Lítið varð af ferð minni til UK 15.-18. til að læra á 757 því ég valdi að fara frekar til Skotlands að sækja Islander, nýja flugvél Flugfélags Vestmannaeyja, með Heimi yfirflugstjóra flugfélagsins.
Það gekk allt í sögu eftir að við komumst loks af stað frá Cumbernauld flugvellinum sem er mitt á milli Glasgow og Edinborgar. Leiðin sem var flogin var um Stornoway, Færeyjar og svo beint á Eyjar þar sem múgur og margmenni tók á móti okkur.
Í staðin fer ég svo til Uk í 757 kassann á laugardaginn 18. júní og kem heim þriðjudaginn þar eftir. Fer svo aftur út mánudaginn 27. júní og kem að lokum aftur heim 14. júlí. Nóg að gera og bara gaman að því.
kv.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hvahhh bara heima? hvurslags - ekkert hægt að stóla á þig ha!
CRUSTY
Ég var með hausverk á 17 júní, en þú?
Skrifa ummæli