þriðjudagur, mars 08, 2005

Jæja dudes og dudettes, hvað er upp?

Nú lítur út fyrir að ég komist heim á fostudag þó það sé ekki staðfest. Planið er eins og fram hefur komið að það koma tveir gaurar hingað í línuþjálfun. Annar þeirra ætti að koma á morgun þannig að ég geti stungið af á fimtudag og tekið föstudagsflugið frá parís heim. Það er reyndar séns fram á fimtudag fyrir hann að koma því þá getur hann tekið við fluginu í parís og ég get farið af þar. Ég er orðinn nokkuð vongóður um þetta en það þýðir þó bara eitt... þetta á aldrei eftir að ganga eftir, ég sé blikur á lofti sem geta skemmt þetta allt saman og seinkað heimför um nokkra daga en það verðu að bíða betri tíma að koma í ljós.
Ég er svo ríkur eftir þessa dvöl hérna í Oran að annð eins hefur ekki sést lengi. Nú er bara spurningin hvað á að gera við fúlguna. Mikið af draumum sem liggja í dvala en munu hugsanlega líta dagsins ljós. Það versta er að allir mínir vinir og vinkonur eru nýbúin að versla sér steipu í stórum stíl og eru þar af leiðandi blankari en ýmsir aðrir eða eru að gera aðra góða hluti.
Ég er núna búinn að hanga í tvo daga hérna að horfa á snilldar sjónvarpsþætti sem ég fékk hjá einum í París og þvo gallabuxurnar í klósettvaskinum. Lost heitir annar þátturinn og hinn er Joey. Hvað varðar gallabuxurnar þá voru þær farnar að kalla á þvott. Ekki það að ég hafi ekki þvegið þær svo lengi heldur það að um daginn fórum við á veitingastað hérna í Ain El Turck. Hinn ágætasti matur, Paella uppá spánksa mátann og steiktur smokkfiskur. Það vildi ekki betur til en að fötin mín lyktuðu eins og steiktur smokkfiskur hefði tekið sér bólfestu í þeim og skipti þá engu máli hversu lengi ég viðraðu þau. Eftir að hafa tekið þær með mér til Gabon í von um að anganin mundi hverfa með tíð og tíma ákvað ég að nú væri komið nóg. Dró fram fljótandi þvottaefnið sem ég verlsaði í París og handþvó buxurnar eins og alvöru karlmaður. Nú eru þær eins og nýjar og öllum frjást að lykta við tækifæri.
Maður verður helvíti þreyttur á þessu hangsi, jafnvel þó maður sé á launum... sérstaklega þegar næstum allir eru farnir héðan og enginn til að hanga með á daginn. Á morgun fæ ég hinsvega tveggja daga skamt af flugi sem verður gott og gaman, sérstaklega ef skipt verður um kaptein í eftir tvo leggi því annars verður deginum eitt með Alfred Neusiedler (Alfred Hitler eins og einn kallaði hann). Planið er að kíkja fyrst til París af gömlum og góðum sið og tékka svo á stemmaranum í Lyon. Langur dagur en alveg þess virði.
Þegar heim kemur, hvenar sem það verður, er planið að taka á honum stóra sínum og skella sér í ræktina af mikilli og miskunarlausri hörku. Það jafnvel vottar fyrir áætlunum um að draga fram skvass spaðann og rifja upp gamla takta.... nú skulu ástarhöldin fara að vara sig!

Það verður gaman að kíkja heim og taka hús á góðu fólki og snæða góðan heimalagaðan mat.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll, birkir. Er bara svona rétt svo að velta því fyrir mér hvort þú sért með alla seríuna af Lost:)

Nafnlaus sagði...

VELKOMINN HEIM :)
HD