þriðjudagur, maí 30, 2006

Nú missti ég af afmæli aldarinnar síðastliðinn laugardag. Þegar teitið stóð sem hæst var ég að ranka við mér til að kíkja í herminn. Það er svosum úta af fyrir sig ekkert leiðinlegt að skreppa í simmann en klukkan fjögur að nóttu kallast á mínu heimili frekar ókristilegur tími.

Nú var ég að skoða myndir af myndasíðu annars afmælisbarnsins og uppúr stendur spurningin: Hvað er Bjarni að horfa á??????

Annars er ég kominn til Manchester þar sem ég mun sitja í viðbragðstöðu næstu dagana, eða allt þar til ég flýg flugvél 5. júní næstkomandi og lýk þar löngu frústrerandi launþegatímabilinu.

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hver á ammli???

Krullan