sunnudagur, febrúar 25, 2007

Nú erum við félagarnir komnir aftur í heimahagana í Buenos Aires. Eftir aðeins tæpa viku á hóteli í Ríó er okkur það deginum ljósara hvílíkur líxus það er að vera með íbúð hérna.

Einn stærsti misskilningur mannkynssögunnar þökk sé Portúgölum, hvernig kom það til?
Portúgalski landkönnuðurinn Gaspar De Lemos kom siglandi ásamt hiski sínu á bátum suður eftir ströndu Brasilíu 20. janúar 1502. Komu þeir að gríðar fallegum stað með afar sérkennilegu landslagi og svona temmilega stórum flóa sem teigði sig lang inn í land. Flóinn afmarkast í norðri af hvítum ströndum en í suðri af stórum kletti.
Gaspar sagði við kumpána sína er hann benti á klettinn stóra "Klett þennan nefni ég sykurhleyfinn, því mér þykir hann sætur" því næst tók hann á sjónauka sínum, snéri sér til suðurs og sagði "Strendur þær er liggja suður af Sykurhleifnum gef ég nafnið Copacabana og Ipanema því auðvelt er að semja lög í stuðlum við þau nöfn" að lokum sagði hann "Fljót það er rennur hér í sjó fram nefni ég Janúar Áin og mun borg sú er reist verður hér nefnd eftir fljótinu"
Reistu þeir borg, byggðu liftu uppá sykurhleifinn og smelltu styttu af frelsara sínum upp á einn af fjölmörgum tindum sem gnæfir yfir borginni. Líður og bíður og taka þeir sér bátsfar einn sunnudaginn upp ánna. Það er á þeim tímapunkti sem þeir átta sig á að þeim hefur orðið alvarlega illa á í messunni. ÞAÐ ER ENGIN Á!
Það var þá sem Gaspar sagði hina fleigu setningu "Hei, það geta allir gert mistök! Meira að segja ÉG!"

Ríó og Buenos Aires eru að mörgu leiti eins og svart og hvítt, epli og appelsína, grjónagrautur og hafragrautur. Strendurnar í Ríó setja mikið mark á staðin og mynnir pleisið frekar á strandbæ á Spáni á meðan Buenos Aires virkar á mann frekar sem notaleg borg með meiri menningu.

Kristján er mættur fjallhress og planar að vera hér til 7. mars. Hann fær fjöldan allan af rokkstigum fyrir að slá til og skella sér suður fyrir miðbaug í sumarið og sólina. Hvernig er veðrið annars heima??

Slatta af myndum hefur verið bætt við

kv.

Engin ummæli: