laugardagur, október 07, 2006

Jájá, þarna var ég........

En hvað um það. Nú er það helst að frétta að Regga frænka er komin með nýja bloggsíðu, ekki seinna vænna enda komið rúmt ár síðan hún skipti síðast. Maður var farinn að sjá það á henni að þetta var farið að plaga hana. Óviðráðanlegur skjálfti, rauð þrútin augun, útbrot í andliti o.fl. Svona fyrst ég er að tala um Röggu þá er vert að taka það fram að hún er á lausu!

Ritgerðarvinnan gengur svona og svona. Ég fékk ritræpu um daginn og ruddi ritgerðinni upp í tæp 1900 orð. Hún á hinsvegar einungis að vera 1500 þannig að ég þarf eitthvað að laga þetta til. Á auðvelt að skrifa um suma þætti verkefnisins en kem varla orði út um annað. Sérdeilis pirrandi.

Nú lítur út fyrir að ég komist heim mánudaginn eftir rétt rúma vikur, ef allt verður á tíma hjá mér fyrr um daginn. Veðbankar eru bjartsýnir á vasklega framgöngu og on-time performance og segja 1/500.000 að það verði töf. Nokkuð gott það.

Meira var það ekki í bili,

kv

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já fyrst að Ragga er á lausu og það er eiginlega ekki við hæfi að koma ykkur saman, þá er Gunni náttúrulega á lausu..........

Jeff who?

Nafnlaus sagði...

Þessi bloggsíða þín er farin að verða eins og einkamál.is.....allavega auglýsiru mig reglulega! Þú mátt ekki gleyma því að þú ert líka á lausu Birkir minn! Á ekkert að fara að næla sér í eitt stykki flugfreyju?
Kv.Ragga-þessi á lausu!!