fimmtudagur, október 13, 2005

Góðar fréttir af vesturvígstöðvunum.
Komið hefur í ljós að fram að Hajjinu (pílagrímafluginu) verður ekkert meira UK, hvorki Manchester né Gatwick. Hvað kemur í staðin? Jú tvö flug með sólþyrsta Íslendinga frá Keflavík á vegum Úrvals Útsýn á 767-300 breiðþotu Air Atlanta. Það fyrra til Róm frá 10/11 til 14/11 og það síðari til Varadero á Kúbu frá 16/11 til 24/11.
Þetta þýðir að ég verð á staðnum til að skipa fyrir þegar hópur vina og vandamanna flytur fyrir mig sem er bara gott mál. Það sem þetta þýðir líka er bara meira frí heima sem er líka mjög gott mál.

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja ég læt þá vera að fljúga heim til að hjálpa til!!

Get haldið áfram að gera ekkert c",)
HD