mánudagur, maí 16, 2005

Hvar er Valli?

Allt síðan ég var ungur drengur og sá bókina um hann Valla í afmælisveislu hef ég leitað. Ég hef leitað um víða veröld en aldrei fundið. Fór ég til Eyja og taldi mig hafa fundið hann en sá klæddist aldrei hvít/rauð röndóttum peysum. Stefnulaust ráfaði ég um hinar ýmsu borgir til þess eins að finna Valla, án árangurs. Þar til einn góðan veðurdag í París að ég geng fram á félaga. Hann er svo ánægður að sjá mig að hann baðar út öllum öngum, svo hamslaus af gleði er hann að hann rotar mig nærri með stafnum sínum. Við eigum saman langt og gott spjall og kveðjumst svo í mesta bróðerni enda finst okkur báðum sem við höfum þekkst allt frá því að ég sá bókina um hann fyrst. Hann bað mig þó áður en leiðir okkar skildu að segja engum, ekki nokkrum manni, frá því hvar hann felur sig því náskildur frændi hans er víst kviðmágur Osama Bin Laden og þar af leiðir að FBI, CIA og Gestapo eru að leita hans í tengslum við áætlaðar hriðjuverkaárásir á Seaworld í Flórida.

Ég held annars áfram að skoða París enda er ég í fjögurra daga fríi.

kv.

Engin ummæli: