Grillóður fjandi er ég orðinn. Endurheimti grillið mitt, eða eitt álíka öllu heldur fyrir um fjórum dögum síðan. Hef svona meira og minna grillað síðan þá.
Verkefni dagsins er að smella Hrefnu á grillið. Er ég kominn með kærustu sem heitir Hrefna og orðinn strax svo þreyttur á henni að ég hef hugsað mér hana til grills og átu??? Nei. Við miðbæjar plebbarnir, ég og Bjarni, skelltum okkur í Kolaportið á sunnudagsrúntinum í dag. Þar var Hrefnukjöt boðið falt og þótti okkur kjörið að prófa það á grillið í kvöld. Nú hef ég hugsað það vel og lengi hvernig sé best að gera þetta. Ný fenginn áhugi minn á Teriyaki sósu hefur drifið mig í átt að þeirri hugmynd að prófa að marinera hana Hrefnu í svoleiðis.
Ikea ferð leyddi af sér lampa, myndar og mottukaup á dögunum. Gunni litli kíki í heimsókn, tók út lampann og komst að þeirri niðurstöðu að lampinn væri eins og kvennmaður í laginu. Ég valdi þennan lampa sérstaklega framyfir annan sem var alveg beinn.... hvort þetta sé dómur um fjörugt ímyndunarafl Gunna eða lúmska hugsun undirmeðvitundar minnar veit ég ekki, mér finnst lampinn allavegana sóma sér vel í stofunni.
kv
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli