Jæja, þá er strákurinn kominn úr opinberri heimsókn til Danaveldis. Á meðan á heimsókninn stóð tók teimi tölvusérfræðinga Eyjapeyjagrey síðunnar sig til og breytti útliti síðunnar. Það er komið nýtt komment kerfi sem gerir það að verkum að allt það gamla er horfið, ég græt það svosum ekki mikið. Teljarinn liggur niðri í augnblikinu en einvala lið tölvuverkfræðinga vinna dag og nótt við að koma honum á fætur aftur.
Tilefni ferðar peyjans til DK var sú að leggja blessun sína á samband verðandi brúðhjóna, Friðriks prins og Mary heitkonu hans. Þess má geta í framhjáhlaupi að Friðrik þykir alveg sláandi líkur peyjanum. En hvað um það, ferðin var nýtt í margt annað. Á föstudag var ferming þar sem peyjinn lét ljós sitt skína og kjaftaði dönsku á alla bóga.
Laugardagurinn var nýttur í að heiðra brúðhjónin verðandi og framkvæma vestmanneyska athöfn til að blessa samband þeirra. Athöfn þessi er Vestmannaeyingum mjög kær og er einhvernveginn á þennan veg: Ótæpilegu magni af bjór er helt í brúðguman, nautskálf er slátrað og lundirnar af honum grillaðar á kolagrilli. Brúðurinn saumar svo jakka úr skinninu af kálfinum og gefur þeim sem stjórnar athöfninni. Þannig kom það til að ég kom heim með leðurjakka, saumaðan af Mary Donaldson, unnustu tvífara míns.
Það er annars allt gott að frétta af skötuhjúunum og bað Magga, mamma hans Frikka, voðalega vel að heilsa öllum heima á Íslandi. Hinrik prins sat og heklaði, sagðist finna á sér að það liði ekki á löngu áður en Frikki og Mæja mundu unga út sínu fyrsta, hann bað líka að heilsa. Jói virtist eitthvað fúll yfir því að fá litla athygli, tautaði eitthvað um það að hann hefði átt að verða krónprins og eitthvað fleira sem verður ekki haft eftir honum hér. Eftir viðburðaríkan dag í höllinni hitti ég Gunna og við kíktum í Tívolí ásamt Begga og Gumma (ætlaði að skrifa Begga Bypass og Gumma Gufu, þótti það of gróft). Þar var kíkt í nýjasta rússíbanann sem fær lægri og lægri einkunn eftir því sem líður lengra frá. Ferðin í rússíbanann kostaði hátt í bíóferð en tók um 0.37% af venjulegum bíótíma að klárast (m.v. 90 mínútna mynd). Það skemtilegasta við rússíbanaferðina var að fylgjast með Gunna reyna að koma beislinu, sem átti að halda honum á meðan á ferðinni stóð, á sig. Það þurfti tvo fílelfda starfsmenn Tívolísins til að leggjast á beislið á meðan að Gunni hamaðist við að spenna ólina sem hélt öllu saman. Að lokum tókst það og ferðin gat hafist.
Sunnudagurinn var nýttur, ólíkt hinum, í óopinber verkefni s.s. að rölta um bæinn, leggja sig í Rósenborgargarðinum og elda mat á kollegiinu hennar Steinunnar.
Það var svo í dag sem ég kom heim.
btw. ég er orðinn 26
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hvað er þetta með þig þarna peyjagrey.... gerir þú ekkert nema éta og hanga í sundi þarna drengur... farðað blogga... samt bara þegar ég er ekki lengur í heimsókn hja´þér ;) mússímú HD
Skrifa ummæli