Nú hef ég ákveðið að úrskurða mig aumingja. Ég er kominn með einhverja hitavellu og finst vera full stutt síðan ég var með einhverja pest síðast. Hef ákveðið að gefa lýsi séns og sjá hvort það bæti hressi og kæti.
Ég er orðinn háður laugardagstilboði á nammi. Á hverju einasta laugardagskvöldi er eins og Bónusvídjó kalli á mig og ég svíf niðrefti eins og dáleiddur, ræð ekkert við þetta. Fyrr en varir er ég mættur heim, ligg fyrir framan sjónvarpið og hakka í mig andvirði 300 kr (á venjulegum degi) af nammi. Kanski ekki furða að ég sé farinn að nálgast 100 kílóin og á erfitt með að komast inní bílinn minn.
Nú ætla ég svo að segja frá einni leiðinlegustu mynd sem ég hef á ævi minni séð. Ég er nú yfirleitt ekki kröfuharður á bíómyndir eða sjónvarpsefni almennt en einstaka sinnum tekst snillingum eins og Njáli Jóhannssyni (Neil Jordan) að sanna regluna. Á föstudag var leigð spóla sem gekk gjörsamlega fram af mér og Lalla í leiðindum. Helga Dröfn var reyndar viðstödd en hún var inní tölvunni á MSN mestallan tímann og náði ekki að meðtaka það hversu innilega leiðinleg myndin var. Samtölin voru asnaleg, söguþráðurinn furðulegur, myndatakan undarleg, it was the perfect storm! Og hvaða mynd er ég að tala um???? Jú The Good Thief.
Myndi fjallar um Bob (frumlegt) sem er fyrrverandi snilldarþjófur sem hefur snúið sér að fjárhættuspilum og heróínfíkn. Bob kynnist bráðmyndalegri rússneskri stúlku, Anne, sem er um hálfri öld yngri en hann. En Bob er náttúrulaus og vill ekki fara í rúmið með Anne en lætur þess í stað ungan félaga sinn, Paulo, verða ástafanginn af stúlkunni. Anne er ekkert hrifin af Paulo en hefur mjög gaman að því að stripplast á nærfötunum einum fata í kringum Bob og þá sérstaklega þegar hann liggur handjárnaður við rúmið sitt. Einn góðan veðurdag kemur vinur Bob í heimsókn og fær hann til að fremja eitt enn rán. Bob hóar saman gamla genginu sem samanstendur af mjög misleitum hópi kynskiptinga og byggingaverkamanna. Saman planar hópurinn ránið. Kynskiptingurinn er mikið hörkutól en við aðgerðina klikkaði eitthvað í hausnum á honum/henni og hann/hún varð hrædd við köngulær. Það verður svo til þess að hluti af ráninu mistekst. Allt lítur út fyrir að ætla að fara í vaskinn en Bob gengur út með pálmann í höndunum..........
Nick Nolte fer með aðalhlutverk, túlkar Bob á alveg hreint ólýsanlegan hátt, spurning hvort hann hafi látið renna af sér fyrir tökur myndarinnar.
Ég mana ykkur til að leigja þessa mynd, horfa á hana til enda, horfa svo í augun á mér og segja að myndin hafi verið góð.
kv.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli