þriðjudagur, apríl 22, 2008

Það er tvennt í lífinu sem ég elska.
-Sjálfan mig
-Hjólið mitt

(mamma, pabbi, amma, afi.... þarf ekki að taka fram....)

Þegar ég er úti að vinna og allir félagarnir fara að sinna tilfinningaskyldunni, þá hringi ég í sjálfan mig.
Þegar vinirnir fá krúttleg sms frá kærustunum og brosa út í annað... því það er svo krúttlegt, þá sendi ég sjálfum mér SMS og brosi út í annað, því ég er svo mikið krútt.
Þegar vinirnir tala um litlu rassadúllu börnin sín, þá tala ég um stóra, mússímú hjólið mitt.
Þannig hef ég lært að lifa með öllum krúttlegheitunum sem eru í gangi í kringum mig. Eru ekki allir sáttir??

Svo þegar manni leiðist þá getur maður skoðað myndasögur um Mr. T
http://members.aol.com/Jsamoa99/TvsBarker3.html

Þetta er sjálfsagt síðasti kjánabloggurinn frá mér, því nú er stutt í að ég verði fullorðinn.

Muna svo laugardaginn!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I be there

SUCCESS, VERY NICE!!!!!!!

Eyfmeizter

Nafnlaus sagði...

Mér þykir gaman að fá SMS fra þer því að þú ert svo mikið krutt...

hjalti

Nafnlaus sagði...

til hamingju með ammlið í dag gamli gaur.

kveðja,
-hitt ammlisbarnið

Nafnlaus sagði...

hamingjuóskir - GAMLI...

Hvert er hitt afmælisbarnið?

Krulla

Nafnlaus sagði...

Ég held ég hafi hrætt ókunnugan mótorhjóladreng (því allir eru drengir sem eiga mótorhjól - ef þeir hafa karlkyns kynfæri) um daginn. Horfði mjög rannsakandi í augun á honum gegnum hjálminn til að athuga hvort þetta gæti verið þú. Niðurstaðan var að þetta varst ekki þú þannig að nú býst ég við að viðkomandi haldi að kona sem er illa við mótorhjól hafi gefið honum dauðaaugnaráðið.

Kveðja,
Dagbjört