Alveg steinhlessa skelli ég töskunum mínum á bandið. Það er verið að gegnumlýsa töskurnar mínar. Af öllum þeim skiptum sem ég farið í gegnum tollin, á þeim þrem og hálfu ári sem ég hef verið í þessari vinnu, hef ég tvisvar áður verið “tekinn”. Fyrra skiptið var fljótlega eftir að ég byrjaði, annað skiptið var síðast þegar ég kom heim og svo aftur núna, þrisvar í heildina og 66,6% af þeim skiptum eru síðustu tvö skiptin!!. Ég var farinn að líta svo á að ég væri með þetta afbragðs saklausa lúkk en svo er maður stoppaður tvisvar í röð, hvað er að gerast? Síðast var tölvan handsömuð, en smoothtalkerinn ég kjaftaði mig inn í að sleppa í það skiptið, því eins og satt er þá hafði ég verið minna á landinu en frá því síðan tölvan var keypt og planið var að svoleiðis yrði það áfram hjá mér. Nú var ég auðvitað skíthræddur um að tölvan yrði tekin aftur og að nú væri latexhanskar notaðir í stað hvítu bómullarhanskanna frá því síðast. Svo reyndist hinsvegar ekki. Það sem vakti athygli tollvarða hins íslenksa ríkis var smiglgóss í farangri sem ég var að taka til landsins fyrir nýbakaðan ungapabba úr bumbuflota félags míns.
“Má ég sjá úrið” sagði tollvörðurinn með valdsmannsröddinni sem hann setti á sig við vaktaskiptin í hádeginu.
“Þá byrjar það, nú á að taka mann frá toppi til táar” hugsaði ég um leið og ég sýndi honum úrið sem ég var með á hendinni “gott að ég var ekki með “Rolexinn” í þetta skiptið”.
Hann lítur á það og segir “Já flott úr sem þú átt, láttu mig sjá útið sem þú ert með í töskunni!”
“Ha? Já... þú meinar” stamaði ég um leið og ég hefst handa við að opna tösku ungapabba því ég vissi að ekkert slíkt var í minni tösku! Eftir að hafa farið í gegnum allt og útskýrt það að ég væri nú að taka þessa tösku fyrir félaga minn... blablablabla...... fann ég loks úrið umrædda og rétti kauða. “Þetta er örugglega feik, félagi minn hefur verslað það einhverstaðar” segi ég með það að augnamiði að minka glæpinn með því að játa ALLT frá upphafi.
Tollarinn veltir úrinum á allar hliðar og segist lítið vita um svona úr... hann þurfi að taka það til hæstráðandi yfirtollara á vakt og skilur við mig þar sem ég í andköfum stama “þú getur bókað það að þetta er feik, ég hef smá vit á þessu, þú sérð það á ólinni....”
Þar sem ég stend og bíð stóradóms fylgist ég með mannlífinu í kringum mig. Verið var að opna tösku manns á næsta borði. Hann tjáði tollara að hann væri ekki með nein skilríki á sér. Sá grunur laumaðist að mér að hann væri annaðhvort að gera grín eða fremja lygi. Hann var alvarlegur á svipin þannig að ég dró þá ályktun að hann væri að ljúga, af svip tollarans að dæma komst hann að sömu niðurstöðu og ég.....
Tollarafélagi minn kom að vörmu spori með úrið í annari og sagði að allt væri í góðu. Ég spurði hann hvort ég væri laus, hvort ég mætti fara og hvort allt væri í góðu. Hann sagði já, já og JÁ. Ég gekk því út úr tollinum með bros á vör, syngjandi glaður með skjálfta í hnjám og sæluhroll í maga. Skilríkislausi einstaklingurinn var hinsvegar ekki á leiðinni út og það vottaði ekki fyrir brosi á hans vörum.
Strákurinn verður núna á landinu í nokkra daga... sjáum til hversu lengi það verður
kv
3 ummæli:
Tollarar eru fávitar með kvarnir í stað heila...
Að klæða rítarta í einkennisbúning er slææææææm hugmynd...
híhí góð saga..
nú verðurðu tekinn í HVERT skipti sem þú kemur heim. Ertu til í að smygla fyrir mig næst þegar þú kemur :D
ahh þetta var krullan
Skrifa ummæli