fimmtudagur, mars 31, 2005

Nú á ég afmæli fjótlega. Eftir að hafa lagst undir feld með höfuðið í bleyti hef ég ákveðið hvað ég vil og ætla að fá í afmælisgjöf.

Um er að ræða hljómdiska með mínum uppáhalds tónlistamanni Ken Dravis . Dravis hefur gefið frá sér nokkra snilldar diska um ævina en tveir þeirra höfða sérstaklega til mín og ég krefst þess að fá þá á afmælisdaginn. Umræddir diskar heita Hooked on flight og Songs of the Sky. Lög eins og Logbook, Flyin' High og Airport Spy höfða sérstaklega vel til mín og lýsa af ótrúlegu innsæi ástum, gleði og sorgum flugmanna. Slíkt innsæi fæst aðeins af því að hafa lifað lífi flugmannsins eða hafa horft á þættina Mile High á Stöð 2.
Ég skora á þau ykkar sem hafa iTunes að fara í Music Store og fletta upp Ken Dravis. Þar er svo hægt að heyra tóndæmi af meistaraverkunum.

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrir utan það að nöfn laganna höfða svona til þín og þíns áhuga, en hefur nafnið nokkuð með áhuga þinn á þessum manni að gera? "Ken" :D
KRULLA