fimmtudagur, október 28, 2004

Je suis un pilot avec le 767

Hér er ég staddur í bullandi rómantík í borg rómantíkinnar......... einn!

Kíkti dowtown í dag, heimsótti Arafat félaga minn á spítalanum hérna í parís, kíkti á Eiffel turninn (fór ekki uppí hann, er of lofthræddur) skoðaði Louvre safnið stuttlega, fékk mér franskan McDonald og komst að því að það er bull sem sagt er um frakka og eldamensku.

Staðreind:
Frakkar eru kurteisir, skilja ensku vel og eru vel skiljanlegir á ensku.

Dæmi:
Ónefndur útlendingur: Does this coach go to termirminal one?
Ónefndur franskur bílsjtóri á complementary rútu hjá ónendu Holliday Inn hóteli á Charles De Gaulle flugvellinum: OK
Ónefndur útlendingur, skildi ekki alveg svarið: Does this coach go to TERMINAL ONE???
Ónefndur franskur bílstjóri sem ákveður að leggja áherslu á orð sín með því að kinka kolli: OK!

Ónefndur útlendingur að kaupa lestarmiða til París: Where does the train stop?
Ónefnd miðasölustúlka hjá frönsku ríkislestunum: The train.... IN PARIS!
..... Útlendingur....: Yes but where do I catch the train?
..... miðasölust.....: Here? Downstairs!
....Útl...: Ok is there a certain track?
...miðas...: Track 11 and 12... nextplees


Alltaf gott að geta sagt,
Je ne parle pas fransei

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður Birkir,
Stattu þig strákur og ekki týnast í París.
Bið að heilsa frönsku kartöflunum.

kv.
Ómaríó