 tima med flugi upp til Prestwick og til baka, um 40 tonn af eldsneiti foru i thetta o.s.frv.

Kv.

miðvikudagur, október 06, 2004

Aðalatriðið

Aðalatriðið gleymdist að sjálfsögðu.

Á heimilið hefur verið verslaður Yaris Blue. Eins og kunnugir vita var 2000 árgerð af Yaris á heimilinu sem hét Yaris Xtra. Við höfum að sjálfsögðu verið að bera saman bílana, hvað er breytt o.s.frv. og komst mamma að þeirri niðurstöðu að flautan hljómar meira masculin á nýja bílnum en þeim gamla. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að sá gamli var rauður sem er kellingalitur en sá nýji er gráblár sem er karlmanns eða meira masculin litur.

Nú vil ég fara fram á það við Rúnu Malasíumel eða Hjalta Dubaydruslu að versla fyrir mig Office Space á DVD. Sjáum hvort þetta komist til skila......

kv

And the FARSI continues

Jæja, þá er það framhaldið af the aldrei ending saga. Hluti 15 af svo mörgum að það er ómögulegt að telja það upp hér: Morð í tíma töluð! Harry og hundtryggur aðstoðarmaður hans Heimir.... VOFF, eruð þá loks að takast að koma hetjum sögunnar í hinar margumtöluðu lendingar sem þau þurfa til að verða fullgildir félagar í leinifélaginu ATLANTA............ WÁ

Eins og sést, eins og sést, eins og sést, þá er ég genginn af göflunum.

Planið er ldg 8/10 og svo gerðust þau svo bíræfin að setja upp skyndihjálðarkúrs á 11/10 sem þýðir aðeins eitt. Ég missi af Verslunarmannaballinu í Vestmannaeyjum. Slagorðið er: NO PAIN NO GAIN, þannig að ég verð bara að taka þessu eins og alvöru karlmaður.

kv.

þriðjudagur, október 05, 2004

Ykkur þarna úti víti til varnaðar: Ég er mjög pirraður þessa dagana.
Samræður mínar við fólk síðustu vikurnar hafa aðalega verið á eftirfarandi vegu:

Einhver - Nei, bíddu, átt þú ekki að vera úti?????
Ég - Jú reyndar
Einhver - Og hvað, hvernig gengur?
Ég - Það gengur.... hægt og bítandi
Einhver - Já, hvert ertu að fljúga?
Ég - ÉG ER EKKI BYRJAÐUR AÐ FLJÚGAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!
Einhver - Af hverju ekki?
Ég - Hvern"#$%&/ kemur þér það við þarna "#&%#$#&%$ dru"#lan þín!!!?!?!
Einhver - Nú maður bara spyr
Ég - AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAArrrrrrrrrrrgh

Eðlilegt að fólk skilji þetta kanski ekki alveg en svona til að líkja þessu við eitthvað þá er þetta eins og það sé búið að tilkynna mann látinn í blöðunum aftur og aftur og aftur og.........
Svo er maður ekkert latur við að tilkynna það á þessari síðu að "nú sé tíminn kominn... allt farið að ganga..........."

Málið er allavegana það að ég er enþá heima á ísköldu landinu, esjan er orðin grá í toppinn og allir eru í syngjandi sveittum fíling.

kv.

sunnudagur, október 03, 2004

Hér sit ég og horfi á James Bond ganga í skrokk á manni með þriggja sæta leður sófa! Geri aðrir betur.

Ég fékk á mig ákúru fyrir að hafa uppnefnt foreldra mína. Mér er hollast að biðjast afsökunar og hef reyndar gert það í eigin persónu, mynnir mig. Það sanna í þessu máli er að þau eru ekki háöldruð, enn sem komið er allavegana.

Á morgun stendur til að fara vonandi, kanski til UK enn einusinni til að reyna að gera eitthvað gagnlegt s.s. að kaupa barnabaðsvamp fyrir Sturla í Boots og spóka sig um í nýja fína flugmóðurskipaskipstjórabúningnum mínum.
Í UK er gist í bæ sem hefur verið getið áður og heitir Crawley. Í Crawley er hið víðfræga Quality Inn Hotel sem áður var þekkt undir nafni Holliday Inn. Án þess að ég vilji vera að kasta rírð á téð hótel þá hef ég uppi vissar grunsemdir um það af hverju Holliday Inn keðjan vill ekki tengja nafn sitt lengur við téða hótelbyggingu. Má vera að það sé miglan í loftinu á baðinu, klósettið með bilaða niðursturtunarmekanismann eða kanski þjónustulundin hjá starfsfólkinu? Ég veit það ekki, maður bara spögulerar.

Á laugardaginn er Verslunarmannaballið haldið í Vestmannaeyjum. Fyrir þá sem ekki vita er verslunarmannaballið líka árshátíð Flugfélags Vestmannaeyja. Ballið gegur í raun og veru út á það að hin og þessi fyrirtæki í Vestmannaeyjum smala starfsfólki sínu í Höllina á tilteknum degi og svo er drukkið og dansað til dýrðar Flugfélagi Vestmannaeyja. Hápunktur kvöldsins er svo þegar Leðurklæddi refsarinn reynir við Önnu Kournikovu í von um að komast frá því lifandi. Á böllum í Vestmannaeyjum má alltaf treista á aktion, hvort sem það eru karatespörk eða önnur ástarmál..... nefnum engin nöfn. Mergur málsins er allavegana sá að ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að mæta á staðinn og gera garðinn frægan. kv.