föstudagur, október 07, 2005

Þá er það víst orðið staðfest að ég fer í Hajjið. Hajjið, hvað er það? Jú Hajj er hið árlega pílagrímaflug sem Atlanta hefur tekið þátt í síðustu tuttugu árin eða svo. Það er gaman að vera örðuvísi og það verð ég og mínir félagar því við ætlum að gera þetta á 767-300 í staðin fyrir bumbu 747. Beisinn verður í Banjarmasin borg sem er staðsett á sunnanverðri Borneo. Hvað er að gerast dag frá degi í Banjarmasin? Jú það er hægt að lesa allt um það á Banjarmasin Post . Meira safaríkt finn ég ekki um staðinn í bili.

Kem heim 15:00 á mánudag.

kv

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða ferð og hafðu það gott þarna í B..... já precis

Sænska parið í Eskilstuna