mánudagur, júní 27, 2005

Kominn til UK, mynni a uk GSM sem stendur efst vinstramegin

Tenerife a morgun

kv

sunnudagur, júní 26, 2005

Nú skellti ég mér norður á krókinn á föstudag. Tilefnið var að Rúna var að halda innflugtningsgrill í skemmuna sína og vildi svo til að það var sveitaball um kvöldið. Mér fanst vera kominn tími til að fara á sveitaball því það hafði ég aldrei áður gert. Hljómsveit kvöldsins voru Stuðmenn sem bregðast sjaldan ef maður er í rétta gírnum með réttu fólki. Dansinn dunaði langt fram eftir nóttu og jafnaðist á við nokkuð góða eróbik æfingu. Tvisvar um kvöldið tóku Stuðmennirnir lag sem stuðmannadansinn var dansaður við í Með Allt Á Hreinu og að sjálfsögðu sá ég mig knúinn til að stíga þann dans. Mér var hinsvegar sagt að ég hafi verið sá eini sem hafi stigið þennan dans og að það hafi vakið óskipta athygli meðal annara dansgesta sem voru farnir að spurja Rúnu hver þessi maður væri.
Þykir mér það miður að þessi dans sé að falla í gleymsku því þó hann beri hvorki vott um þokka eða fegurð þá er hann óhemju skemtilegur og tekur vel á.

Nú eru hjónakornin flogin af landi brott til að nema lönd á meginlandinu og koma sjálfsagt ekki heim aftur öðruvísi en í heimsókn í laaaaaaaangan tíma. Þau verða hinsvegar þeirrar ánægju aðnjótandi að hitta mig í lok júlí þegar þau taka á móti mér á Kastrup með öl og smörrebröd.

Ég er annars sjálfur floginn burt í fyrramálið og í þetta skiptið til Manchester. Þar verð ég bara í sextán daga því ég var búinn að vinna af mér nokkra daga til að komast í ættarmótið á vestfjörðum um miðjan Júlí.

kv.

fimmtudagur, júní 23, 2005

Það þarf að sjálfsögðu ekki að segja frá því að ég náði bóklega mótorhjólaprófinu með miklum stæl í gærmorgun án þess að hafa lært svo mikið enda fæddur með sérlega góðar og yfirgripsmiklar gáfur. Nú er bara að taka verklegu tímana en ég næ að öllum líkindum ekki að gera það fyrr en ég kem heim næst 13.07.05.

kv.

miðvikudagur, júní 22, 2005


Teki� �r v�l Air Atlanta Posted by Hello

þriðjudagur, júní 21, 2005

Þegar maður hefur ekkert mikið annað að segja er oft bara ágætt að splæsa inn nokkrum bröndurum.
Fyrst kemur vísa sem lýsir vel raunum okkar aðstoðarflugmannana.

The Copilot
I am the copilot. I sit on the right.
It's up to me to be quick and bright;
I never talk back for I have regrets,
But I have to remember what the Captain forgets.

I make out the Flight Plan and study the weather,
Pull up the gear, stand by to feather;
Make out the mail forms and do the reporting,
And fly the old crate while the Captain is courting.

I take the readings, adjust the power,
Put on the heaters when we're in a shower;
Tell him where we are on the darkest night,
And do all the bookwork without any light.

I call for my Captain and buy him cokes;
I always laugh at his corny jokes,
And once in awhile when his landings are rusty
I always come through with, "By gosh it's gusty!"

All in all I'm a general stooge,
As I sit on the right of the man I call "Scrooge";
I guess you think that is past understanding,
But maybe some day he will give me a landing.
— Keith Murray


Flaug heim frá LHR í dag, las þetta í local blöðunum þar:
At Heathrow Airport today, an individual, later discovered to be a public school teacher, was arrested trying to board a flight while in possession of a compass, a protractor, and a graphical calculator.
Authorities believe he is a member of the notorious Al-Gebra movement.
He is being charged with carrying weapons of math instruction.



Og svo vegna þess að uppáhalds flugstjóri minn Herra Neaushitler er nú þýskumælandi og leigusali minn er af þýsku bergi brotinn þá finst mér viðeigandi að maður læri nokkur vel valin þýsk flug-orð

German Aviation Terms
AIRCRAFT---Der Fliegenwagen
JET TRANSPORT---Der Muchen Overgrossen Biggenmother Das Ist FliegenHighenfaster Mit All Der Mach Und Flightenlevels. (Built by Boeing)
PROPELLER---Der Airfloggen Pushenthruster
ENGINE---Der Noisenmaken Pistonpusher Das Turnens Der AirfloggenfanPushenthruster
JET ENGINE---Der Schreemen Skullschplitten Firespitten SmokenmakenAirpushenbacken Thrustermaker Mit Compressorsqueezen Und TurbinespinnenBladenrotors. (Made by Pratt & Whitney)
CONTROL COLUMN---Der Pushenpullen Bankenyanken Schtick
RUDDER PEDALS---Der Tailschwingen Yawmaken Werks
PILOT---Der Pushenpullen Bankenyanken Tailschwingen Werker
PASSENGER---Der Dumbkopf Das Est Strappened En Der Baacken Mit Der OtherDumbkopfs Das Est Expecten To Leave Undgo On Scheduledtimen Und Arriven mitDer Luggagebags Somplaceneisen
STUDENT PILOT---Der Dumbkopf Das Learnen Fliegen Un Hopen To Jobenfinden MitDer Airlinens
FLIGHT INSTRUCTOR---Der Timenbuilder Mit Less Den 1000 HrsMultienginefliegen. Teachen Dumbkopfs To Fliegen Vile Waitenwatchen Fer DerLetter Mit Der Joboffering Frum United
AIRLINE TRANSPORT PILOT---Das Grosse Overpaiden Und Under WerkenWhinencomplainer Biggen Schmuck Dat Fliegen Mit Das Big Airlinen
PARACHUTE---Der Stringencotten Das Est Usen To Floaten Der TailschwingenPushenpullen Bankenyanken Werker Down To Earthen Ven Der Fliegenwagen EstKaputen
FAA---Der Friggenfliegen Dumbkopf Schmucks Das Maken Alder Rulens UndRegulations
Helicopter --- Der Flingen Wingen Maschinen mit der Floppen Bladens dot istFliegen by der Dumbkopfs vas iss too Stupiden for Knowen dees Maschinens eesnot Safen ver Fliegen.

Annars er bara allt gott að frétta. 757 hermirinn gekk bara eins og best verður á kosið þannig að allir eru sáttir. Næsta útferð er mánudaginn næstkomandi, verð þá úti í einungis 16 daga.

kv.

laugardagur, júní 18, 2005

Myndir frá Skotlandi komnar inn á Slepjuna

kv.

fimmtudagur, júní 16, 2005

Lítið varð af ferð minni til UK 15.-18. til að læra á 757 því ég valdi að fara frekar til Skotlands að sækja Islander, nýja flugvél Flugfélags Vestmannaeyja, með Heimi yfirflugstjóra flugfélagsins.
Það gekk allt í sögu eftir að við komumst loks af stað frá Cumbernauld flugvellinum sem er mitt á milli Glasgow og Edinborgar. Leiðin sem var flogin var um Stornoway, Færeyjar og svo beint á Eyjar þar sem múgur og margmenni tók á móti okkur.
Í staðin fer ég svo til Uk í 757 kassann á laugardaginn 18. júní og kem heim þriðjudaginn þar eftir. Fer svo aftur út mánudaginn 27. júní og kem að lokum aftur heim 14. júlí. Nóg að gera og bara gaman að því.

kv.

föstudagur, júní 10, 2005

Jammogjæja
Nú er öllum ljóst að ég er heima, fer ekki framhjá neinum enda þekktur fyrir að láta mikið fyrir mér fara.
Eins og venjulega er tekið hús á helstu hetjum samtímans og á góðum degi heimsækja hetjurnar mig.
Renndi á Bling Bílnum mínum uppí Skorradal þar sem Baggabotn liggur. Þar býr Jói Pálma. Grillað, drukkinn bjór, drukkið rauðvín, stungið á kýlum og sagðir brandarar. Er ekki frá því að það sé að verða kominn tími á eina góða útilegu innan um hina íslensku sauðkind í iðgrænni íslenskri náttúrunni.
Fer örstutt út 15.-18. júní til að læra á 757.

kv.

þriðjudagur, júní 07, 2005

Nú er drengurinn enn og aftur kominn heim í sunnan súldina, sem er satt best að segja bara nokkuð hressandi. Eftir að hafa verið tekinn í gíslingu í Gabon af VP Operations hjá Air Gabon prísar maður sig sælann að vera orðinn laus af meginlandi Afríku.... í bili. Gabon samningurinn er HALLAS eins og maður segir á góðri arabísku og flestir bara nokkuð sáttir við það.
Sumarið verður tekið í Manchester við það að fljúga með sólþyrsta, bjórþambandi Breta til allra helstu sólaráfangastaða Evrópu og Afríku á smáþotunni 757-200. Til þess að ég teljist hæfur að fljúga þeirri skepnu skilst mér að ég þurfi að fara út í miðju fríi í nokkra daga til að grípa í fákinn og taka próf. Hvenar það verður nákvæmlega á eftir að koma betur í ljós.

kv.

föstudagur, júní 03, 2005

Utlaginn snyr aftur...... Gott heiti a mynd og jafnvel meira en thad.
Nu litur loksins ut fyrir ad eg fari ad komast aftur til Parisar hedan fra Gabon eftir langa dvol sem hefur borid litid annad af ser en full mikid af solbadi og of haan hotelreikning.
Foreldrarnir eru komin til Paris og a timabili leit ut fyrir ad thau mundu fara thadan aftur an thess svo mikid sem ad hitta mig............. sem hefdi verid skelfilegt svo ekki se meira sagt.

Motorhjolanamskeidid bidur handan vid hornid og er ekki viss um hvor er spenntari fyrir thessu, eg eda riddari gotunnar, sjalfur Larus Motorhead Halldorsson.

Rennur af stað ungi riddarinn,
rykið það þyrlast um slóð.
Hondan hans nýja er fákurinn,
hjálmurinn glitrar sem glóð.

Tryllir og tætir upp malbikið,
titrar og skelfur allt hér.
Reykmettað loftið þá vitið þið
er riddari götunnar fer.

(viðlag)
Ég hef alltaf verið
veik fyrir svona strák,
sem geysist um á mótorfák,
og hræðist ekki neitt.

Aftan á hjóli hans situr snót,
sú sem hann elskar í dag.
Sýna þau hvort öðru blíðuhót
og svíf'inní kvöldsólarlag.

viðlag

kv