Nú styttist í að fólk þurfi að fara að taka mig alvarlega. Strákurinn er búinn að skrá sig í fjarnám og verður innan fárra ára kominn með meistaragráðu í flugresktrarfræðum ef allt gengur eins og ætla má. Námið er við City University London og kostar skyldinginn þannig að manni er hollast að standa sig. Eina spurningin er hvort maður komi til með að finna sér tíma til að læra í amstri vinnunar sem maður er í.
Nú hef ég kosið og gæti kjörstjórn því allt eins lokað kjörstað og talið upp úr kassanum. Hvað ég kaus ætla ég ekki að gefa upp hér en að sjálfsögðu kaus ég rétt, en ekki hvað!
Sjöppenhamn verður það heillin um helgina. Ég ætla að halda upp á átján ára afmælið mitt í Köben með því a skella mér á Radiohead tónleika. Gunni Litli bjallaði í mig fyrir um mánuði síðan, sagðist eiga tvo miða á Radiohead og bauð mér forkaupsrétt á öðrum þeirra. Eftir ýtarlega skoðun á vinnutilhögun minni ákvað ég að nýta mér forkaupsréttarákvæðið og verslaði mér því miða með IceEx til Köben. 25° hiti og sól verður þar um helgina, hvað annað.
Steini greiið. Hann er svo dedicated að það hálfa væri nóg. Nú erum við massabræður að hamast í ræktinni við hvert tækifæri. Það hinsvegar nægir ekki heldur kýs hann að skella sér á Hilton Kúrinn til að ná auknum árangri. Hilton kúrinn, eins og Atkins kúrinn, er hinsvegar mjög umdeildur af þeirri einföldu ástæðu að hann er í raun Búlimía with an edge. Nóg um það í bili.
kveðja
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
HEHE 18 já!! Akkúrat
HD
Skrifa ummæli