sunnudagur, júní 25, 2006

Grillóður fjandi er ég orðinn. Endurheimti grillið mitt, eða eitt álíka öllu heldur fyrir um fjórum dögum síðan. Hef svona meira og minna grillað síðan þá.
Verkefni dagsins er að smella Hrefnu á grillið. Er ég kominn með kærustu sem heitir Hrefna og orðinn strax svo þreyttur á henni að ég hef hugsað mér hana til grills og átu??? Nei. Við miðbæjar plebbarnir, ég og Bjarni, skelltum okkur í Kolaportið á sunnudagsrúntinum í dag. Þar var Hrefnukjöt boðið falt og þótti okkur kjörið að prófa það á grillið í kvöld. Nú hef ég hugsað það vel og lengi hvernig sé best að gera þetta. Ný fenginn áhugi minn á Teriyaki sósu hefur drifið mig í átt að þeirri hugmynd að prófa að marinera hana Hrefnu í svoleiðis.

Ikea ferð leyddi af sér lampa, myndar og mottukaup á dögunum. Gunni litli kíki í heimsókn, tók út lampann og komst að þeirri niðurstöðu að lampinn væri eins og kvennmaður í laginu. Ég valdi þennan lampa sérstaklega framyfir annan sem var alveg beinn.... hvort þetta sé dómur um fjörugt ímyndunarafl Gunna eða lúmska hugsun undirmeðvitundar minnar veit ég ekki, mér finnst lampinn allavegana sóma sér vel í stofunni.

kv

fimmtudagur, júní 22, 2006

Ég lýsi megnri óánægju með þann sem kommentaði nafnlaust á minn síðasta póst. Það er ekkert sorglegt við mig, það er langt síðan ég grét síðast og ég mun ekki einusinni viðurkenna að það hafi átt sér stað!

Annars stökk ég upp á Esjuna í morgun á personal best tíma. Má vera að það hafi haft einhver áhrif að þetta var fyrsta skiptið sem ég fór upp en algjör óþarfi að ræða það eitthvað frekar. Nú skora ég á hvern sem þorir að koma með mér, planið er að rölta þarna upp nokkrum sinnum í sumar.

kv

sunnudagur, júní 18, 2006

Piparsveinn

Maður sem hallast að veikara kyninu, þó ekki svo að hann missi jafnvægið.

kveðja

miðvikudagur, júní 14, 2006

Það held ég.... nú er ég kominn heim og þetta tekur á móti manni!!! Súldin. Ég lýsi frati í íslenskt veðurfar. Annars má ég ekkert vera að þessu, er á leiðinni í kaffi

kv.

mánudagur, júní 12, 2006


Að pakka er eins og að læra fyrir próf, maður fer að gera ótrúlegustu hluti sem maður mundi að öllu jöfnu ekki gera. Ég er tildæmis að hreynsa til í Inböxinu hjá mér núna, þar rakst ég á þetta:
Nú er það helst í fréttum að ég er að koma heim. Ég reikna fastlega með því að þetta verði allt eins og síðasta sumar þegar föðurlandið tók ætíð á móti mér með þriggja vikna blíðu á meðan ég var heima og grét svo fjarveru mína þegar ég fór af landi brott. Það má því búast við um 20°c og sól fram í byrjun júlí.

Meira var það ekki í bili.

kv.

föstudagur, júní 09, 2006

Nú var ég rétt í þessu að ljúka við að horfa á myndina Crash sem kom út í fyrra. Ég vil mæla með henni við alla þá fjölmörgu sem lesa þennan blogg. Þetta er mynd sem hreyfir við manni.

kv.















Loksins tókst þetta. Þarna er kagginn. Ef vel er að gáð á annari myndinni má sjá að kerran er með topplúgu. Það sem sést hinsvegar ekki á myndinni er að hann er með rafmagn í rúðum og vöðvastýri. Toppbíll

kv

fimmtudagur, júní 08, 2006

Ég ætlaði að setja inn myndir af nýja bílnum, það er hinsvegar ekki að takast í þetta skiptið. Haldið ykkur fast og gefið mér nokkra daga í viðbót, þetta kemur allt á endanum
Annars er ég farinn að fljúga, mjög kátur með það

kv

þriðjudagur, júní 06, 2006

Reiður héri réðist á sleðahunda

Stór og óvenju kokhraustur héri virðist hafa misst stjórn á skapi sínu þegar nokkrir hundasleðar fóru inn á yfirráðasvæði hans í Norður-Noregi um helgina, og lagði til atlögu við sleðahundana.

Wenche Offerdal, sem stýrði fremsta hundasleðanum, tjáir norska blaðinu Nordlys að hún hafi aldrei á ævi sinni séð nokkuð þessu líkt.

„Hérinn sat um tíu metra frá slóðinni og ég var viss um að hann myndi forða sér og að hundarnir kynnu að elta hann,“ segir hún. En hérinn hélt nú ekki.

Hann tók sprettinn að sleðanum, sem stöðvaðist, og stökk síðan beint inn í miðjan sleðahundahópinn. Þá snéri forustuhundurinn sér við og hérinn var umkringdur hundum.

Enn seig á ógæfuhliðina fyrir héranum þegar næsta hundasleða bar að, og skyndilega stóð hérinn andspænis þrettán sleðahundum.

„Þetta var fáránlegt,“ segir Offerdal. „Hundarnir voru steini lostnir. Hérinn starði á þá, og þeir störðu á móti. Allir voru grafkyrrir.“

Þá var sem hérinn fengi einhverja bakþanka og stökk út úr hópnum. Um leið danglaði hann í nefið á nokkrum hundum með loppunum.

„Þetta var svakalegt stökk. Hérinn lenti fyrir utan hundahópinn og hvarf í ofboði inn í skóginn,“ segir Offerdal.

föstudagur, júní 02, 2006

Nú hefur peyjinn tekið gleði sína á ný. Eins og fáir útvaldir vita þá varð ég meira en lítið pirraður, svo ekki sé meira sagt, í gærkvöld þegar mér bárust breytingar á vinnuskrá sem voru mér ekki að skapi. Ég gerði það sem ég geri best, hringdi og vældi. Nú rétt í þessu kíkti ég svo á skránna mína og hún er svona líka búin að lagast. The moral of the story is, alltaf að væla og röfla þar til maður fær sínu framgengt!

Í öðru lagi þá var verslaður bíll í gær. Við Guðrún fórum í víking norðurfyrir Manchester þar sem okkur hafði borist til eyrna að gæðabílar fengjust. Þar fundum við gripinn. Stoltið okkar. Demantinn okkar. Sjáaldur augna okkar.
Tveggja dyra, ítalskan, sportbíl með sóllúgu, rafmagnsrúðum og samlæsingu! Við tókum þá ákvörðun í gær að aka bílnum þar til í dag án þess að greiða gatnamálagjöld þrátt fyrir að "vita" að það væri "hugsanlega" "mögulega" "ólölegt". Afsökunina höfðum við á reiðum höndum: "jú sko, við vorum bara að kaupa bílinn og við erum sko ekki héðan og við sko erum vilt og við erum á leiðinni upp á hótel og ætluðum að borga þetta á morgun því það var sko búið að loka þegar við keyptum bílinn" og svo breitt sakleysislegt bros.
Í dag fórum við svo í Akstursmálaráðuneiti Stórabretlands þar sem gatnamálagjöld skyldu greidd. Það var lífsreynsla útaf fyrir sig. Þegar á staðinn var komið var röð út úr dyrunum. Númer fengum við........... 707! Kíktum á skjáinn..... 593!!!! JáTAKK!!! Jæja, ekkert annað að gera en að bíða.
Uppá vegg voru upplýsingaskjáir með öllu sem maður þurfti að vita um bifreiða skráningu og þessháttar.
Dæmi: Is your car, or has your car been off road or is it forseen that your car might be off road in the forseeable future? Then you have to fill out the I32 form covering VORJR(Vehicle off road justification registration).
Annað dæmi hreyfði aðeins við okkur: Have you not payed the road tax? You car will be clamped or towed and CRUSHED! To have your car unclamped you need to fill out the C775 form. Have a nice day, cheers!
Það fór kaldur hrollur um mig, ekki seinna vænna að ganga frá skattinum.
Númerin voru svo næsti kapituli. 593 þegar við komum og við vorum með 707. Næst á eftir 593 kom 648!! svo skaust 714 upp og þar næst 596. Svona gekk þetta næsta klukkutímann. Númerin komu í að er virtist algjörlega óreglulegri röð. Þetta var eins og að vera í bingói (ég þekki það, hef farið í svoleiðis) nema manni vantaði spjöldin til að merkja á. Að lokum kom að okkur og taxurinn var afgreiddur á fimm mínútum, ekkert svosum meira um það að segja.

Nú vorum við stödd hjá Old Trafford. Það var því kjörið að renna inn í bæ og skella sér í klippingu. Þar sem ég sat í klippingu varð uppi fótur og fit á hárgreiðslustofunni. Hárgreiðslustúlkurnar runnu til á sleypu gólfinu og lá við yfirliði. Kassadaman hljóp út í ofboði og hvarf fyrir horn. "Hvað er í gangi???" spyr ég. "David Beckham er í Starbucks hérna handan við hornið" sagði klippidaman mér þegar hún náði loks andanum. Stuttu síðar kom kassadaman inn aftur, rauð í framan með tárin í augunum. Af öllu að dæma reyndist hún svo lánsöm að hafa séð tussutryllinn (þetta orð er stolið úr orðaforða ónefnds vinnufélaga). "Ohhhhhhhhhhh he's so gorgeous!!!!" Fimm mínútum síðar þegar þær höfðu sammælst um það hversu "gorgeous" maðurinn er gafst tími í að ljúka klippingu. Svo virðist sem klippingin hafi tekist nokkuð vel í þetta skiptið.

kveðja