laugardagur, desember 31, 2005

GLEÐILEGT ÁR ALLIR SAMAN !!!!!!!!

Áramótin í ár verða í boði
Fahd Bin Abdul Aziz Arabíukonungs í borg allra borga.... Jeddah. Hvað gerir maður á gamlársdag, jú maður fer að leita að Nemó. Hann fann ég í rauðahafinu þar sem ég snorklaði í morgun. Planið var að taka myndir með leigðri neðansjávarmyndavél en hún var biluð þannig að ég vil benda á ÞESSA síðu sem er með myndum af eitthvað af fiskunum sem ég sá. Leiðinlegt að segja frá því en Nemó fann ég ekki. Kanski næst.....


Nú er Balí handan við hornið en í staðin fyrir að koma í slydduna og rokið heima þá hef ég kosið að liggja á strönd með bland og bús í hléinu sem er á milli fyrsta og annars hluta pílagrímaflugsins. Þetta er böl og pína en einhver verður að gera þetta! Ekki er mikið planað á Balí annað en að langþráður draumur um að læra að sörfa skal verða að veruleika.
Samkvæmt plönum, sem eiga þó eftir að breytast, er ég settur á síðasta flugið frá Jeddah þann 11. febrúar þannig að maður er sjálfsagt að koma heim í kringum 13.-14. febrúar eftir langa en góða útiveru.


Nokkrar nýjar myndir eru komnar inn á SLEPJUNA.

Langar að lokum til að óska Raggí frænku og Sigurgeir innilega til hamingju með daginn 29. desember. Ég hefði viljað vera á staðnum en heyri sögurnar þegar ég kem heim. Aftur, INNILEGA TIL HAMINGJU HJÓN.
Þar sem ég er svo spakur kasta ég fram hér spakmæli sem mér finst eiga vel við

Það er engin leið að hamingjunni, hamingjan er leiðin
Búdda (Siddhartha Gautama f. 563 f. Kr.)


ÁRAMÓTAKVEÐJA............

sunnudagur, desember 25, 2005


Nokkrar nýjar myndir komnar á MYNDASAFNIÐ auk þess sem ég skrifaði texta við flestar myndirnar

laugardagur, desember 24, 2005

Gleðilegt Jólablogg

Nú er upprisinn aðfangadagur jóla 24. desember 2005. Þétt dagskrá hefur verið frá því níu í morgun þegar jóla-klukkan hringdi inn jóla-aðfangadaginn. Jóla-morgunmaturinn rann ljúflega niður þar sem reyktur jóla-lax var í aðalhlutverki ásamt jóla-ommilettu sem tókst þó ekki nógu vel því jóla-kokkurinn laumaði jóla-osti í gripinn óumbeðinn þegar jóla-ég sá ekki til. Ég lét það nú ekki skemma fyrir mér jóla-aðfangadaginn enda hress með eindæmum. Að afloknum jóla-morgunmat skunduðum við jóla-Guðrún í jóla-mallið hérna handan götunnar til að jóla-Guðrún gæti verslað sér jóla-gjöf sem er þetta jóla-árið jóla-PS2 (Playstation) með tuttugu leikjum, svindlkubb og auka jóla-stýripinna. Þar sem við vorum stödd í jóla-mallinu þótti mér kjörið að skella mér í jóla-klippingu enda er ég að safna löndum þar sem ég hef farið í klippingu í. Enn sem komið er þá trónir Bretland hátt á toppi listans yfir VERSTU lönd heims til að fara í klippingu í og skal þá tekið fram að á lista þessum eru bananalíðveldi eins og Alsír, Frakkland og Sádí Arabía. Ég kom svona líka jóla-fínn út úr klippingunni og er jóla-sáttur við hvernig til tókst.
Jóla-DVD diskar voru skoðaðir af áfergju en samkomuleg náðist ekki um jóla-verð á fyrstu jóla-seríunni af Scrubs þannig að ég snéri mér um hæl og stunsaði út. Þegar upp á jóla-hótel var komið var tekið á því í jóla-Gran Turismo leiknum í PS2 og þykir mér leitt að tilkynna það að ég var ofurliði borinn þegar jóla-Guðrún sýndi ótrúlega jóla-takta í leiknum og sigraði mig æ ofan í æ. Skal það ekkert rætt frekar.
Jóla-tennis tók við af leikaraskap en sá leikur stóð ekki lengi því þótti okkur jóla-veðrið í ár vera í frekar í heitari kantinum til að spila jóla-tennis utandyra. Tók ég mig þá til og tók jóla-skokkið í jóla-gymminu og stóð mig nokkuð vel þó ég segi sjálfur frá.
Jóla-sturtan var tekin þegar upp á herbergi var komið enda var ég helsveittur eftir jóla-skokkið. Settist ég svo niður, smellti út nokkrum jóla-SMSum við dynjandi undirleik jóla-laga í flutningi Mahaliu Jackson og þambaði einn góðan jóla-vanillu Myoplex. Svörin við jóla-SMSunum streymdu fljótlega að og þakka ég kærlega fyrir jóla-hlýhug um jóla-hátíðarnar. Jóla-símtalið fékk ég að heiman frá jóla-mömmu og jóla-pabba. Jóla-skinkan var í eldun og allt á plani eins og alltaf.
Hafið það jóla-gott um hátíðarnar, borðið ekki yfir ykkur en haldið samt ekki aftur af ykkur, það kemur alltaf nýtt líkamsræktarkort eftir það sem rann út síðast. Þetta eru mín Jóla-ráð

Jóla-kv.

miðvikudagur, desember 21, 2005

Þá er strákurinn í Jakarta og búinn að versla sér golfsett. Settið með nokkrum kúlum og leðurhanska til að refsa kylfunum með kostaði 1.750.000 dúggúlúggús. Orginal Pro Thech (eða eitthvað í þá áttina), það kom ekkert annað til greina. Svo fór ég í golf en komst að því mér til mikillar mæðu að kúlurnar sem ég keypti voru ekki nógu góðar. Á svo mörgum sviðum eru þetta lélegar kúlur að það væri of mikið að fara út í díteila með það hér en ég nefni nokkur dæmi.
Það er erfitt að hitta þær. Þær eru hægrisæknar. Þær drífa stutt. Svo lélegar eru kúlurnar að driverinn endaði út í runna með viðeigandi öskrum og látum og á tíundu holu fór ég upp á hótel og lagði mig.
Það er annars komið á hreint núna að ég verð hérna í Jakarta um jólin, flýg til Banjarmasin 27. og verð svo í Jeddah um áramótin, skilst að enginn haldi upp á áramót eins og lókallinn í Sádí.

Gleðileg jól og áramót

kv.

mánudagur, desember 19, 2005

GSM númerið mitt í Indónesíu sem ég kem til með að nota þar til ég kem heim í feb
+62 81 348 404417

kveðja
Nú höfðum við það af að komast frá Dubai aftur til Banjarmasin. Vinnuskráin hefur hinsvegar öll tekið nokkur hliðarskref til hægri og lítur út í augnablikinu (legg áherslu á augnablikinu) að næsta flug hjá mér verði 28. des. Þegar það verður staðfest mun ég stökkva upp í næstu vél með stefnuna á Jakarta og leggjast flatur á hlaupabrettið á hótelinu þar.
Steini, ef þú verður í Jakarta einhverntíman á tímabilinu þá sendiru að sjálfsögðu SMS! Ég mun fá mér local númer síðar í dag og birta það hér.

kv.

fimmtudagur, desember 15, 2005

Nú er ég vegna óviðráðanlegra orsaka staddur í Dubai. Því miður eru hvorki Dubai Hjalti né Arabíu Steini á svæðinu til að taka mig í túr um borgina. Áhöfnin eins og hún leggur sig rölti í bæinn áðan, ég verslaði mér eitt Rolex og eitt Breitling á alveg hreint ótrúlega góðum prís. Þetta er borg sem kemur skemmtilega á óvart.
Ekkert meira að segja í bili, hetjusögur bíða betri tíma....... Þarna var ég í 35000 fetum!!......

kv

miðvikudagur, desember 14, 2005

Vegna óhemju fjölda áskorana þá hef ég tekið þá ákvörðun að setjast í sæti tungumálakennara hér.

ABAKABAR þýðir How'r you doing eða bara hvernig hefur þú það. Það er ofurflott ef maður getur sagt það Joey style, þá tísta flugfreyjurnar svo tímum skiptir.
TERIMA KASIH þýðir takk fyrir
GILA segir maður um einhvern, eitthvað sem er létt ruglað. Ekki sniðugt að segja við lögregluna, tollverði, hermenn og aðra sem halda á framhleypum.

Frá Stan.... THE MAN kom frasinn DIMINA ADA. DIMANA þýðir Where is the.... ADA Steini þarf svo að fræða okkur um það hvað ADA þýðir

HIC kom með Satu lagi Bintang - dingen !! Ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir nema að Bintang er local bjórinn hérna. HIC, útskýrðu máli þitt!!

Ellefu og hálfs tíma flug framundan, JÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍHA!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Kv

þriðjudagur, desember 13, 2005

Nú sit ég hérna á Albilad hótelinu í Jeddah, ný búinn að gúffa í mig spagetti bolognese og uploada myndum inn á slepjuna. Ég nenni ekki í augnablikinu að setja texta við myndirnar en svona í stuttu máli þá eru fyrstu myndirnar frá Singapore þar sem við vorum í gær með nokkrum úr áhöfninni. Þar eftir er ein af golfvellinum í Jakarta. Svo koma myndir af safni sem við fórum á í Jakarta þar sem fólk kom til okkar og vildi myndir með okkur og börnunum sínum. Five minutes of fame! Svo er restin frá Banjarmasin sem er á Borneo eða Kalamatan eynni í Indónesíu. Við leigðum okkur bát og skelltum okkur í skemmtisiglingu upp eftir ánni sem liggur í gegnum bæinn. Aftur var maður eins og stórstjarna, fólk kom hlaupandi út úr húsum til að sjá stóra hvíta fólkið og nokkrumsinnum var kallað á eftir okkur "I LOVE YOU!!".

Indónesíunámið gengur vel, frasar eins og ABAKABAR, TERIMA KASIH og GILA eru mikið notaður.

kv
Nú sit ég hérna á Albilad hótelinu í Jeddah, ný búinn að gúffa í mig spagetti bolognese og uploada myndum inn á slepjuna. Ég nenni ekki í augnablikinu að setja texta við myndirnar en svona í stuttu máli þá eru fyrstu myndirnar frá Singapore þar sem við vorum í gær með nokkrum úr áhöfninni. Þar eftir er ein af golfvellinum í Jakarta. Svo koma myndir af safni sem við fórum á í Jakarta þar sem fólk kom til okkar og vildi myndir með okkur og börnunum sínum. Five minutes of fame! Svo er restin frá Banjarmasin sem er á Borneo eða Kalamatan eynni í Indónesíu. Við leigðum okkur bát og skelltum okkur í skemmtisiglingu upp eftir ánni sem liggur í gegnum bæinn. Aftur var maður eins og stórstjarna, fólk kom hlaupandi út úr húsum til að sjá stóra hvíta fólkið og nokkrumsinnum var kallað á eftir okkur "I LOVE YOU!!".

Indónesíunámið gengur vel, frasar eins og ABAKABAR, TERIMA KASIH og GILA eru mikið notaður.

kv

laugardagur, desember 10, 2005

Jakarta

Eftir þrjátíu og eins tíma ferðalag komumst við loks til Jakarta helþreytt á fimtudagskvöld að staðartíma. Jakarta hefur farið þokkalega vel með okkur en eldsnemma í fyrramálið tökum við stefnuna á Banjarmasin. Samkvæmt gildandi vinnuskrá á ég svo að fljúga til Batam annað kvöld. Í batam er planið að taka á því í golfinu í um 30 tíma eða þar til við skellum okkur yfir til Jeddah. Í sunny Jeddah verður legið á ströndinni í aðra þrjátíu tíma eða þar til tími er kominn til að skella sér til baka til Banjarmasin. Nú vona og ég bið að Banjarmasin er ekki sú hola sem búið er að lýsa fyrir mér því við komuna þangað frá Jeddah tekur við NÍU DAGA stopp!! Þetta er einfaldlega ekki heilbrigt. Gæti svosum bjargast ef það er golfvöllur og eitthvað fleira á staðnum en kommon!

Í dag fórum við á safn hérna í Jakarta sem tekur saman helstu einkenni hinna mismunandi ættbálka sem lifa á öllum þeim eyjum sem tilheyra Indónesíu. Þjóðin samanstendur af um 211 milljónum manna. Eftir því hvaðan fólkið kemur hefur það mismunandi einkenni, allt frá því að tengjast Márum og innfæddum á Nýja Sjálandi og Ástralíu í það að hafa Indverskt útlit. Flestir eru Íslamstrúa en um 5-10% af þjóninni deilist milli hinna stærstu trúarbragðana. Sjálf vorum við eins og safngripir þarna því fólk hópaðist að okkur og vildi fá að taka myndir með okkur og börnunum/konunum sínum. Sjaldséðir eru stórir hvítir evrópubúar á þessum slóðum.

Svo á bara eftir að koma í ljós hversu gott netsamband er á Borneo og í framhaldi af því hversu duglegur maður verður að skrifa.

kv

þriðjudagur, desember 06, 2005

Hajj = Hats = Pílagrímaflug

Nú eru hlutir all verulega farnir að skírast, enda ekki seinna vænna. Ferðalagið hefst í fyrramálið með flugi frá Keflavík til London. Í London verður lagst inn á hótel í nokkra tíma þegar skundað verður aftur út á völl og tékkað inn hjá Cathay Pacific. Eftir tólf tíma endalausa gleði og hamingju í háloftunum tillum við niður fæti í gleðiborginni Hong Kong. Það verður þó stutt gaman því tveim tímum síða eigum við flug yfir til Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Um tuttugu og sjö tímum eftir brottför frá Keflavík verðum við í blíðunni í Indó, helþreytt en vel sátt vona ég.

meira síðar

kv.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Nú styttist í útferð til Indónesíu. Planið er víst þriðjudagur eða miðvikudagur í næstu viku en það á eftir að koma endanlega í ljós. Útivera í þetta skiptið er plönuð til mánaðamóta des/jan, nánari dagsetning kemur fram síðar.
Það markverðasta er annars að ég setti dempara á hurðirnar í elhúsinnréttingunni í dag. Þar af leiðandi má skella hurðum án þess að það komi að sök. Nýjasta elhúsáhaldið er flysjari sem kemur til með að berjast við honey dipperinn um vinsældatitil eldhúsáhalda.

Meira verður ekki gefið upp að þessu sinni.

kveðja