Nú hef ég verið að berjast við það að reyna að komast að því hvernig að maður getur komið að linkum á barinn sem að er hægramegin en það hefur einfaldlega ekki tekist.
Því ætla ég að blogga linkana með stuttri lýsingu á hverjum og einum. Ef það vantar blogglink á einhvern sem ég þekki þá er það einfaldlega vegna þess að ég hef ekki verið látinn vita. Kvartanir sendast í orninn@utopia.is
Fyrstan kynni ég til sögunnar bróðurblogg mitt. Það er hann Snorri Örn bróðir minn sem heldur úti Coach Snorri blogginu. Að því að mér virðist þá gegnir bloggurinn hans því hlutverki að kommúnikera við greiin sem æfa körfubolta hjá honum. Skrópagemlingar komast ekki lengi upp með slugs hjá kalli því nöfn þeirra eru birt opinberlega á COACH SNORRI svo þeir læri að skammast sín, ellergar hætta að æfa!
Næstur er frændi minn hann Hákon. Hákon er genuine sveitapeyji, veit allt um fóðurblöndur og fæðubótarefni. Hákon var á síðasta handboltatímabili í fjórða flokki KA..... í handbolta. Þökk sé honum var liðið fantagott á þessu tímabili likt og síðustu þrjú eða fjögur tímabil og vann Íslandsmeistaratitilinn. Hákon hefur haldið úti blogsíðu síðan 19 mars á þessu ári. Hákon er með einhverjar ranghugmyndir um hver mælikvarði karlmennskunnar sé því síðan hans heitir "Alvöru karlmenn skeina sér með sandpappír!" en eftir því sem ég best veit þá fljúg alvöru karlmenn PARAGLIDER!
Hákon er með bráðskemtilegan lið á síðunni sinni sem kallast Tvífarar
Hákon, ég krefst þess að þú bætir mér á vinalistann þinn, það er óásættanlegt með öllu að Ragga sér þar en ekki ég!
Nú er röðin komin að henni Röggu frænku eða Röggu Rauðu. Ragga er fræg fyrir það að nýlega byrtist mynd af henni á Batman. Hef ég það frá áreiðanlegum heimildum að stuttu áður en myndin var tekin hafi hún fengið það staðfest að Vinir (Friends) færu fljótlega af dagskrá. Jafnaði sig víst fljótt þegar henni var bent á að Leiðarjós yrði áfram um ókomna framtíð á dagskrá. Ragga er hörkukvendi, spilar fótbolta, vinnur í Árseli, keyrir um á rauðum Pólo, var að klára stúdent frá FÁ..... Allt þetta getið þið lesið um á GEFUM RÖGGU RAUÐU GOTT KLAPP....amen. Þrátt fyrir að Ragga hafi tekið sig til og stutt góðan málstað með því að auglýsa að ég sé á lausu á síðunni sinni þá hefur engin snót hringt í mig.....enþá!
Nú hef ég afgreitt frændgarðinn og tek til við restina.
Fyrstan ætla ég að nefna hann Sigurð Örn Magnason. Síðan hans Sigga er ekki beinlínis bloggsíða eins og við eigum að venjast. Þetta virðist vera síða sem þjónar einhverjum tilgangi í vinnuni hjá honum en svo laumar strákurinn inn persónulegum pælingum um matmálsvenjur Lalla og kynlífsvenjur nágrannakonunnar. Sérstaklega langar mig þó að mæla með Rassakusklaugslýsingunni. Síðan hans Sigga kallast Snáfaðu bara...
Siggeir Þór Siggeirsson er flugmaður hér í eyjum. Hann er því sannkallaður peyji og er að fíla það í ræmur. Hann var svo ólánsamur að fá kústaskápinn í Foldahrauni 42 3C en hefur tekist á skömmum tíma að breyta honum í hið fínasta herbergi. Siggeir er hinn snjallasti kokkur og þykir mér aðdáunarvert að sjá hversu frumlegur hann við matseldina. Eftir ótrúlega kjúklingamáltíð í gær þar sem hann hristi fram úr erminni máltíð ofaní sjö svanga maga er það samdóma álit allra í stórfjölskyldunni að hann skuli elda á hverjum degi héðan í frá. Siggeir heldur úti síðu með félaga sínum Steina sem er fluggarpur. Steini er nú eitthvað latur við að blogga nema þá helst þegar hann dreymir eitthvað undarlegt. Síða þeirra félaga hét Lotning en mér sýnist vera búið að breyta því í S///S
Næstur á dagskrá er hann Steindór Ingi Hall. Steindór er án efa Gróa hins íslenska flugheims. Kallinn er með þéttriðið net sourca vítt og breitt um rampinn og ef það er eitthvað sem maður vill vita bjallar maður á hann og á innan við hálftíma er hann kominn með upplýsingar um það hver er að gera hvað, með hverjum, hvar og hvernig og gildir þá einu hvort kallinn er í Sádí Arabíu eða á Króksfjarðarnesi. Kallinn er liðtækur í golfinu svo ekki sé meira sagt, þó spurning hvort hann hafi eitthvað í okkur eyjamenn! Einhverjar sögur fara af því að kallinn vinni við að fljúga einhverri flugvél, man ekki hvað hún heitir, B74 eitthvað. Kallinn er nýbyrjaður að blogga og var á tímabili einn sá allra duglegasti í þeim geiranum, enda þekktur fyrir að taka hlutina föstum tökum, nema kanski þegar kemur að því að hætta að reykja. Síðan hans heitir Champinn flýgur.
Nú er komið að honum Hjalta. Hjalti er að vinna hjá sama fyrirtæki og Champinn og flýgur sömu græju. Hjalti er með mjög frjótt ímyndunarafl eins og sést ef maður skoðar síðuna hans aðeins aftur í tímann. Hjalti er liðtækur í málrækt, eins og samstarfsfélagar hans síðastliði sumar komust að, þar sem hann tekur gömul stöðnuð íslensk orð og finnur nýjar merkingar fyrir þau. Vegna þess hversu breiður aldurshópur les þessa síðu er ekki hægt að fara nánar útí þessa sálma. Hjalti er með síðu sem hann kaus að kalla TITS FOR FREE
Síðast en ekki síst er það Magnús Sigurjónsson, Maggi.
Maggi er fyrrum peyji, samstarfsfélagi og appartment-mate. Maggi fékk núna í vor vinnu á Fokker hjá Flugfélagi Íslands sem er auðvitað bara snilld. Það besta við að Maggi hafi fengið fyrrnefnda vinnu er það að þá áskortnaðist mér mun betra, rýmra herbergi með skrifborði, stærra rúmi og séraðgangi út á svalir þar sem ég get gert mullersæfingarnar mínar á hverjum morgni. Maggi er búinn að vera mjög latur við að blogga undanfarið og alsendis óvíst að það komi nokkuð meira frá honum. Síðan hans Magga heitir einfaldlega Magnús Sigurjónsson
Þá er þessari yfirreið lokið,
kv.
mánudagur, maí 24, 2004
laugardagur, maí 22, 2004
föstudagur, maí 21, 2004
Leti
Jæja, nú er peyjinn búinn að vera latur að blogga í langan langan tíma, það stendur vonandi til bóta. Strákpjakkurinn er einfaldlega búinn að vera andlaus hvað varðar hugmyndir og hefur einfaldlega ekki nennt að skrifa um eitthvað bull sem hefur ekkert innihald... ehem... En nú verður öldin önnur, nú verður tekið á því, haldið ykkur fast, get ready to rumble, it's SHOWTIME, við munum komst að því hvar Davíð keypti ölið. Ég vil þó ekki vera með neinar stórar yfirlýsingar.
Þessa stundnina eru tignir gestir í Vestmannaeyjum. Lalli og Helga Dröfn fundu sér tíma í sinni annars þétt setnu dagskrá til að skella sér í fjögurra daga heimsókn til Eyjanna í suðri. Hér eru þau svo í stífu prógrammi sem ég er og hef verið að þróa. Fyrstur til að reyna þetta prógramm var Ómar nokkur Magnússon, honum líkaði það svo vel að hann kom aftur innan fárra vikna og endurtók það (veitir kanski ekki af??!?!). Prógrammið gengur út á það að róa stressað fólk. Ég ætla að passa mig að segja ekki of mikið á þessari stundu því það stefnir í að ég muni sækja um einkaleyfi á hugmyndinni. Það sem ég ætla hinsvegar að segja er að kjarni prógrammsins er strangt matarræði og stöng dagskrá. Matseðill dagsins í dag er t.d. Snúður með Diet kók í morgunmat, skúffukaka með miklu kremi og mjólk í miðdegissnarl, pizza og bjór í kvöldmat. Dagkrá dagisin hljóðar uppá ræs klukkan 10:00 sharp, heitipotturinn í klukkutíma milli 11:00 og 12:00, blundur milli 13:00 og 14:30, kvöldmatur um kvöldmatarleytið (á slaginu) og að lokum jafnvel bjórdrykkja á Lundanum uppúr miðnætti. Það hvernig þessum einstaklingum gengur í prógramminu mun koma í ljós við útskrift á sunnudag þegar þau yfirgefa slökunareyjuna og hverfa aftur í stressið í borginni.
kv.
Þessa stundnina eru tignir gestir í Vestmannaeyjum. Lalli og Helga Dröfn fundu sér tíma í sinni annars þétt setnu dagskrá til að skella sér í fjögurra daga heimsókn til Eyjanna í suðri. Hér eru þau svo í stífu prógrammi sem ég er og hef verið að þróa. Fyrstur til að reyna þetta prógramm var Ómar nokkur Magnússon, honum líkaði það svo vel að hann kom aftur innan fárra vikna og endurtók það (veitir kanski ekki af??!?!). Prógrammið gengur út á það að róa stressað fólk. Ég ætla að passa mig að segja ekki of mikið á þessari stundu því það stefnir í að ég muni sækja um einkaleyfi á hugmyndinni. Það sem ég ætla hinsvegar að segja er að kjarni prógrammsins er strangt matarræði og stöng dagskrá. Matseðill dagsins í dag er t.d. Snúður með Diet kók í morgunmat, skúffukaka með miklu kremi og mjólk í miðdegissnarl, pizza og bjór í kvöldmat. Dagkrá dagisin hljóðar uppá ræs klukkan 10:00 sharp, heitipotturinn í klukkutíma milli 11:00 og 12:00, blundur milli 13:00 og 14:30, kvöldmatur um kvöldmatarleytið (á slaginu) og að lokum jafnvel bjórdrykkja á Lundanum uppúr miðnætti. Það hvernig þessum einstaklingum gengur í prógramminu mun koma í ljós við útskrift á sunnudag þegar þau yfirgefa slökunareyjuna og hverfa aftur í stressið í borginni.
kv.
mánudagur, maí 10, 2004
Opinber heimsókn til DK
Jæja, þá er strákurinn kominn úr opinberri heimsókn til Danaveldis. Á meðan á heimsókninn stóð tók teimi tölvusérfræðinga Eyjapeyjagrey síðunnar sig til og breytti útliti síðunnar. Það er komið nýtt komment kerfi sem gerir það að verkum að allt það gamla er horfið, ég græt það svosum ekki mikið. Teljarinn liggur niðri í augnblikinu en einvala lið tölvuverkfræðinga vinna dag og nótt við að koma honum á fætur aftur.
Tilefni ferðar peyjans til DK var sú að leggja blessun sína á samband verðandi brúðhjóna, Friðriks prins og Mary heitkonu hans. Þess má geta í framhjáhlaupi að Friðrik þykir alveg sláandi líkur peyjanum. En hvað um það, ferðin var nýtt í margt annað. Á föstudag var ferming þar sem peyjinn lét ljós sitt skína og kjaftaði dönsku á alla bóga.
Laugardagurinn var nýttur í að heiðra brúðhjónin verðandi og framkvæma vestmanneyska athöfn til að blessa samband þeirra. Athöfn þessi er Vestmannaeyingum mjög kær og er einhvernveginn á þennan veg: Ótæpilegu magni af bjór er helt í brúðguman, nautskálf er slátrað og lundirnar af honum grillaðar á kolagrilli. Brúðurinn saumar svo jakka úr skinninu af kálfinum og gefur þeim sem stjórnar athöfninni. Þannig kom það til að ég kom heim með leðurjakka, saumaðan af Mary Donaldson, unnustu tvífara míns.
Það er annars allt gott að frétta af skötuhjúunum og bað Magga, mamma hans Frikka, voðalega vel að heilsa öllum heima á Íslandi. Hinrik prins sat og heklaði, sagðist finna á sér að það liði ekki á löngu áður en Frikki og Mæja mundu unga út sínu fyrsta, hann bað líka að heilsa. Jói virtist eitthvað fúll yfir því að fá litla athygli, tautaði eitthvað um það að hann hefði átt að verða krónprins og eitthvað fleira sem verður ekki haft eftir honum hér. Eftir viðburðaríkan dag í höllinni hitti ég Gunna og við kíktum í Tívolí ásamt Begga og Gumma (ætlaði að skrifa Begga Bypass og Gumma Gufu, þótti það of gróft). Þar var kíkt í nýjasta rússíbanann sem fær lægri og lægri einkunn eftir því sem líður lengra frá. Ferðin í rússíbanann kostaði hátt í bíóferð en tók um 0.37% af venjulegum bíótíma að klárast (m.v. 90 mínútna mynd). Það skemtilegasta við rússíbanaferðina var að fylgjast með Gunna reyna að koma beislinu, sem átti að halda honum á meðan á ferðinni stóð, á sig. Það þurfti tvo fílelfda starfsmenn Tívolísins til að leggjast á beislið á meðan að Gunni hamaðist við að spenna ólina sem hélt öllu saman. Að lokum tókst það og ferðin gat hafist.
Sunnudagurinn var nýttur, ólíkt hinum, í óopinber verkefni s.s. að rölta um bæinn, leggja sig í Rósenborgargarðinum og elda mat á kollegiinu hennar Steinunnar.
Það var svo í dag sem ég kom heim.
btw. ég er orðinn 26
Tilefni ferðar peyjans til DK var sú að leggja blessun sína á samband verðandi brúðhjóna, Friðriks prins og Mary heitkonu hans. Þess má geta í framhjáhlaupi að Friðrik þykir alveg sláandi líkur peyjanum. En hvað um það, ferðin var nýtt í margt annað. Á föstudag var ferming þar sem peyjinn lét ljós sitt skína og kjaftaði dönsku á alla bóga.
Laugardagurinn var nýttur í að heiðra brúðhjónin verðandi og framkvæma vestmanneyska athöfn til að blessa samband þeirra. Athöfn þessi er Vestmannaeyingum mjög kær og er einhvernveginn á þennan veg: Ótæpilegu magni af bjór er helt í brúðguman, nautskálf er slátrað og lundirnar af honum grillaðar á kolagrilli. Brúðurinn saumar svo jakka úr skinninu af kálfinum og gefur þeim sem stjórnar athöfninni. Þannig kom það til að ég kom heim með leðurjakka, saumaðan af Mary Donaldson, unnustu tvífara míns.
Það er annars allt gott að frétta af skötuhjúunum og bað Magga, mamma hans Frikka, voðalega vel að heilsa öllum heima á Íslandi. Hinrik prins sat og heklaði, sagðist finna á sér að það liði ekki á löngu áður en Frikki og Mæja mundu unga út sínu fyrsta, hann bað líka að heilsa. Jói virtist eitthvað fúll yfir því að fá litla athygli, tautaði eitthvað um það að hann hefði átt að verða krónprins og eitthvað fleira sem verður ekki haft eftir honum hér. Eftir viðburðaríkan dag í höllinni hitti ég Gunna og við kíktum í Tívolí ásamt Begga og Gumma (ætlaði að skrifa Begga Bypass og Gumma Gufu, þótti það of gróft). Þar var kíkt í nýjasta rússíbanann sem fær lægri og lægri einkunn eftir því sem líður lengra frá. Ferðin í rússíbanann kostaði hátt í bíóferð en tók um 0.37% af venjulegum bíótíma að klárast (m.v. 90 mínútna mynd). Það skemtilegasta við rússíbanaferðina var að fylgjast með Gunna reyna að koma beislinu, sem átti að halda honum á meðan á ferðinni stóð, á sig. Það þurfti tvo fílelfda starfsmenn Tívolísins til að leggjast á beislið á meðan að Gunni hamaðist við að spenna ólina sem hélt öllu saman. Að lokum tókst það og ferðin gat hafist.
Sunnudagurinn var nýttur, ólíkt hinum, í óopinber verkefni s.s. að rölta um bæinn, leggja sig í Rósenborgargarðinum og elda mat á kollegiinu hennar Steinunnar.
Það var svo í dag sem ég kom heim.
btw. ég er orðinn 26
laugardagur, maí 01, 2004
Eymingi
Nú hef ég ákveðið að úrskurða mig aumingja. Ég er kominn með einhverja hitavellu og finst vera full stutt síðan ég var með einhverja pest síðast. Hef ákveðið að gefa lýsi séns og sjá hvort það bæti hressi og kæti.
Ég er orðinn háður laugardagstilboði á nammi. Á hverju einasta laugardagskvöldi er eins og Bónusvídjó kalli á mig og ég svíf niðrefti eins og dáleiddur, ræð ekkert við þetta. Fyrr en varir er ég mættur heim, ligg fyrir framan sjónvarpið og hakka í mig andvirði 300 kr (á venjulegum degi) af nammi. Kanski ekki furða að ég sé farinn að nálgast 100 kílóin og á erfitt með að komast inní bílinn minn.
Nú ætla ég svo að segja frá einni leiðinlegustu mynd sem ég hef á ævi minni séð. Ég er nú yfirleitt ekki kröfuharður á bíómyndir eða sjónvarpsefni almennt en einstaka sinnum tekst snillingum eins og Njáli Jóhannssyni (Neil Jordan) að sanna regluna. Á föstudag var leigð spóla sem gekk gjörsamlega fram af mér og Lalla í leiðindum. Helga Dröfn var reyndar viðstödd en hún var inní tölvunni á MSN mestallan tímann og náði ekki að meðtaka það hversu innilega leiðinleg myndin var. Samtölin voru asnaleg, söguþráðurinn furðulegur, myndatakan undarleg, it was the perfect storm! Og hvaða mynd er ég að tala um???? Jú The Good Thief.
Myndi fjallar um Bob (frumlegt) sem er fyrrverandi snilldarþjófur sem hefur snúið sér að fjárhættuspilum og heróínfíkn. Bob kynnist bráðmyndalegri rússneskri stúlku, Anne, sem er um hálfri öld yngri en hann. En Bob er náttúrulaus og vill ekki fara í rúmið með Anne en lætur þess í stað ungan félaga sinn, Paulo, verða ástafanginn af stúlkunni. Anne er ekkert hrifin af Paulo en hefur mjög gaman að því að stripplast á nærfötunum einum fata í kringum Bob og þá sérstaklega þegar hann liggur handjárnaður við rúmið sitt. Einn góðan veðurdag kemur vinur Bob í heimsókn og fær hann til að fremja eitt enn rán. Bob hóar saman gamla genginu sem samanstendur af mjög misleitum hópi kynskiptinga og byggingaverkamanna. Saman planar hópurinn ránið. Kynskiptingurinn er mikið hörkutól en við aðgerðina klikkaði eitthvað í hausnum á honum/henni og hann/hún varð hrædd við köngulær. Það verður svo til þess að hluti af ráninu mistekst. Allt lítur út fyrir að ætla að fara í vaskinn en Bob gengur út með pálmann í höndunum..........
Nick Nolte fer með aðalhlutverk, túlkar Bob á alveg hreint ólýsanlegan hátt, spurning hvort hann hafi látið renna af sér fyrir tökur myndarinnar.
Ég mana ykkur til að leigja þessa mynd, horfa á hana til enda, horfa svo í augun á mér og segja að myndin hafi verið góð.
kv.
Ég er orðinn háður laugardagstilboði á nammi. Á hverju einasta laugardagskvöldi er eins og Bónusvídjó kalli á mig og ég svíf niðrefti eins og dáleiddur, ræð ekkert við þetta. Fyrr en varir er ég mættur heim, ligg fyrir framan sjónvarpið og hakka í mig andvirði 300 kr (á venjulegum degi) af nammi. Kanski ekki furða að ég sé farinn að nálgast 100 kílóin og á erfitt með að komast inní bílinn minn.
Nú ætla ég svo að segja frá einni leiðinlegustu mynd sem ég hef á ævi minni séð. Ég er nú yfirleitt ekki kröfuharður á bíómyndir eða sjónvarpsefni almennt en einstaka sinnum tekst snillingum eins og Njáli Jóhannssyni (Neil Jordan) að sanna regluna. Á föstudag var leigð spóla sem gekk gjörsamlega fram af mér og Lalla í leiðindum. Helga Dröfn var reyndar viðstödd en hún var inní tölvunni á MSN mestallan tímann og náði ekki að meðtaka það hversu innilega leiðinleg myndin var. Samtölin voru asnaleg, söguþráðurinn furðulegur, myndatakan undarleg, it was the perfect storm! Og hvaða mynd er ég að tala um???? Jú The Good Thief.
Myndi fjallar um Bob (frumlegt) sem er fyrrverandi snilldarþjófur sem hefur snúið sér að fjárhættuspilum og heróínfíkn. Bob kynnist bráðmyndalegri rússneskri stúlku, Anne, sem er um hálfri öld yngri en hann. En Bob er náttúrulaus og vill ekki fara í rúmið með Anne en lætur þess í stað ungan félaga sinn, Paulo, verða ástafanginn af stúlkunni. Anne er ekkert hrifin af Paulo en hefur mjög gaman að því að stripplast á nærfötunum einum fata í kringum Bob og þá sérstaklega þegar hann liggur handjárnaður við rúmið sitt. Einn góðan veðurdag kemur vinur Bob í heimsókn og fær hann til að fremja eitt enn rán. Bob hóar saman gamla genginu sem samanstendur af mjög misleitum hópi kynskiptinga og byggingaverkamanna. Saman planar hópurinn ránið. Kynskiptingurinn er mikið hörkutól en við aðgerðina klikkaði eitthvað í hausnum á honum/henni og hann/hún varð hrædd við köngulær. Það verður svo til þess að hluti af ráninu mistekst. Allt lítur út fyrir að ætla að fara í vaskinn en Bob gengur út með pálmann í höndunum..........
Nick Nolte fer með aðalhlutverk, túlkar Bob á alveg hreint ólýsanlegan hátt, spurning hvort hann hafi látið renna af sér fyrir tökur myndarinnar.
Ég mana ykkur til að leigja þessa mynd, horfa á hana til enda, horfa svo í augun á mér og segja að myndin hafi verið góð.
kv.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)