þriðjudagur, júní 01, 2004

Leiðrétting og fleira

Ég var beðinn um að leiðrétta misskilning úr síðasta pósti. Snorri bróðir er víst með tvær Bloggsíður og geri aðrir betur! Sú sem ég nefndi síðast er víst aðalega ætluð þeim sem æfa hjá honum og útskýrir það innihald blogganna sem er ekki mjög áhugavert fyrir leikmenn eins og mig. Hin síðan hans Snorra heitir Snorri spjallar um daginn og veginn. Einkenni þessarar síður eru stuttir en laggóðir póstar sem fjalla um allt það hættulega og spennandi sem getur gerst við störf í sjoppu og við körfuboltaþjálfun. Hann Snorri fór t.d. um dagin á gamlar heimaslóðir í Svíþjóð þar sem íslensk körfuboltalandslið rúlluðu yfir andstæðinga sína og hirtu þrjá af fjórum evrópumeistaratitlum... geri aðrir betur!

Ef ég vissi ekki betur þá mundi ég halda að ég væri flugmaður. Allur þessi frítími, öll þessi drykkja, hvað á maður að halda? En sem betur fer þá veit ég það fyrir víst að ég er húsgagnasmiður og bragða ekki öl´.

Á fimtudag var ég í fríi í bænum. Þá var stefnan tekin við fjóðar mann uppá Skaga þar sem Hús og híbýli Café Markar var tekið út. Félagi minn og íbúðardeilandni hér í eyjum átti pleisið en var að selja og var nú orðinn síðasti séns að ná kallinum bak við barborðið. Hann var hress eins og ávalt og bar í okkur veigarnar á færibandi. Þegar yfir lauk voru nokkir bjórar og skot búin og komið að lokun. Við þökkuðum pent fyrir okkur enda var þetta allt á húsið af alkunnum höfðingsskap Jóa. Stefnan var tekin á bælið heima í Reykjavík. Ferðin í borgina var að öllu leiti ómerkileg þar til kemur að því að ég er að fara út úr bílnum. Tekur þá ekki bílstjórinn uppá því að aka uppá hælinn á mér og staðnæmast þar! Hvers á maður að gjalda. Hann var nú fljótur að bregðast við angistarveini mínu og bakkaði ofan af hælnum í snarhasti. Hællin kom heill undan bílnum en 100% leðurskórnir mínir láta á sjá þar sem dekkjafar er yfir þveran og endilangan hælinn.
Á föstudag var svo kíkt í bæinn í Reykjavíkinni. Það hófst á því að við Rúna kíktum á prikið þar sem fyrrum kynnir úr djúpilauginni hélt uppi fjörinu með hljómsveit sinni. Lalli og Helga Dröfn kíktu á okkur en stöldruðu ekki lengi við. Uppúr miðnætti var farið á röltið enda Prikið orðið reikmettað. Á laugaveginum hitti ég svo frænku mína hana Röggu og frænda minn hann Magnús. Við kíktum inná Hverfisbarinn þar sem stuðið var í algleymingi. Fengum samt nóg af því um þrjúleitið o´g rúlluðum heimáleið.
Nú er svo komið að kjötinu. Á laugardag var svo stefnan tekin til eyja aftur því þar stóð til að halda grill í tilefni þess að öll sprautuvinna á Chieftaininum átti að vera yfirstaðin. Flug þetta kvöldið átti að ljúka um áttaleitið. Seinnipartin bættist hinsvegar við eitt flug, sem væri sjálfsagt ekki í frásögur færandi nema fyrir það að farþeginn var enginn annar en Árni Jónssen. Það er svosum ekkert merkilegt því við fljúgum reglulega með hann en í þetta skiptið sáum við okkur leik á borði og fengum hann til að halda fyrir okkur lítinn brekkusöng. Það var hann nú meira en til í og mætti til okkar með gítarinn í annari. Svo sat kallinn, spilaði fyrir okkur og reitti af sér brandarana í á annan tíma (held ég). Eftir brekkusönginn fór svo grúppan á SSSÓL ball og verð ég að segja að þeir hafa munað sinn fífil fegri. Að sjálfsögðu fylgdi höfleg öldrykkja þessu öllu saman eins og vera ber og ekkert meira um það að segja.

Í dag kom svo að því! Ég flaug á nýuppgerðum paramótornum! Eftir að hafa dittað að honum í morgun og gert mér grein fyrir því að það væri þvílík bongóblíða skellti ég mér uppá Bakka með allt hafurtaskið. Byrjaði á því að prófa vænginn án mótors. Það gekk að sjálfsögðu eins og í sögu, þannig séð, og var ég ekki lengi að skella mótornum á bakið. Kom mér svo fyrir á norðurenda grasbrautarinnar en hún snéri einmitt beint uppí vind. Svo var bara rokið í loftið. Fylgdi brautinni til suðurs með smá beygjum, klifri og lækkun. Að lokum var lent einkar tignarlegar þó ég segi sjálfur frá. Þetta endurtók ég svo og gekk allt að óskum í því flugi líka. Í þriðju tilraun þurfti ég hinsvegar að snarhætta við því grindin utan um proppinn skekktist eitthvað aðeins og snirti aðeins endana á proppnum. Það er ekkert stórvægilegt, þarf bara smá viðhald. Allavegana ánægður með afrek dagsins og með stór plön um það hvað gert skuli í næsta flugi. Meira um það síðar. Á morgun ætla ég að reyna að koma inn myndum af fluginu og hetjunni okkar honum Árna, eða Adda eins og við sem þekkjum hann köllum hann.

kv.

Engin ummæli: