þriðjudagur, október 05, 2004

Ykkur þarna úti víti til varnaðar: Ég er mjög pirraður þessa dagana.
Samræður mínar við fólk síðustu vikurnar hafa aðalega verið á eftirfarandi vegu:

Einhver - Nei, bíddu, átt þú ekki að vera úti?????
Ég - Jú reyndar
Einhver - Og hvað, hvernig gengur?
Ég - Það gengur.... hægt og bítandi
Einhver - Já, hvert ertu að fljúga?
Ég - ÉG ER EKKI BYRJAÐUR AÐ FLJÚGAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!
Einhver - Af hverju ekki?
Ég - Hvern"#$%&/ kemur þér það við þarna "#&%#$#&%$ dru"#lan þín!!!?!?!
Einhver - Nú maður bara spyr
Ég - AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAArrrrrrrrrrrgh

Eðlilegt að fólk skilji þetta kanski ekki alveg en svona til að líkja þessu við eitthvað þá er þetta eins og það sé búið að tilkynna mann látinn í blöðunum aftur og aftur og aftur og.........
Svo er maður ekkert latur við að tilkynna það á þessari síðu að "nú sé tíminn kominn... allt farið að ganga..........."

Málið er allavegana það að ég er enþá heima á ísköldu landinu, esjan er orðin grá í toppinn og allir eru í syngjandi sveittum fíling.

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fáum þetta á hreint... Ertu ss. ekki byrjaður að fljúga???

kv, Allsberi gaurinn