Nú hef ég verið að berjast við það að reyna að komast að því hvernig að maður getur komið að linkum á barinn sem að er hægramegin en það hefur einfaldlega ekki tekist.
Því ætla ég að blogga linkana með stuttri lýsingu á hverjum og einum. Ef það vantar blogglink á einhvern sem ég þekki þá er það einfaldlega vegna þess að ég hef ekki verið látinn vita. Kvartanir sendast í orninn@utopia.is
Fyrstan kynni ég til sögunnar bróðurblogg mitt. Það er hann Snorri Örn bróðir minn sem heldur úti Coach Snorri blogginu. Að því að mér virðist þá gegnir bloggurinn hans því hlutverki að kommúnikera við greiin sem æfa körfubolta hjá honum. Skrópagemlingar komast ekki lengi upp með slugs hjá kalli því nöfn þeirra eru birt opinberlega á COACH SNORRI svo þeir læri að skammast sín, ellergar hætta að æfa!
Næstur er frændi minn hann Hákon. Hákon er genuine sveitapeyji, veit allt um fóðurblöndur og fæðubótarefni. Hákon var á síðasta handboltatímabili í fjórða flokki KA..... í handbolta. Þökk sé honum var liðið fantagott á þessu tímabili likt og síðustu þrjú eða fjögur tímabil og vann Íslandsmeistaratitilinn. Hákon hefur haldið úti blogsíðu síðan 19 mars á þessu ári. Hákon er með einhverjar ranghugmyndir um hver mælikvarði karlmennskunnar sé því síðan hans heitir "Alvöru karlmenn skeina sér með sandpappír!" en eftir því sem ég best veit þá fljúg alvöru karlmenn PARAGLIDER!
Hákon er með bráðskemtilegan lið á síðunni sinni sem kallast Tvífarar
Hákon, ég krefst þess að þú bætir mér á vinalistann þinn, það er óásættanlegt með öllu að Ragga sér þar en ekki ég!
Nú er röðin komin að henni Röggu frænku eða Röggu Rauðu. Ragga er fræg fyrir það að nýlega byrtist mynd af henni á Batman. Hef ég það frá áreiðanlegum heimildum að stuttu áður en myndin var tekin hafi hún fengið það staðfest að Vinir (Friends) færu fljótlega af dagskrá. Jafnaði sig víst fljótt þegar henni var bent á að Leiðarjós yrði áfram um ókomna framtíð á dagskrá. Ragga er hörkukvendi, spilar fótbolta, vinnur í Árseli, keyrir um á rauðum Pólo, var að klára stúdent frá FÁ..... Allt þetta getið þið lesið um á GEFUM RÖGGU RAUÐU GOTT KLAPP....amen. Þrátt fyrir að Ragga hafi tekið sig til og stutt góðan málstað með því að auglýsa að ég sé á lausu á síðunni sinni þá hefur engin snót hringt í mig.....enþá!
Nú hef ég afgreitt frændgarðinn og tek til við restina.
Fyrstan ætla ég að nefna hann Sigurð Örn Magnason. Síðan hans Sigga er ekki beinlínis bloggsíða eins og við eigum að venjast. Þetta virðist vera síða sem þjónar einhverjum tilgangi í vinnuni hjá honum en svo laumar strákurinn inn persónulegum pælingum um matmálsvenjur Lalla og kynlífsvenjur nágrannakonunnar. Sérstaklega langar mig þó að mæla með Rassakusklaugslýsingunni. Síðan hans Sigga kallast Snáfaðu bara...
Siggeir Þór Siggeirsson er flugmaður hér í eyjum. Hann er því sannkallaður peyji og er að fíla það í ræmur. Hann var svo ólánsamur að fá kústaskápinn í Foldahrauni 42 3C en hefur tekist á skömmum tíma að breyta honum í hið fínasta herbergi. Siggeir er hinn snjallasti kokkur og þykir mér aðdáunarvert að sjá hversu frumlegur hann við matseldina. Eftir ótrúlega kjúklingamáltíð í gær þar sem hann hristi fram úr erminni máltíð ofaní sjö svanga maga er það samdóma álit allra í stórfjölskyldunni að hann skuli elda á hverjum degi héðan í frá. Siggeir heldur úti síðu með félaga sínum Steina sem er fluggarpur. Steini er nú eitthvað latur við að blogga nema þá helst þegar hann dreymir eitthvað undarlegt. Síða þeirra félaga hét Lotning en mér sýnist vera búið að breyta því í S///S
Næstur á dagskrá er hann Steindór Ingi Hall. Steindór er án efa Gróa hins íslenska flugheims. Kallinn er með þéttriðið net sourca vítt og breitt um rampinn og ef það er eitthvað sem maður vill vita bjallar maður á hann og á innan við hálftíma er hann kominn með upplýsingar um það hver er að gera hvað, með hverjum, hvar og hvernig og gildir þá einu hvort kallinn er í Sádí Arabíu eða á Króksfjarðarnesi. Kallinn er liðtækur í golfinu svo ekki sé meira sagt, þó spurning hvort hann hafi eitthvað í okkur eyjamenn! Einhverjar sögur fara af því að kallinn vinni við að fljúga einhverri flugvél, man ekki hvað hún heitir, B74 eitthvað. Kallinn er nýbyrjaður að blogga og var á tímabili einn sá allra duglegasti í þeim geiranum, enda þekktur fyrir að taka hlutina föstum tökum, nema kanski þegar kemur að því að hætta að reykja. Síðan hans heitir Champinn flýgur.
Nú er komið að honum Hjalta. Hjalti er að vinna hjá sama fyrirtæki og Champinn og flýgur sömu græju. Hjalti er með mjög frjótt ímyndunarafl eins og sést ef maður skoðar síðuna hans aðeins aftur í tímann. Hjalti er liðtækur í málrækt, eins og samstarfsfélagar hans síðastliði sumar komust að, þar sem hann tekur gömul stöðnuð íslensk orð og finnur nýjar merkingar fyrir þau. Vegna þess hversu breiður aldurshópur les þessa síðu er ekki hægt að fara nánar útí þessa sálma. Hjalti er með síðu sem hann kaus að kalla TITS FOR FREE
Síðast en ekki síst er það Magnús Sigurjónsson, Maggi.
Maggi er fyrrum peyji, samstarfsfélagi og appartment-mate. Maggi fékk núna í vor vinnu á Fokker hjá Flugfélagi Íslands sem er auðvitað bara snilld. Það besta við að Maggi hafi fengið fyrrnefnda vinnu er það að þá áskortnaðist mér mun betra, rýmra herbergi með skrifborði, stærra rúmi og séraðgangi út á svalir þar sem ég get gert mullersæfingarnar mínar á hverjum morgni. Maggi er búinn að vera mjög latur við að blogga undanfarið og alsendis óvíst að það komi nokkuð meira frá honum. Síðan hans Magga heitir einfaldlega Magnús Sigurjónsson
Þá er þessari yfirreið lokið,
kv.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli