sunnudagur, maí 08, 2005

Nú átti ég afmæli í gær, loks orðinn lögráða. Fékk margar góðar gjafir og ber þá helst að nefna Flúðasveppi frá Hjalta, dæld á bílinn minn frá ótilgreindum verkfræðinema, Guyana romm frá Ómari, Kúbuvindil frá Jóa, Síróp frá Bjarna, Amarula líkjör frá Rúnu og heljarinnar grillveislu og salatverktól frá familíunni.
Hélt svo lítið teiti á mínu nýja heimili. Þar tók snillingurinn hann Hjalti sig til og eldaði máltíð úr nokkrum gjafanna. Honum er einungis fyrirgefið vegna þess að rétturinn var sérlega bragðgóður og á sjálfsagt stóran þátt í því að heilsan var nokkuð góð í morgun. Til öryggis hringdi hann svo niðurbrotinn maðurinn í dag og baðst auðmjúklega afsökunar á því að hafa eldað gjafirnar mínar. Á þeim tímapunkti var erfitt að fyrirgefa þar sem ég hafði nýverið eytt lunganum úr morgninum í þrif á eldavélinni þar sem dugði ekkert minna en stálull og ótæpilegt magn af Eðal þvottasápu.
Bærinn var tekinn með trompi og enn á ný staðfestist það að íslenskt kvennfólk er með slæmann smekk því ekki litu þær við einum efnilegasta piparsveini síðari ára.

Nú er farið að styttast ískyggilega í brottför. Fer út á miðvikudag og kíki svo aftur heim mánudaginn 6. júni.

Nýjar myndir ættu að fara líta dagsins ljós á myndasíðunni og þar á meðal verður mynd af hluta afmælisgjafanna...... Takk Hjalti

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Any time...