föstudagur, júní 10, 2005

Jammogjæja
Nú er öllum ljóst að ég er heima, fer ekki framhjá neinum enda þekktur fyrir að láta mikið fyrir mér fara.
Eins og venjulega er tekið hús á helstu hetjum samtímans og á góðum degi heimsækja hetjurnar mig.
Renndi á Bling Bílnum mínum uppí Skorradal þar sem Baggabotn liggur. Þar býr Jói Pálma. Grillað, drukkinn bjór, drukkið rauðvín, stungið á kýlum og sagðir brandarar. Er ekki frá því að það sé að verða kominn tími á eina góða útilegu innan um hina íslensku sauðkind í iðgrænni íslenskri náttúrunni.
Fer örstutt út 15.-18. júní til að læra á 757.

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já þú verður svo að skella þér hingað norður á bling bling bílnum þínum og koma með mér í rafting og svona :)