laugardagur, október 27, 2007

Ýmislegt hefur á daga mína drifið síðan ég skrifaði síðast, verst að ég er svo latur að ég nenni enganvegin að koma því í orð.

En hvað haldið þig... fann ég ekki póst sem ég skrifaði þegar ég var offline, ný kominn úr menningar og vínsmökkunarferð um miðbæ Shanghæ með Bennu. Læt þetta flakka, hef engu að tapa!


Skrifað eldsnemma að morgni 21.10.07

Klukkan er sex að morgni í Shanghai. Ég var að koma a jamminu með Bennu frænku og hennar sambýliskonum. Það eru um 40 tímar síðan ég sá rúm síðast... kallast þetta ekki harka? Samt er ég einhvernveginn ekki þreyttur!???!?! Ekki hjálpa íþróttaálfarnir sem eru byrjaðir að hlaupa hringinn á ítþóttavellinum fyrir utan gluggan... “ER EKKI ALLT Í LAGI!!!! KLUKKAN ER SEX AÐ MORGNI Á SUNNUDEGI!!! ÞEIR SEM ERU EKKI AÐ HVÍLAST FYRIR KIRKJUFERÐ ERU AÐ REYNA AÐ SOFNA ÞUNNIR EÐA ILLA ÞJAKAÐIR AF DRYKKJU!!!” langar mig til að hrópa út um gluggan en átta mig í þá mund sem ég opna hann að þeir tala víst ekki íslensku... hvað þá ensku! Jæja, ég sef þá bara...


Ég er s.s. kominn til Shanghai til heimsóknar við frænku mína hana Bennu. Kuldinn er farinn að segja til sín, einungis um 20 gráður að nóttunni sem er frekar hrissingslegt, nema kanski að maður hafi fengið sér aðeins neða í því......

Lentum í afmælisteiti með ítösku mafíunni í Shanghai eins og hún leggur sig og fann ég áþreyfanlega fyrir því hvernig karlmennska mín átti undir högg að sækja, eða allt þar til ég hneppti niður tvær tölur og bretti upp ermar á skirtunni.... kominn þá á par eða skrefi framar en hinir ósnertanlegu.

Við komumst aldrei að því hver afmælisbarnið var, vissum bara að hann borgaði drykkina og meira þurftum við svosum ekki að vita enda flugmaður, fyrrverandi og núverandi námsmær sem mynduðu föruneitið.

Verð hér til 23. okt þegar ég fer til Kuala Lumpur.... say no more....



kv

fimmtudagur, október 18, 2007

Farinn af landi brott í tæka tíð að losna við veðrið.

Er núna í Frankfurt en á morgun fer ég FRA-KUL-PVG(Shanghai) þar sem Benna frænka tekur á móti mér.
Ég hitti í kunningja í fríhöfninni í dag, hann sagði mér að honum þætti Kuala Lumpur eitthvað svo töff og exótískt nafn... langaði að fara þangað. Ætla ekki að draga úr glamúrnum, snilldar pleis og allt það en ég spurði lókalinn þar síðast þegar ég var hvað nafnið þýddi. Kuala þýðir drullu, eða skítugur, Lumpur þýðir árós. S.s. Kuala Lumpur = Drullugi Árós. Welcome to Kuala Lumpur.... HROLLUR!

Annars fyrrir öll þau ykkar þarna úti sem hundleiðis í framhaldinu að hafa lesið þennan póst (skil það vel að fólk finni fyrir tómarúmi eftir að hafa lesið ritninguna) þá mæli ég eindregið með að kíkja á www.youtube.com og fletta upp þáttunum um Chad Vader.
Chad er bróðir Darth Vader úr hinum geisivinsælu Star Wars myndum. Chad hefur ekki komist jafn langt í lífinu og bróðir sinn en heldur þó stoltinu, lætur ekki troða á sér. Kíkið á þetta
hér er fyrsti þátturinn http://www.youtube.com/watch?v=4wGR4-SeuJ0

Svo bendi ég á nýjan kubb hérna hægra megin. Ef ég skil þetta allt rétt þá á hann að setja inn punkt á þá staði sem fólk er að skoða síðuna mína. Svo stækkar punkturinn eftir því sem fleiri skoða.

kv

þriðjudagur, október 16, 2007

Eftir stutta en viðburðarríka heimveru hef ég ákveðið enn aftur að fara fyrr af landi brott en vinnan gerir ráð fyrir. Þar sem búið er að staðsetja mig í Kuala Lumpur í næstu útiveru hef ég hugsað mér að nýta tækifærið og smella mér í heimsókn til Bennu frænku í Shanghai, Kína því það er svona í nágrenninu (3734 km). Ég fer því að öllum líkindum út 19. okt og verð lengi úti, eða næstum fram að jólum ef allt fer eins og planlagt hefur verið.

kv.

fimmtudagur, október 11, 2007

Og sjá, er hann kom fór sólin að skína, smáfuglar kvökuðu og tré laufguðust á ný. Já ég er kominn heim!

miðvikudagur, október 10, 2007

Alveg steinhlessa skelli ég töskunum mínum á bandið. Það er verið að gegnumlýsa töskurnar mínar. Af öllum þeim skiptum sem ég farið í gegnum tollin, á þeim þrem og hálfu ári sem ég hef verið í þessari vinnu, hef ég tvisvar áður verið “tekinn”. Fyrra skiptið var fljótlega eftir að ég byrjaði, annað skiptið var síðast þegar ég kom heim og svo aftur núna, þrisvar í heildina og 66,6% af þeim skiptum eru síðustu tvö skiptin!!. Ég var farinn að líta svo á að ég væri með þetta afbragðs saklausa lúkk en svo er maður stoppaður tvisvar í röð, hvað er að gerast? Síðast var tölvan handsömuð, en smoothtalkerinn ég kjaftaði mig inn í að sleppa í það skiptið, því eins og satt er þá hafði ég verið minna á landinu en frá því síðan tölvan var keypt og planið var að svoleiðis yrði það áfram hjá mér. Nú var ég auðvitað skíthræddur um að tölvan yrði tekin aftur og að nú væri latexhanskar notaðir í stað hvítu bómullarhanskanna frá því síðast. Svo reyndist hinsvegar ekki. Það sem vakti athygli tollvarða hins íslenksa ríkis var smiglgóss í farangri sem ég var að taka til landsins fyrir nýbakaðan ungapabba úr bumbuflota félags míns.

“Má ég sjá úrið” sagði tollvörðurinn með valdsmannsröddinni sem hann setti á sig við vaktaskiptin í hádeginu.

“Þá byrjar það, nú á að taka mann frá toppi til táar” hugsaði ég um leið og ég sýndi honum úrið sem ég var með á hendinni “gott að ég var ekki með “Rolexinn” í þetta skiptið”.

Hann lítur á það og segir “Já flott úr sem þú átt, láttu mig sjá útið sem þú ert með í töskunni!”

“Ha? Já... þú meinar” stamaði ég um leið og ég hefst handa við að opna tösku ungapabba því ég vissi að ekkert slíkt var í minni tösku! Eftir að hafa farið í gegnum allt og útskýrt það að ég væri nú að taka þessa tösku fyrir félaga minn... blablablabla...... fann ég loks úrið umrædda og rétti kauða. “Þetta er örugglega feik, félagi minn hefur verslað það einhverstaðar” segi ég með það að augnamiði að minka glæpinn með því að játa ALLT frá upphafi.

Tollarinn veltir úrinum á allar hliðar og segist lítið vita um svona úr... hann þurfi að taka það til hæstráðandi yfirtollara á vakt og skilur við mig þar sem ég í andköfum stama “þú getur bókað það að þetta er feik, ég hef smá vit á þessu, þú sérð það á ólinni....”

Þar sem ég stend og bíð stóradóms fylgist ég með mannlífinu í kringum mig. Verið var að opna tösku manns á næsta borði. Hann tjáði tollara að hann væri ekki með nein skilríki á sér. Sá grunur laumaðist að mér að hann væri annaðhvort að gera grín eða fremja lygi. Hann var alvarlegur á svipin þannig að ég dró þá ályktun að hann væri að ljúga, af svip tollarans að dæma komst hann að sömu niðurstöðu og ég.....

Tollarafélagi minn kom að vörmu spori með úrið í annari og sagði að allt væri í góðu. Ég spurði hann hvort ég væri laus, hvort ég mætti fara og hvort allt væri í góðu. Hann sagði já, já og JÁ. Ég gekk því út úr tollinum með bros á vör, syngjandi glaður með skjálfta í hnjám og sæluhroll í maga. Skilríkislausi einstaklingurinn var hinsvegar ekki á leiðinni út og það vottaði ekki fyrir brosi á hans vörum.

Það skal að lokum tekið fram að textinn er stílfærður þar sem það á við;)


Strákurinn verður núna á landinu í nokkra daga... sjáum til hversu lengi það verður

Að lokum, Heimir kollegi er farinn að blogga, fólk verður að meila honum til að fá lykilorð


kv

sunnudagur, október 07, 2007

Þá hefur þríeykið, þ.e. hjónin og þriðja framhjólið, lokið stífu þriggja daga seglbrettanámskeiði. Mikil þreyta er í mannskapnum enda búið að logga níu tíma á vatninu og fólk almennt séð farið að standa stóran hluta úr tímanum. Baráttan í dag stóð um það að beygja undan vindi og sigla svo í þá átt. Beygjan hafðist á endanum en það þarf eitthvað meira að mastera handtökin við það að ná sér á ferð í þá átt. Ég skora á alla að prófa þetta ef tækifæri gefst, mjög skemtileg sport þegar maður fer að ná tökum á því!

Nýjar myndir á Flickr-inum, sjá auglýsingu hér hægra megin -----

kv.

föstudagur, október 05, 2007


Góða veðrið dróg okkur út í dag og niður að vatni hér niðri við sjó. Þar skráðum við okkur í siglingaskóla og tókum til við að læra að vindsurfa. Það reyndis mun minna mál en við bjuggumst öll við og innan skams vorum við farin að bruna þvers og kruss út og suður eftir vatninu endilöngu. Kennarinn hinsvega hló að okkur og benti réttilega á að við vorum á brettum sem hétu Easy-Ride og seglin voru barnasegl! Á morgun er hinsvegar planið að smella sér aftur úteftir og prófa meira svona alvöru bretti, þ.e. ekki algjör byrjendabretti og vonandi stærri segl.

fimmtudagur, október 04, 2007

Ég þakka endalausan stuðning og baráttukveðjur, nema auðvitað frá þessum síðasta... ég veit hver þú ert og hvar þú átt heima, við útkljáum þetta þegar ég kem heim!

Portúgal er að gera góða hluti. Blíðan að drepa mann og allt í þessu stakasta lagi... eða þar til Ómar komst í kast við lögin. Við erum á rúntinum um miðbæ Caldas da Rainha (eitthvað í þá áttina) þegar við ákveðum að leggja og taka rölt. Komum við þá ekki að skilti sem klárlega segir P (hvítt á bláum fleti) og reynist vera laust stæði þar. Ómar sýnir færni sína í samhliðarlaggningu og tekst það vel. Röltið tekið, kaffið drukkið, veðursins notið og markaðurinn skoðaður. Komum aftur að bílnum og reynist vera stöðumælasekt undir þurkublaði. Þefum við uppi næstu lögreglustöð því þar skilst okkur að þessir hlutir séu útréttaðir og teljum að skaðræðis mistök hafi átt sér stað því klárlega er um hvítt P á blaum fleti að ræða.... P fyrir Park, ekki rétt???? Lögregluþjónninn mun taka sektina, rífa hana og segja okkur félögunum að njóta dagsins og dvalarinnar í fyrrum heimsveldinu Portúgal.

Önnur varð reyndin!

Komum við kumpánarnir inn á stöð, sakleysið uppmálað og segjum farir okkar ekki sléttar. Sýnum offisernum mynd af bílnum við skiltið sem við tókum og segjumst ekki skilja hvaða á okkur stendur veðrið því eftir okkar bestu kunnáttu þá þýði hvítt P á bláum fleti að þar skuli lagt. Bendir þá lögreglumaðurinn okkur á að undir skiltinu áðurnefnda sé skilti á portúgölsku sem segir að þar skuli einungis leggja til að hlaða og afhlaða bíla og þá einungis til fimm mínútna. Við segjumst enn ekki skilja, til séu sérstök merki sem tákni hleðslusvæði, þetta væri ekki það og við skildum ekki portúgölsku enda bara aumir túrista í hans stórglæsilega landi. Hann tjáði okkur þá að svona væri þetta nú í portúgal og að í portúgal þyrfti maður að fara eftir portúgölskum reglum. Við þetta hváðum við og spurðum hvort portúgal væri ekki í EU og hvort þeir notuðust ekki við alþjóðleg umferðaskilti eins og aðrar þjóðir evrópu. Hann sagði okkur þá ða þetta væri aljóðlegt skilti og að það væri bara supplementað með þessum aukaskiltum sem lýstu takmörkunum hins skiltisins. Þá spurðum við hvernig við ættum að vita hvað stæði þarna og svar hans var "BUY A DICTIONARY!!" Okkur fanst þetta ótækt, að við þyrftim að aka um með orðabók í annari til að geta komist klakklaust um og vorum þess vissir að þetta væri alls ekki rétt notkun skiltisins. Svona er þetta bara her og þið verðið að borga sekt.... 60 evrur takk fyrir!

"YOU ARE JOKING, ARENT YOU???!?!" segir Ómar þá.

"LOOK INTO MY EYES, DOES IT LOOK LIKE IM JOKING????!?" segir lögreglumaðurinn

"YOU MUST BE JOKING, 60 EUROS FOR PARKING ILLEGALY AND WE DIDNT EVEN KNOW IT WASNT ALLOWED!!!!!" segir ómar

"YES" segir lögreglan

"THIS SIGN MEANS YOU ARE SUPPOSED TO PARK THERE EVERYWHERE ELSE, OBVIOUSLY WE ARE NOT WELCOME HERE IN PORTUGAL!!!" segir Ómar

"I COULD REPEAT WHAT I SAID EARLIER BUT THAT WOULD PUT ME IN THE POSITION WHERE EITHER I LOOK STUPID OR YOU LOOK STUPID, I DONT WANT THAT, YOU ARE A CLEVER GUY, DONT PUT ME IN THIS SITUATION!!!"

"60 EUROS?"

"YES!"

"ARE YOU SERIOUS?"

"YES"

allt fer þetta þannig á endanum að Ómar greiðir uppsetta sekt, 60 evrur fyrir að leggja ólöglega (kostar 1200 kall á íslandi) og báðir göngum við illa önugir út. Síðar sama dag ræðum við málið við spússu Ómars. Verandi portúgölsku mælandi tekur hún sig til, strunsar á lögreglustöð með bunka af útprentuðum myndum af sam evrópskum umferðaskiltum og krefst þess að ræða við Commandante, PRONTO!!! Hann er hinn ljúfast, veit hvaða kauða við vorum að díla við og lofar betrum og bótum. Skrifa þarf bréf sem sendast skal til Lisboa þar sem það mun fara í gegnum handdirifð tannhjólakerfi Pórtúgalska bjúrókratasystemsisn sem er hægvirkt á heimsmælikvarða. 60 Evrurnar verða því endurheimtar... fyrr eða síðar,, sjálfsagt síðar.

góðar stundir