þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Rigningadagur í Buenos í dag. Það er svosum allt í lagi því það gefur manni tækifæri til að safna saman hugsunum sínum og plana síðustu eina og hálfa vikuna hér. Nú þegar búnir að gera fullt en enþá hellingur í boði.
Ég er ekki enþá búinn að finna mér konu hérna þrátt fyrir að verða ástfanginn á hverjum degi, mörgum sinnum á dag en setningin sem verður notuð við rétta tækifærið er komin á hreynt.
Eres tan guapa con florisilla de primavera, eða eitthvað í þá áttina. Þú ert fögur eins og vorblóm þýðir þetta. Ég fann þetta í spænskri frasabók, undir kaflanum clubbing, beint á undan "ertu með smokka" frasanum.

kv.

mánudagur, febrúar 26, 2007

Smávægilegar breytingar á bloggsíðunni orsökuðu að ég tapaði öllum linkum inn á bloggsíður þeirra sem eru svo lánsamir/ar að vera þess heiðurs aðnjótandi fá tilvísun af síðunni minni.

Er búinn að endurheimta stóran hluta þessara tengla, meilið á mig ef ykkur finst vanta link á síðuna.

Kv.

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Nú erum við félagarnir komnir aftur í heimahagana í Buenos Aires. Eftir aðeins tæpa viku á hóteli í Ríó er okkur það deginum ljósara hvílíkur líxus það er að vera með íbúð hérna.

Einn stærsti misskilningur mannkynssögunnar þökk sé Portúgölum, hvernig kom það til?
Portúgalski landkönnuðurinn Gaspar De Lemos kom siglandi ásamt hiski sínu á bátum suður eftir ströndu Brasilíu 20. janúar 1502. Komu þeir að gríðar fallegum stað með afar sérkennilegu landslagi og svona temmilega stórum flóa sem teigði sig lang inn í land. Flóinn afmarkast í norðri af hvítum ströndum en í suðri af stórum kletti.
Gaspar sagði við kumpána sína er hann benti á klettinn stóra "Klett þennan nefni ég sykurhleyfinn, því mér þykir hann sætur" því næst tók hann á sjónauka sínum, snéri sér til suðurs og sagði "Strendur þær er liggja suður af Sykurhleifnum gef ég nafnið Copacabana og Ipanema því auðvelt er að semja lög í stuðlum við þau nöfn" að lokum sagði hann "Fljót það er rennur hér í sjó fram nefni ég Janúar Áin og mun borg sú er reist verður hér nefnd eftir fljótinu"
Reistu þeir borg, byggðu liftu uppá sykurhleifinn og smelltu styttu af frelsara sínum upp á einn af fjölmörgum tindum sem gnæfir yfir borginni. Líður og bíður og taka þeir sér bátsfar einn sunnudaginn upp ánna. Það er á þeim tímapunkti sem þeir átta sig á að þeim hefur orðið alvarlega illa á í messunni. ÞAÐ ER ENGIN Á!
Það var þá sem Gaspar sagði hina fleigu setningu "Hei, það geta allir gert mistök! Meira að segja ÉG!"

Ríó og Buenos Aires eru að mörgu leiti eins og svart og hvítt, epli og appelsína, grjónagrautur og hafragrautur. Strendurnar í Ríó setja mikið mark á staðin og mynnir pleisið frekar á strandbæ á Spáni á meðan Buenos Aires virkar á mann frekar sem notaleg borg með meiri menningu.

Kristján er mættur fjallhress og planar að vera hér til 7. mars. Hann fær fjöldan allan af rokkstigum fyrir að slá til og skella sér suður fyrir miðbaug í sumarið og sólina. Hvernig er veðrið annars heima??

Slatta af myndum hefur verið bætt við

kv.

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Rio.... mikid fjor og gaman,

myndir settar inn vid komuna til Buenos.

Fjolgar i hopnum eftir tvo daga thegar Kristjan kemur til Buenos.

kv

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Strákinn er farið að ráma í afhverju hann stóð sig frekar illa í tungumálum á sínum yngri árum. Jafnvel þó að í þetta skiptið sé gríðar mikill áhugi fyrir hendi þá er málfræðin eins og stór loðin varta í andliti ungrú íslands, frekar leiðinleg.
Við erum s.s. á spænskunámskeiði þessa vikuna, fjóra tíma á dag og út úr tímum kemur maður illa steiktur í höfðinu. Fallbeigingar, eignarfornöfn, fortíð þátíðar, eignarháttur þuríðar og þessháttar, ég bara skil ekki þessa hluti!!!

Annars festi ég mér eina íbúð í þessu húsi http://www.maderocenter.com/english/home.html

Adios Gringos

mánudagur, febrúar 12, 2007

Gleymdi....
Heimanúmer í íbúðinni er
+54 1143 132070

og gsm númerið mitt hér er
+54 1153 480098

kv
Fleiri myndir á http://www.slepja.com/gallery/album89?page=3

kv

föstudagur, febrúar 09, 2007

BUENOS AIRES

JÆJA, nú er strákurinn kominn til Buenos Aires þar sem hitinn er þægilegar 30 gráður, rauðvín og steikur flæða í stríðum straumum og ég ætla að flytja hingað! Sjáumst þegar ég flyt á Grund árið 2050.
Ferðalagið var svo langt að ég missti töluna á tímunum en gróflega áætlað erum við að tala um tæpa 50 tíma. Þar af voru tæpir 30 um borð í flugvél.
En allt er þetta þess virði eins og sjá má á eftirfarandi lynk http://www.slepja.com/gallery/album89
Við erum svona rétt að byrja að skoða bæinn og átta okkur á hlutunum. Planið er fyrst vika hér í Buenos Aires, þar næst fjórar eða fimm nætur í Rio DeJainero á kjötkveðjuhátíð, aftur svo hér í Buenos þar til 8/3/07 þegar við fljúgum heim á leið. Ég reyndar hef hugsað mér að fara beint að vinna enda ekkert varið í að koma heim í kuldann í mars.

Meira hef ég ekki að segja í bili, nema bara að almúginn hefur komið áliti sínu til skila. Í þetta eina skipti verður það tekið til greina og birkir.multiply.com verður ekki notað frekar. Póstarnir hérna fara reyndar automatískt yfir á þá síðu en hverjum er ekki sama um það. Einhver uppfærsla var í boði á þessari bloggsíðu sem ég skráði mig fyrir... veit ekki hvaða dúndur þar er það kemur kanski bara í ljós.

ADIOS GRINGOS!

föstudagur, febrúar 02, 2007

Er að prófa nýja bloggsíðu........................
www.birkir.multiply.com

kv