Frá Svíþjóð er allt dillandi gott að frétta. Ég var rétt í þessu að klára að fara yfir CBT-ið sem er að kenna mér á vélina. Planið er að ná að renna svo aftur yfir efnið í næstu viku. Í þar næstu viku eru svo tveir bóklegir dagar og miðvikudaginn 7. júlí hefst svo hamagangurinn. Þá er áæltað að við byrjum í herminum og samkvæmt plani mun það standa yfir til 1. ágúst. þannig að það verður engin þjóðhátíð fyrir peyjann. Ætli maður komi svo ekki heim daginn eftir það, ekki hægt að treysta á neitt svoleiðis þó.
Eins og fróðir lesendur vita er jónsmessuhelgin núna í algleymingi. Sú helgi er nokkurskonar verslunarmannahelgi svía þar sem þeir rúnta um þjóðvegi landsins, reka niður tjaldhæla og tæma úr flöskum. Svo er eitthvað með það að reisa staur sem er vafinn gróðri og tveir hringir hanga í og allir dansa glaðir í kringum með blómsveig á höfði. Þetta er allt saman kallað Midsommar og er kjörið að fara með Midsommar bænina við þetta tækifæri:
G U D
Den svenska sommarnatten liknar dig
Du är vårt ljus och inget mörker finns i dig
Genomlys oss med din närvaro
Du är vårt ljus och inget mörker finns i dig
Hjälp oss att ta vara på sommarens flöde av ljus och liv.
Du är vårt ljus och inget mörker finns i dig
I Jesu Kristi namn
AMEN
kv.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli