miðvikudagur, mars 12, 2008
Jólahjólasumarið er hafið
Og þannig fór það svo í dag að ég sótti hjólIÐ.
Hvar sem ég fór snérust höfuð, stelpur runnu til í þeim sporum sem þær stóðu og allir karlmenn óskuðu þess að þeir væru ÉG. NEMA, þegar ég ók framhjá Verkfræðideild Háskóla Íslands. Verkfræðinámsnjerðir tvístraðir um allar trissur. Enginn leit við, allir voru þeir niðursokknir í forritanlegu reiknitölvurnar sínar og algórithma. Ég reyndi að aka þá niður, en öllum tókst þeim að besta sig undan mér með því að hlaupa í S beigjum, sem sjálfsagt líktust infinitífum lógarithmískum sínuskúrfum. Nörd, hugsaði ég, og ók á "Target ríkara" svæði.
Á laugaveginum stansaði ég um stund og heilsaði upp á Lalla (ekki Johns). Með góðum slatta af doubble teipi tókst honum að hemja kjálkann og slefið hætti stuttu síðar. Svo sagðist hann hata mig og hljóp kjökrandi á brott.
Þegar ég svo bakkaði mér svo út úr stæðinu og inn á götu, bókstaflega tæmdist spilatækjasalurinn Mónakó. Með Lalla Johns fremstan í flokki var umferð um götuna var stöðvuð til að hún truflaði ekki töffarann þar sem hann brunaði á brott.
Þar sem ég ók svo stefnulaust um bæinn átti ég leið um austurstrætið stuttu síðar. Viti menn, var ekki Lalli Johns mættur þangað og veifaði mér eins og villtur maður. Ég tók drotningaveifið á hann til baka.
Kíkti svo í kaffi. Þar var bara talað um mótorhjól..... hjólið mitt, öllum fanst það mikið gaman. Tók svo strauði til foreldranna, þar sem hjólið fékk lítilsháttar bað og fær svo að gista í skúrnum þar fyrst um sinn.
kv.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
HAHAHAHAHAHAHAHa... jæja til hamingju með þetta jólahjólasumar. Vinsamlegast ekki kála þér á þessu apparati - amk ekki aaaaaaalveg strax.
Aumingja Lalli(ekki Johns) liggur hér í sófanum og grætur "like a bebe" :) Ég er farin að huggann. HD
mótorhjól menga! banna þetta!
kolbrún halldórsdóttir
NAU NAU NAU !!!
Chuck norris hvað !!
Flottara hjól hefur ekki sést á götum Reykjavíkur síðan Ronald Reagan var hér um árið...
Mana þig í spyrnu á Kvartmílkubrautinni í lok mars, ég á Dæjaranum og þú á hjólinu. Það verður spennó..
HJalti
Skrifa ummæli