Ég þakka endalausan stuðning og baráttukveðjur, nema auðvitað frá þessum síðasta... ég veit hver þú ert og hvar þú átt heima, við útkljáum þetta þegar ég kem heim!
Portúgal er að gera góða hluti. Blíðan að drepa mann og allt í þessu stakasta lagi... eða þar til Ómar komst í kast við lögin. Við erum á rúntinum um miðbæ Caldas da Rainha (eitthvað í þá áttina) þegar við ákveðum að leggja og taka rölt. Komum við þá ekki að skilti sem klárlega segir P (hvítt á bláum fleti) og reynist vera laust stæði þar. Ómar sýnir færni sína í samhliðarlaggningu og tekst það vel. Röltið tekið, kaffið drukkið, veðursins notið og markaðurinn skoðaður. Komum aftur að bílnum og reynist vera stöðumælasekt undir þurkublaði. Þefum við uppi næstu lögreglustöð því þar skilst okkur að þessir hlutir séu útréttaðir og teljum að skaðræðis mistök hafi átt sér stað því klárlega er um hvítt P á blaum fleti að ræða.... P fyrir Park, ekki rétt???? Lögregluþjónninn mun taka sektina, rífa hana og segja okkur félögunum að njóta dagsins og dvalarinnar í fyrrum heimsveldinu Portúgal.
Önnur varð reyndin!
Komum við kumpánarnir inn á stöð, sakleysið uppmálað og segjum farir okkar ekki sléttar. Sýnum offisernum mynd af bílnum við skiltið sem við tókum og segjumst ekki skilja hvaða á okkur stendur veðrið því eftir okkar bestu kunnáttu þá þýði hvítt P á bláum fleti að þar skuli lagt. Bendir þá lögreglumaðurinn okkur á að undir skiltinu áðurnefnda sé skilti á portúgölsku sem segir að þar skuli einungis leggja til að hlaða og afhlaða bíla og þá einungis til fimm mínútna. Við segjumst enn ekki skilja, til séu sérstök merki sem tákni hleðslusvæði, þetta væri ekki það og við skildum ekki portúgölsku enda bara aumir túrista í hans stórglæsilega landi. Hann tjáði okkur þá að svona væri þetta nú í portúgal og að í portúgal þyrfti maður að fara eftir portúgölskum reglum. Við þetta hváðum við og spurðum hvort portúgal væri ekki í EU og hvort þeir notuðust ekki við alþjóðleg umferðaskilti eins og aðrar þjóðir evrópu. Hann sagði okkur þá ða þetta væri aljóðlegt skilti og að það væri bara supplementað með þessum aukaskiltum sem lýstu takmörkunum hins skiltisins. Þá spurðum við hvernig við ættum að vita hvað stæði þarna og svar hans var "BUY A DICTIONARY!!" Okkur fanst þetta ótækt, að við þyrftim að aka um með orðabók í annari til að geta komist klakklaust um og vorum þess vissir að þetta væri alls ekki rétt notkun skiltisins. Svona er þetta bara her og þið verðið að borga sekt.... 60 evrur takk fyrir!
"YOU ARE JOKING, ARENT YOU???!?!" segir Ómar þá.
"LOOK INTO MY EYES, DOES IT LOOK LIKE IM JOKING????!?" segir lögreglumaðurinn
"YOU MUST BE JOKING, 60 EUROS FOR PARKING ILLEGALY AND WE DIDNT EVEN KNOW IT WASNT ALLOWED!!!!!" segir ómar
"YES" segir lögreglan
"THIS SIGN MEANS YOU ARE SUPPOSED TO PARK THERE EVERYWHERE ELSE, OBVIOUSLY WE ARE NOT WELCOME HERE IN PORTUGAL!!!" segir Ómar
"I COULD REPEAT WHAT I SAID EARLIER BUT THAT WOULD PUT ME IN THE POSITION WHERE EITHER I LOOK STUPID OR YOU LOOK STUPID, I DONT WANT THAT, YOU ARE A CLEVER GUY, DONT PUT ME IN THIS SITUATION!!!"
"60 EUROS?"
"YES!"
"ARE YOU SERIOUS?"
"YES"
allt fer þetta þannig á endanum að Ómar greiðir uppsetta sekt, 60 evrur fyrir að leggja ólöglega (kostar 1200 kall á íslandi) og báðir göngum við illa önugir út. Síðar sama dag ræðum við málið við spússu Ómars. Verandi portúgölsku mælandi tekur hún sig til, strunsar á lögreglustöð með bunka af útprentuðum myndum af sam evrópskum umferðaskiltum og krefst þess að ræða við Commandante, PRONTO!!! Hann er hinn ljúfast, veit hvaða kauða við vorum að díla við og lofar betrum og bótum. Skrifa þarf bréf sem sendast skal til Lisboa þar sem það mun fara í gegnum handdirifð tannhjólakerfi Pórtúgalska bjúrókratasystemsisn sem er hægvirkt á heimsmælikvarða. 60 Evrurnar verða því endurheimtar... fyrr eða síðar,, sjálfsagt síðar.
góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Hressandi..... Það er einmitt út af þessu sem ég vil ekki að ísland gangi í EU, ég vil geta hagað mér eins og fúla löggan
Flugríður
Þannig að nú er portúgalska lögreglan að glíma við 2 stórmál. Annarsvegar hvarf Madeline og svo stöðumælasekt Birkis...
Ef það var eitthverntímann tíminn til að hringja í Bush og biðja um aðstoð........
Ekki talar Ómar lágt, frekar en ég, en ég get vel séð Ómarinn fyrir mér funheitan að diskútera þetta við lögga.
kv.
Champinn
Fokk the pólís..
Þetta er svipað og í Svíþjóð. Þar fengum við 400 kr sek sem voru þá milli 4 og 5 þúsund krónur í hvert skipti sem við lögðum rangt. SSSSSSSSsssssooooooooooooooooooo þetta er ekkert merkileg saga..
Húmbúkki skottulæknir
P.s takk fyrir ammliskveðjuna
Skrifa ummæli