JÆJA, nú er strákurinn kominn til Buenos Aires þar sem hitinn er þægilegar 30 gráður, rauðvín og steikur flæða í stríðum straumum og ég ætla að flytja hingað! Sjáumst þegar ég flyt á Grund árið 2050.
Ferðalagið var svo langt að ég missti töluna á tímunum en gróflega áætlað erum við að tala um tæpa 50 tíma. Þar af voru tæpir 30 um borð í flugvél.
En allt er þetta þess virði eins og sjá má á eftirfarandi lynk http://www.slepja.com/gallery/album89
Við erum svona rétt að byrja að skoða bæinn og átta okkur á hlutunum. Planið er fyrst vika hér í Buenos Aires, þar næst fjórar eða fimm nætur í Rio DeJainero á kjötkveðjuhátíð, aftur svo hér í Buenos þar til 8/3/07 þegar við fljúgum heim á leið. Ég reyndar hef hugsað mér að fara beint að vinna enda ekkert varið í að koma heim í kuldann í mars.
Meira hef ég ekki að segja í bili, nema bara að almúginn hefur komið áliti sínu til skila. Í þetta eina skipti verður það tekið til greina og birkir.multiply.com verður ekki notað frekar. Póstarnir hérna fara reyndar automatískt yfir á þá síðu en hverjum er ekki sama um það. Einhver uppfærsla var í boði á þessari bloggsíðu sem ég skráði mig fyrir... veit ekki hvaða dúndur þar er það kemur kanski bara í ljós.
ADIOS GRINGOS!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
SÆlir drengir, væri alveg til í þennan pakka með ykkur en þar sem brýnni mál eru á dagskránni hjá mér núna þá verð ég að biðja ykkur um að rokka feitt þarna án mín. Góða skemmtun og fleiri myndir - Hjalti
Sælir strákar, þetta er rosalegt, maður fær líka bara massa flashback þegar maður sér myndirnar, pink palace og allt það, geggjað, vona að þið skemmtið ykkur eins vel og þegar ég var þarna, verið svo óhræddir við að prófa ressana þarna!!! Kv. Champinn
Skrifa ummæli