fimmtudagur, mars 31, 2005

Nú á ég afmæli fjótlega. Eftir að hafa lagst undir feld með höfuðið í bleyti hef ég ákveðið hvað ég vil og ætla að fá í afmælisgjöf.

Um er að ræða hljómdiska með mínum uppáhalds tónlistamanni Ken Dravis . Dravis hefur gefið frá sér nokkra snilldar diska um ævina en tveir þeirra höfða sérstaklega til mín og ég krefst þess að fá þá á afmælisdaginn. Umræddir diskar heita Hooked on flight og Songs of the Sky. Lög eins og Logbook, Flyin' High og Airport Spy höfða sérstaklega vel til mín og lýsa af ótrúlegu innsæi ástum, gleði og sorgum flugmanna. Slíkt innsæi fæst aðeins af því að hafa lifað lífi flugmannsins eða hafa horft á þættina Mile High á Stöð 2.
Ég skora á þau ykkar sem hafa iTunes að fara í Music Store og fletta upp Ken Dravis. Þar er svo hægt að heyra tóndæmi af meistaraverkunum.

kv.

miðvikudagur, mars 30, 2005

Nú er ég kominn með dagsetningar fyrir út og heimkomur fram í júlí. Það er nú ekkert stórmál að giska í eyðurnar í framhaldi af því en hér kemur allavegana það sem ég hef fengið opinbert

Út 4. Apríl
Heim 25. Apríl

Út 16. Maí
Heim 6. Júní

Út 27. Júní
Heim 18. Júlí


Stutt opinber heimsókn til Eyja er nýaflokin. Þar sýndi ég görpunum hvernig á að gera hlutina, tók Hannes í gegn í flugvikjuninni og kyssti Brynnku Bleiku á kinnina og má segja að það hafi verið hápunktur ferðarinnar enda hef ég ekki kysst stúlkukind svo mánuðum skiptir. Svo skulum við bara vona að Valli sér ekkert að skoða þetta enda kemur honum þetta ekkert við!

Ég á bara fyrstu tólf þættina af Lost, svo ég svari spurningunni úr commentinu.

bið að heilsa

þriðjudagur, mars 08, 2005

Jæja dudes og dudettes, hvað er upp?

Nú lítur út fyrir að ég komist heim á fostudag þó það sé ekki staðfest. Planið er eins og fram hefur komið að það koma tveir gaurar hingað í línuþjálfun. Annar þeirra ætti að koma á morgun þannig að ég geti stungið af á fimtudag og tekið föstudagsflugið frá parís heim. Það er reyndar séns fram á fimtudag fyrir hann að koma því þá getur hann tekið við fluginu í parís og ég get farið af þar. Ég er orðinn nokkuð vongóður um þetta en það þýðir þó bara eitt... þetta á aldrei eftir að ganga eftir, ég sé blikur á lofti sem geta skemmt þetta allt saman og seinkað heimför um nokkra daga en það verðu að bíða betri tíma að koma í ljós.
Ég er svo ríkur eftir þessa dvöl hérna í Oran að annð eins hefur ekki sést lengi. Nú er bara spurningin hvað á að gera við fúlguna. Mikið af draumum sem liggja í dvala en munu hugsanlega líta dagsins ljós. Það versta er að allir mínir vinir og vinkonur eru nýbúin að versla sér steipu í stórum stíl og eru þar af leiðandi blankari en ýmsir aðrir eða eru að gera aðra góða hluti.
Ég er núna búinn að hanga í tvo daga hérna að horfa á snilldar sjónvarpsþætti sem ég fékk hjá einum í París og þvo gallabuxurnar í klósettvaskinum. Lost heitir annar þátturinn og hinn er Joey. Hvað varðar gallabuxurnar þá voru þær farnar að kalla á þvott. Ekki það að ég hafi ekki þvegið þær svo lengi heldur það að um daginn fórum við á veitingastað hérna í Ain El Turck. Hinn ágætasti matur, Paella uppá spánksa mátann og steiktur smokkfiskur. Það vildi ekki betur til en að fötin mín lyktuðu eins og steiktur smokkfiskur hefði tekið sér bólfestu í þeim og skipti þá engu máli hversu lengi ég viðraðu þau. Eftir að hafa tekið þær með mér til Gabon í von um að anganin mundi hverfa með tíð og tíma ákvað ég að nú væri komið nóg. Dró fram fljótandi þvottaefnið sem ég verlsaði í París og handþvó buxurnar eins og alvöru karlmaður. Nú eru þær eins og nýjar og öllum frjást að lykta við tækifæri.
Maður verður helvíti þreyttur á þessu hangsi, jafnvel þó maður sé á launum... sérstaklega þegar næstum allir eru farnir héðan og enginn til að hanga með á daginn. Á morgun fæ ég hinsvega tveggja daga skamt af flugi sem verður gott og gaman, sérstaklega ef skipt verður um kaptein í eftir tvo leggi því annars verður deginum eitt með Alfred Neusiedler (Alfred Hitler eins og einn kallaði hann). Planið er að kíkja fyrst til París af gömlum og góðum sið og tékka svo á stemmaranum í Lyon. Langur dagur en alveg þess virði.
Þegar heim kemur, hvenar sem það verður, er planið að taka á honum stóra sínum og skella sér í ræktina af mikilli og miskunarlausri hörku. Það jafnvel vottar fyrir áætlunum um að draga fram skvass spaðann og rifja upp gamla takta.... nú skulu ástarhöldin fara að vara sig!

Það verður gaman að kíkja heim og taka hús á góðu fólki og snæða góðan heimalagaðan mat.

mánudagur, mars 07, 2005

Jæja, eins og oft áður þá er ekkert að frétta en oft er má að skrifa ýmislegt um ekkert. Þetta orðatiltæki mun byrtast í páskaeggjum Mónu 2006!

Nú skylst mér að það sé þáttur á stöð tvö sem fjallar um flugáhöfn hjá bresku sólarlandaflugfélagi sem heitir Fresh. Ég var spurður að því fyrir nokkru hvort lífið í fluginu væri eins og kemur fram í þessum þáttum. Ég gat ekki svarað því þá því ég hafði ekki séð þessa þætti en nú um daginn þegar ég gerði garðinn frægan í UK var ég svo heppinn að sjá einn þátt. Nú get ég sagt, með fullri vissu, að þetta er nákvæmlega eins og þessum þáttum. Sérstaklega hérna í Oran þar sem við erum 12 stykki og þar af einn kvennmaður.

Miklar gleðifréttir streima nú suður á bóginn. Bjarni captain hefur fengið sér nýja vinnu. Það besta er að hann hættir ekkert að vera captain, ef eitthvað er þá verður hann CAPTAINNINN, jafnvel RJÓMAÞEITARINN.
Samúðarkveðjur frá mér til eyja því annað eins flugmannsefni hefur ekki yfirgefið eyjuna síðan í júní síðastlinum og finnast þeir ekkert á hverju strái. Það verða ekki allir flugmenn Eyjaflugmenn.

Nú styttist í heimkomu. Það er ekki vitað nákvæmlega hvenar frekar en fyrridaginn en það er vonandi fyrr en síðar.

Síminn minn er bilaður. Já nýji fíni NOKIA síminn sem Rúna var svo góð að kaupa fyrir mig í Kuala. Skjárinn einfaldlega dó og hefur ekki jafnað sig síðan það gerðist. Ekki senda mér SMS!
Síminn virkar ég bara sé ekki á skjáinn og þ.a.l. get ég hringt í þau þrjú númer sem ég kunni áður en ég fékk mér GSM fyrir margt löngu.

Nú hef ég bætt örfáum myndum í myndaalbúmið.

kv.

fimmtudagur, mars 03, 2005

Nú er ég í aðeins betra skapi, búinn að fá útborgað og svona.... jájá kallið mig bara grunnhygginn en "money makes the world go round!". Annars kom það líka upp að ég er að fara eitt flug til Gabon þannig að á sama tíma á morgun mun ég sitja við sundlaugarbakkann í svitakófi að berjast við að ná mér í brúnku áður en ég kem heim einhverntíman... vonandi.... um miðjan mánuðinn.

kv.

þriðjudagur, mars 01, 2005

Nú er ég alveg yfirgengilega búinn að fá nóg af þessu öllu saman, ekkert frekara comment um það!
Sagan um það hvenar þessi beis mun taka enda hefyr breyst þrisvar í dag. Mitt mottó um kjaftasögur styrkis dag frá degi. Blakaðu eyrunum eins og þú getur en ekki taka mark á neinu. Maður fellur samt öðru hvoru í þá grifju að hafa trú á því að það sem maður sé að heyra sé einhverstaðar nálægt sannleikanum... getur valdið vonbrigðum og pirringi.

Ef það vantar yfselon einhverstaðar í þennan texta þá bæti ég hér með upp fyrir það YYYYYYY

kv.