En hvað haldið þig... fann ég ekki póst sem ég skrifaði þegar ég var offline, ný kominn úr menningar og vínsmökkunarferð um miðbæ Shanghæ með Bennu. Læt þetta flakka, hef engu að tapa!
Skrifað eldsnemma að morgni 21.10.07
Klukkan er sex að morgni í Shanghai. Ég var að koma a jamminu með Bennu frænku og hennar sambýliskonum. Það eru um 40 tímar síðan ég sá rúm síðast... kallast þetta ekki harka? Samt er ég einhvernveginn ekki þreyttur!???!?! Ekki hjálpa íþróttaálfarnir sem eru byrjaðir að hlaupa hringinn á ítþóttavellinum fyrir utan gluggan... “ER EKKI ALLT Í LAGI!!!! KLUKKAN ER SEX AÐ MORGNI Á SUNNUDEGI!!! ÞEIR SEM ERU EKKI AÐ HVÍLAST FYRIR KIRKJUFERÐ ERU AÐ REYNA AÐ SOFNA ÞUNNIR EÐA ILLA ÞJAKAÐIR AF DRYKKJU!!!” langar mig til að hrópa út um gluggan en átta mig í þá mund sem ég opna hann að þeir tala víst ekki íslensku... hvað þá ensku! Jæja, ég sef þá bara...
Ég er s.s. kominn til Shanghai til heimsóknar við frænku mína hana Bennu. Kuldinn er farinn að segja til sín, einungis um 20 gráður að nóttunni sem er frekar hrissingslegt, nema kanski að maður hafi fengið sér aðeins neða í því......
Lentum í afmælisteiti með ítösku mafíunni í Shanghai eins og hún leggur sig og fann ég áþreyfanlega fyrir því hvernig karlmennska mín átti undir högg að sækja, eða allt þar til ég hneppti niður tvær tölur og bretti upp ermar á skirtunni.... kominn þá á par eða skrefi framar en hinir ósnertanlegu.
Við komumst aldrei að því hver afmælisbarnið var, vissum bara að hann borgaði drykkina og meira þurftum við svosum ekki að vita enda flugmaður, fyrrverandi og núverandi námsmær sem mynduðu föruneitið.
Verð hér til 23. okt þegar ég fer til Kuala Lumpur.... say no more....
kv
2 ummæli:
Það er alltaf sama sagan - þessir flugmenn gera fátt annað en að drekka sig í hel!!!
CRUSTY
Ekkert að frétta?
HD
Skrifa ummæli