"Fancy a solitary weekend in Oran" gæti Air Algerie auglýst til að selja pakkaferðir til wonderfull ORAN.
Lífið hérna snýst að mestu leiti um að fljúga og svo þegar maður fær frí þá er því raðað þannig upp að maður fær nokkra daga í röð og getur tekið þá í París. Hótelið er fínt með sundlaug, gym-i og hárnsnyrtistofu, nema bara að nú er Rammadan þannig að allt er lokað næsta hálfa mánuðinn.
Fór í fyrst flugið héðan í dag, blendnar tilfinningar. Hræðsla (hvar er ég, hvert er ég að fara, hvaðan er ég að koma???), skelfing (þeir sjá allir í gegnum mig, þeir vita að ég veit að þeir vita að ég veit ekki neitt), ofsgleði (jíha), sorg (syrgði gáfurnar sem ég taldi mig hafa en flugstjórinn sannaði fyrir mér að ég hefði ekki) og að lokum léttir (þegar ég komst að því að flugstóranum var ekki illa við mig og mér tókst að gera mannsæmandi lendingu).
En allt á þetta eftir að verða betra eftir því sem flugunum fjölgar og ég verð meiri töffari. Fyrir þá sem þekkja Stellu í orlofi þá er ég núna eins og aðstoðarflugmaðurinn sem ég man ekki hvað hét en stefni á að verða sjálfur Anton.
kv.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Been there..........
Kv. Djöfsi !
Skrifa ummæli