miðvikudagur, mars 30, 2005

Nú er ég kominn með dagsetningar fyrir út og heimkomur fram í júlí. Það er nú ekkert stórmál að giska í eyðurnar í framhaldi af því en hér kemur allavegana það sem ég hef fengið opinbert

Út 4. Apríl
Heim 25. Apríl

Út 16. Maí
Heim 6. Júní

Út 27. Júní
Heim 18. Júlí


Stutt opinber heimsókn til Eyja er nýaflokin. Þar sýndi ég görpunum hvernig á að gera hlutina, tók Hannes í gegn í flugvikjuninni og kyssti Brynnku Bleiku á kinnina og má segja að það hafi verið hápunktur ferðarinnar enda hef ég ekki kysst stúlkukind svo mánuðum skiptir. Svo skulum við bara vona að Valli sér ekkert að skoða þetta enda kemur honum þetta ekkert við!

Ég á bara fyrstu tólf þættina af Lost, svo ég svari spurningunni úr commentinu.

bið að heilsa

Engin ummæli: