þriðjudagur, desember 13, 2005

Nú sit ég hérna á Albilad hótelinu í Jeddah, ný búinn að gúffa í mig spagetti bolognese og uploada myndum inn á slepjuna. Ég nenni ekki í augnablikinu að setja texta við myndirnar en svona í stuttu máli þá eru fyrstu myndirnar frá Singapore þar sem við vorum í gær með nokkrum úr áhöfninni. Þar eftir er ein af golfvellinum í Jakarta. Svo koma myndir af safni sem við fórum á í Jakarta þar sem fólk kom til okkar og vildi myndir með okkur og börnunum sínum. Five minutes of fame! Svo er restin frá Banjarmasin sem er á Borneo eða Kalamatan eynni í Indónesíu. Við leigðum okkur bát og skelltum okkur í skemmtisiglingu upp eftir ánni sem liggur í gegnum bæinn. Aftur var maður eins og stórstjarna, fólk kom hlaupandi út úr húsum til að sjá stóra hvíta fólkið og nokkrumsinnum var kallað á eftir okkur "I LOVE YOU!!".

Indónesíunámið gengur vel, frasar eins og ABAKABAR, TERIMA KASIH og GILA eru mikið notaður.

kv

Engin ummæli: