mánudagur, febrúar 07, 2005

Stóratburður í langri og glæstri sögu Air Algerie átti sér stað í dag þegar framúrstefnulega frækin áhöfn flugvélarinnar TF-ATY flaug frá Oran til Orly og til baka á áætlun báðar leiðir. Þetta gekk það langt að lending í Oran, framkvæmd af ykkar einlæga, fór fram klukkan 14:00 staðaltíma en áætlaður lendingartími var einmitt 14:00 staðaltíma. Þrátt fyrir þetta afrek var enginn rauður dregill, engar rósir, ekkert kampavín, engar fáklæddar stúlkur dansandi steppdans.... cabin crewið beið meira að segja ekki eftir okkur með rútuna þannig að við þurftum að ganga löngu leiðina úr vélina upp að húsi.

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

VVáááá hvað þú ert klár... heppnir þeir að hafa þig í vinnu ha! Ef ég hefði verið þarna þá hefði ég sko lagt rauðan dregil - afhent þér blómavönd og allt bara ;) hvað á ekkert að láta meira í sér heyra? ertu kominn til UK eða?
Knúses og kveðjur að heiman HD