Fjögurra ælupokamyndin Cloverfield hlaut áhorf í gærkvöld. Hún er slæm.
Fyrsti pokinn er kominn til af því að myndin er tekin upp í einskonar dogma stíl, allt er alltaf á hreyfingu og því fékk ég sjóveiki og lá við uppköstum.
Annar pokinn er af þeirri einföldu ástæðu að myndin er slöpp.
Þriðji pokinn er vegna þess að hún er allt of stutt fyrir normal kvikmynd, einungis um klukkutími og korter án hlés... það er bara suddalegt þegar maður er að borga þennan pening og er flugmaður í ofanálag.
Fjórði pokinn er vegna þess að hefði ég kastað upp þá hefðu aldrei þrír pokar nægt þar sem ég hafði nýverið borðað yfir mig á American Style. Ekki sangjarnt?? Sendið kvörtunarbréf á Sorpu!
Málningarvinna gengur ágætlega, er að sprengja fyrra met sem lá í viku við að mála stofuna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli