Var ég úti að hjóla nú fyrir tveim kvöldum síðan. Hjóla framhjá tveim skutlum á línuskautum og hugsa að það borgi sig nú að vera svalur for the ladies. Sit því í svona afslappaðri stellingu á hnakknum með aðra hendi á stýri. Hygg ég nú að ráðlegt sé að bremsa léttilega til að fari ég ekki allt of langt frá dömunum sem ég er að heilla upp úr skónum. Vill ekki betur til en svo að ég ríf svo svaðalega í frambremsuna að hjólið staðnæmist en ég held áfram. Malbikið tekur á móti mér opnum örmum. Þar sem ég ligg í öngum mínum í götunni rúlla beiburnar framhjá. "er í lagi með þig? þetta var nokkuð tilkomumikið hjá þér". Það eina sem ég hef af að segja er "Já, takk!"
Annars er ég bara nokkuð kátur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Já, þetta er nú ekki beint svona Alabamastæll á þessu hjá þér, spurning hvort að gómurinn hafi eitthvað lagast hjá þér við fallið.
Kv. "the redneck"
Það þýðir ekkert að hjóla og pósa á sama tíma félagi, þú verur að stoppa fyrst!!! Kv. Champinn
Ha ha ha ha ha.....jesús guð Birkir! Alveg rólegur á því...
Kv.Ragga
Skrifa ummæli