sunnudagur, júní 26, 2005

Nú skellti ég mér norður á krókinn á föstudag. Tilefnið var að Rúna var að halda innflugtningsgrill í skemmuna sína og vildi svo til að það var sveitaball um kvöldið. Mér fanst vera kominn tími til að fara á sveitaball því það hafði ég aldrei áður gert. Hljómsveit kvöldsins voru Stuðmenn sem bregðast sjaldan ef maður er í rétta gírnum með réttu fólki. Dansinn dunaði langt fram eftir nóttu og jafnaðist á við nokkuð góða eróbik æfingu. Tvisvar um kvöldið tóku Stuðmennirnir lag sem stuðmannadansinn var dansaður við í Með Allt Á Hreinu og að sjálfsögðu sá ég mig knúinn til að stíga þann dans. Mér var hinsvegar sagt að ég hafi verið sá eini sem hafi stigið þennan dans og að það hafi vakið óskipta athygli meðal annara dansgesta sem voru farnir að spurja Rúnu hver þessi maður væri.
Þykir mér það miður að þessi dans sé að falla í gleymsku því þó hann beri hvorki vott um þokka eða fegurð þá er hann óhemju skemtilegur og tekur vel á.

Nú eru hjónakornin flogin af landi brott til að nema lönd á meginlandinu og koma sjálfsagt ekki heim aftur öðruvísi en í heimsókn í laaaaaaaangan tíma. Þau verða hinsvegar þeirrar ánægju aðnjótandi að hitta mig í lok júlí þegar þau taka á móti mér á Kastrup með öl og smörrebröd.

Ég er annars sjálfur floginn burt í fyrramálið og í þetta skiptið til Manchester. Þar verð ég bara í sextán daga því ég var búinn að vinna af mér nokkra daga til að komast í ættarmótið á vestfjörðum um miðjan Júlí.

kv.

Engin ummæli: