Nú höfðum við það af að komast frá Dubai aftur til Banjarmasin. Vinnuskráin hefur hinsvegar öll tekið nokkur hliðarskref til hægri og lítur út í augnablikinu (legg áherslu á augnablikinu) að næsta flug hjá mér verði 28. des. Þegar það verður staðfest mun ég stökkva upp í næstu vél með stefnuna á Jakarta og leggjast flatur á hlaupabrettið á hótelinu þar.
Steini, ef þú verður í Jakarta einhverntíman á tímabilinu þá sendiru að sjálfsögðu SMS! Ég mun fá mér local númer síðar í dag og birta það hér.
kv.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Heyrðu, þetta verða mögnuð jól!!! Fer til Trípólí á aðfaranótt fimmtudags og þaðan til Jóhannesarborgar, svo Peking dótið sem sagt var frá um daginn, þannig að það er around the world in 10 days maður, vonast til að sjá þig í Jakarta!!! Gledileg Jul!
Það verða sem sagt engin jól hjá þér þetta árið? Getur sagt síðar meir "árið án jólanna". Amk væru ekki jól hjá mér án hangikjöts. En það verða sko heldur betur jól hjá mér - ójá já....
Hafðu það gott og hafðu það gott í úglandinu. Helga Dröfn hin eina sanna (allar aðrar eru feik)
Skrifa ummæli