Nu er thad buid ad vera i umraedunni lengi ad eftir sumarid verdi madur fluttur yfir a B747 .
Er farinn ad efast um ad thad gerist heldur verdi eg fluttur yfir a skipaflota Avion Group thar sem eg verd gerdur haseti og mun stunda vikulegar siglingar til Rotterdam og Nyfundnalands. Thad mun ekki vera stormal fyrir mig ad skipta yfir thvi vill svo til ad eg er mjog vel mali farinn i sjoara lingoi.
Daemi:
Kastid honum ut fyrir lunningarnar strakar!
Thad gefur a hann i dag strakar, eg a nu ekki von a braelu a morgun.
Bolvadir anskotans raeflarnir!
Thad sem upp a vantar kem eg til med ad laera med lestir Tinna boka og af heimsoknum til Hauks Barkarsonar.
kv
sunnudagur, maí 29, 2005
On time, en ekki hvad!
Sa storfenglegi atburdur atti ser stad i nott ad flug AGN611 fra CDG til LBV var a aetlun. Thetta hefur ekki gerst sidustu sex manudina sem thessi samningur hefur verid i gangi. Og hverju er ad thakka?? Engum odrum en mer!
Gabon er annars vid sama heigardshornid. Her er sol og gott vedur, kjorid til ad horfa a CNN. Haestvirtur flugstjori minn, herra Neausiedler, hagadi ser bara nokkud vel i fluginu og yrti ekki mikid a mig. Vil eg tha helst thakka Dagbladinu Visi fra 12. og 13. mai fyrir frabaera frammistodu i ad halda mer uppteknum i tha sex og halfa tima sem flugid stod og adstoda mig i ad gefa ekki faeri a mer i samraedur.
kv.
Gabon er annars vid sama heigardshornid. Her er sol og gott vedur, kjorid til ad horfa a CNN. Haestvirtur flugstjori minn, herra Neausiedler, hagadi ser bara nokkud vel i fluginu og yrti ekki mikid a mig. Vil eg tha helst thakka Dagbladinu Visi fra 12. og 13. mai fyrir frabaera frammistodu i ad halda mer uppteknum i tha sex og halfa tima sem flugid stod og adstoda mig i ad gefa ekki faeri a mer i samraedur.
kv.
föstudagur, maí 27, 2005
Nú er sumarið komið til París með hvelli. 30°c+ sól og bongó blíða. Það er ekkert annað að gera en að skella sér niðrí bæ í stuttbuxum og ber að ofan, stoppa við hér og þar og fá sér öl og að sjálfsögðu að fara í bestu ísbúðinna í bænum til að fá sér einn kaldan..... ís. Sumir, nefnum engin nöfn, kjósa hinsvegar að fara í mollið að versla og fara svo snemma að sofa.
Skemst frá því að segja að Rúna og Steindór eru búin að vera í heimsókn í París síðustu dagana til að hamast á 747 flughermi Air France. Ég tók Rúnu í stóra Parísarrúntinn sem ég hef verið að þróa síðustu vikur með því að gæda ólíklegasta fólki hér um bæinn, Steini var hinsvega vant við látinn sbr. fyrr málsgrein.
Nú ætla gömlu hjónin að kíka í heimsókn á litla strákinn helgina áður en hann fer heim, stóðust ekki fríu gistinguna og góða veðrið og ákváðu að skella sér með stuttum fyrirvara.
kv.
Skemst frá því að segja að Rúna og Steindór eru búin að vera í heimsókn í París síðustu dagana til að hamast á 747 flughermi Air France. Ég tók Rúnu í stóra Parísarrúntinn sem ég hef verið að þróa síðustu vikur með því að gæda ólíklegasta fólki hér um bæinn, Steini var hinsvega vant við látinn sbr. fyrr málsgrein.
Nú ætla gömlu hjónin að kíka í heimsókn á litla strákinn helgina áður en hann fer heim, stóðust ekki fríu gistinguna og góða veðrið og ákváðu að skella sér með stuttum fyrirvara.
kv.
Góðu fréttirnar eru að frunsan er history að mestu leiti, einungis lítið sár á vör. Slæmu fréttirnar eru þær að ég þarf að fljúga með einum leiðinlegasta manni mannkynssögunnar á morgun. Það verður samt ekkert mál því maður notar bara "wil not speak unless spoken to" tæknina og tekur góða bók með sér.
Bongóblíða í París 30°c+ og sól, maður kvartar ekki, nema kanski yfir því að þetta er svona í heitara lagi.
kv.
Bongóblíða í París 30°c+ og sól, maður kvartar ekki, nema kanski yfir því að þetta er svona í heitara lagi.
kv.
sunnudagur, maí 22, 2005
mánudagur, maí 16, 2005
Hvar er Valli?
Allt síðan ég var ungur drengur og sá bókina um hann Valla í afmælisveislu hef ég leitað. Ég hef leitað um víða veröld en aldrei fundið. Fór ég til Eyja og taldi mig hafa fundið hann en sá klæddist aldrei hvít/rauð röndóttum peysum. Stefnulaust ráfaði ég um hinar ýmsu borgir til þess eins að finna Valla, án árangurs. Þar til einn góðan veðurdag í París að ég geng fram á félaga. Hann er svo ánægður að sjá mig að hann baðar út öllum öngum, svo hamslaus af gleði er hann að hann rotar mig nærri með stafnum sínum. Við eigum saman langt og gott spjall og kveðjumst svo í mesta bróðerni enda finst okkur báðum sem við höfum þekkst allt frá því að ég sá bókina um hann fyrst. Hann bað mig þó áður en leiðir okkar skildu að segja engum, ekki nokkrum manni, frá því hvar hann felur sig því náskildur frændi hans er víst kviðmágur Osama Bin Laden og þar af leiðir að FBI, CIA og Gestapo eru að leita hans í tengslum við áætlaðar hriðjuverkaárásir á Seaworld í Flórida.
Ég held annars áfram að skoða París enda er ég í fjögurra daga fríi.
kv.
Ég held annars áfram að skoða París enda er ég í fjögurra daga fríi.
kv.
miðvikudagur, maí 11, 2005
Leiðrétting
Það skal tekið fram að Maggi átti þátt í að gefa mér sírópið frá Canada og leiðréttis hér með....
kv
kv
sunnudagur, maí 08, 2005
Nú átti ég afmæli í gær, loks orðinn lögráða. Fékk margar góðar gjafir og ber þá helst að nefna Flúðasveppi frá Hjalta, dæld á bílinn minn frá ótilgreindum verkfræðinema, Guyana romm frá Ómari, Kúbuvindil frá Jóa, Síróp frá Bjarna, Amarula líkjör frá Rúnu og heljarinnar grillveislu og salatverktól frá familíunni.
Hélt svo lítið teiti á mínu nýja heimili. Þar tók snillingurinn hann Hjalti sig til og eldaði máltíð úr nokkrum gjafanna. Honum er einungis fyrirgefið vegna þess að rétturinn var sérlega bragðgóður og á sjálfsagt stóran þátt í því að heilsan var nokkuð góð í morgun. Til öryggis hringdi hann svo niðurbrotinn maðurinn í dag og baðst auðmjúklega afsökunar á því að hafa eldað gjafirnar mínar. Á þeim tímapunkti var erfitt að fyrirgefa þar sem ég hafði nýverið eytt lunganum úr morgninum í þrif á eldavélinni þar sem dugði ekkert minna en stálull og ótæpilegt magn af Eðal þvottasápu.
Bærinn var tekinn með trompi og enn á ný staðfestist það að íslenskt kvennfólk er með slæmann smekk því ekki litu þær við einum efnilegasta piparsveini síðari ára.
Nú er farið að styttast ískyggilega í brottför. Fer út á miðvikudag og kíki svo aftur heim mánudaginn 6. júni.
Nýjar myndir ættu að fara líta dagsins ljós á myndasíðunni og þar á meðal verður mynd af hluta afmælisgjafanna...... Takk Hjalti
kv.
Hélt svo lítið teiti á mínu nýja heimili. Þar tók snillingurinn hann Hjalti sig til og eldaði máltíð úr nokkrum gjafanna. Honum er einungis fyrirgefið vegna þess að rétturinn var sérlega bragðgóður og á sjálfsagt stóran þátt í því að heilsan var nokkuð góð í morgun. Til öryggis hringdi hann svo niðurbrotinn maðurinn í dag og baðst auðmjúklega afsökunar á því að hafa eldað gjafirnar mínar. Á þeim tímapunkti var erfitt að fyrirgefa þar sem ég hafði nýverið eytt lunganum úr morgninum í þrif á eldavélinni þar sem dugði ekkert minna en stálull og ótæpilegt magn af Eðal þvottasápu.
Bærinn var tekinn með trompi og enn á ný staðfestist það að íslenskt kvennfólk er með slæmann smekk því ekki litu þær við einum efnilegasta piparsveini síðari ára.
Nú er farið að styttast ískyggilega í brottför. Fer út á miðvikudag og kíki svo aftur heim mánudaginn 6. júni.
Nýjar myndir ættu að fara líta dagsins ljós á myndasíðunni og þar á meðal verður mynd af hluta afmælisgjafanna...... Takk Hjalti
kv.
sunnudagur, maí 01, 2005
Þá er strákurinn kominn heim úr heljar ævintýri í svörtustu afríku. Congobúar eru hinir hressustu, elda fínasta shavarma og þá sérstaklega komi þér frá Líbanon.
Það er stutt stoppið núna. Ekki vegna þess að ég sé að selja daga heldur þvert á móti vegna þess að ég er að losa mig við daga sem ég skulda sem og að færa til daga sem ég ætla að taka í sumar.
Nú má skeiðklukkan fara í gang því nýr sími var verslaður í fríhöfninni í gær og af fyrri reynslu má ætla að það sé bara tímaspursmál hvenar ég tapa honum á einn eða annan hátt.
Svo var playstation 2 tölva versluð í París undir því yfirskyni að nota hana sem DVD spilara, virkar fínt sem slík.
kv.
Það er stutt stoppið núna. Ekki vegna þess að ég sé að selja daga heldur þvert á móti vegna þess að ég er að losa mig við daga sem ég skulda sem og að færa til daga sem ég ætla að taka í sumar.
Nú má skeiðklukkan fara í gang því nýr sími var verslaður í fríhöfninni í gær og af fyrri reynslu má ætla að það sé bara tímaspursmál hvenar ég tapa honum á einn eða annan hátt.
Svo var playstation 2 tölva versluð í París undir því yfirskyni að nota hana sem DVD spilara, virkar fínt sem slík.
kv.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)