Jæja, nú er peyjinn búinn að vera latur að blogga í langan langan tíma, það stendur vonandi til bóta. Strákpjakkurinn er einfaldlega búinn að vera andlaus hvað varðar hugmyndir og hefur einfaldlega ekki nennt að skrifa um eitthvað bull sem hefur ekkert innihald... ehem... En nú verður öldin önnur, nú verður tekið á því, haldið ykkur fast, get ready to rumble, it's SHOWTIME, við munum komst að því hvar Davíð keypti ölið. Ég vil þó ekki vera með neinar stórar yfirlýsingar.
Þessa stundnina eru tignir gestir í Vestmannaeyjum. Lalli og Helga Dröfn fundu sér tíma í sinni annars þétt setnu dagskrá til að skella sér í fjögurra daga heimsókn til Eyjanna í suðri. Hér eru þau svo í stífu prógrammi sem ég er og hef verið að þróa. Fyrstur til að reyna þetta prógramm var Ómar nokkur Magnússon, honum líkaði það svo vel að hann kom aftur innan fárra vikna og endurtók það (veitir kanski ekki af??!?!). Prógrammið gengur út á það að róa stressað fólk. Ég ætla að passa mig að segja ekki of mikið á þessari stundu því það stefnir í að ég muni sækja um einkaleyfi á hugmyndinni. Það sem ég ætla hinsvegar að segja er að kjarni prógrammsins er strangt matarræði og stöng dagskrá. Matseðill dagsins í dag er t.d. Snúður með Diet kók í morgunmat, skúffukaka með miklu kremi og mjólk í miðdegissnarl, pizza og bjór í kvöldmat. Dagkrá dagisin hljóðar uppá ræs klukkan 10:00 sharp, heitipotturinn í klukkutíma milli 11:00 og 12:00, blundur milli 13:00 og 14:30, kvöldmatur um kvöldmatarleytið (á slaginu) og að lokum jafnvel bjórdrykkja á Lundanum uppúr miðnætti. Það hvernig þessum einstaklingum gengur í prógramminu mun koma í ljós við útskrift á sunnudag þegar þau yfirgefa slökunareyjuna og hverfa aftur í stressið í borginni.
kv.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já takk fyrir slökunarprógrammið... þetta er mjög næs og við komum heim án efa slim og stresslaus. HEHEHE Þetta er búið að vera án efa mjög góð helgi, verst hvað helvítis bjórinn í Eyjum er gerjaður... fer illa í mann!!!! En annars TAKK FYRIR MIG¨!!!!!Kveðja HD
Skrifa ummæli